Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978. a Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir 9. Icikvika — Leikir 21. október 1978 Vinningsröð: 12X - X12 - 1X1 - XIX 1. vinningur: 12 réttir — kr. 522.000.- 1887 (Suður-Múlasýsla) 31290+ (1/12,3/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 19.400,- 2362 31170+ 31535 33271(2/11) 40693(2/11) 40884 3814 31289+ 32084+ 34686 40757 41223 30380 31292+ 32705+ 35077 40812 42011 Kærufrestur er til 13. nóvember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrif- stofunni. Vinningsupphþðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (merkt +) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK TVEIR GETSPAKIR MEÐ TÓLF RÉnA — stórfelld aukning í getraunum í 9. leikviku Getrauna komu fram 2 raðir með 12 réttum og er vinningur fyrir hvora kr. 522.000. Með 11 rétta voru 23 raðir og vinningur fyrir hverja kr. 19.400. Annan „tólfarann” á þátttak- andi frá Skriðdalshreppi í Suður-Múla- sýslu, en hinn er á nafnlausum seðli. Það er vel af sér vikið að treysta á tapleik Manchester Utd. á heimavelli og ná öll- um leikjum réttum, en seðlar með 11 réttum voru undantekningarlaust með þennan leik merktan með heimasigri Manch. Utd. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Þátttaka i getraunum hefur vaxið jafnt og þétt og í síðustu leikviku var þátttakan hin mesta frá upphafi og virt- ust allar líkur á fyrsta milljón króna vinningnum, en 1. vinningur skiptist að lokum milli tveggja. Nú eru i umferð þrenns konar get- raunaseðlar, 4 raða, 8 raða og 16 raða, og ennfremur hafa verið gefnir út sams konar seðlar, sem gilda í 10 leikvikur. Ætti það að auðvelda þeim íþróttafélög- um úti á landsbyggðinni, sem búa við tregar og’erfiðar samgöngur við Reykja- vík að taka upp sölu á getraunaseðlum. Næsti seðill lítur þannig út: iBristol City — Arsenal Chelsea — Norwich - Coventry — Birmingham Everton — Liverpool Ipswich — QPR Leeds — Derby Manch. City — WBA Southampton — Nottm. For. Tottenham — Bolton Wolves — Manch. Utd. Brighton — West Hám Millwall — Charlton Frank Worthington, Boiton, er nú markhæsti leikmaður 1. deildar á Eng- landi en þeir Kenny Dalglish og Bob Latchford frá knattspyrnuborginni miklu, Liverpool, fylgja fast í kjölfarið. Markhæstu leikmenn á Englandi eru nú: Frank Worthington, Bolton, 11 Kenny Dalglish, Liverpool, 10 Bob Latchford, Everton, 10 John Ryan, Norwich, 9 Ted McDougall Southampton, 7. I 2. deild: Brian Stein, Luton, 10 Bryan „Pop” Robson, West Ham, 10 John Buchanan, Cardiff, 8 Alec Bruce, Preston, 7 David Cross, West Ham, 7 Paul Randall, Bristol Rovers, 7. Frá Lincoln í trúboð Lincoln City, sem gengið hefur mjög illa I þriðju deild, rak i gær fram- kvæmdastjóra sinn, Willie Bell. Hann var áður stjóri hjá Birmingham. Bell ætlar nú að gerast trúboði i Banda- ríkjunum. Guðniekki með ÍBK DB skýrði frá í gær að Guðni Kjartansson myndi ekki þjálfa ÍBK í sumar, og að Keflvikingar væru nú að leita fyrir sér mcð enskan þjálfara. I Timanum í morgun var hins vegar skýrt frá, að Guðni myndi vera með ÍBK-liðið i sumar. „Ég mun taka mér frí í sumar,” sagði Guðni Kjartansson er DB ræddi við hann i morgun. Undir stjórn Guðna komst ÍBK i UEFA-keppnina. Frétt DB stcndur því — enda byggð á góðum heimildum frá upphafi. H. Halls. Stein ífyrsta sinn með skozka landsliðið Jock Stein mun i fyrsta sinn tefla fram skozku landsliöi á morgun er Skotar mæta Norðmönnum I Glasgow i Evrópu- keppni landsliða. Jock Stein tók við skozka landsliöinu fyrir skömmu, eftir að hafa verið 6 vikur hjá Leeds. Jock Stein var rúman áratug með Celtic, gerði þá að Evrópumeisturum, og undir hans stjórn var Celtic nánast ósigrandi í skozkri knattspyrnu. Eftir ófarir Ally McLeod í Argentínu, og siðan í Austurriki, beinlínis heimtaði skozkur almenningur að nýr maður tæki við, og McLeod sagði af sér. Stein hélt síðan frá Leeds. Í Skotlandi er litið á Stein sem nokkurs konar Messías, er muni leiða skozka landsliðið til eftir- minnilegra sigra, Skotar þarfnast þess nú, eftir niðurlæginguna í Argentinu. Jock Stein valdi 18 manna landsliðs- hóp, þar af 14 þeirra er voru í Austur- ríki. Hinir fjórir nýju eru Paul Hegarty frá Dundee United, Frank McGarvey, St. Mirren, Frank Gray Leeds og Andy Gray, Aston Villa. Jock Stein lætur Alan Rough halda sæti sínu. Rough varði skozka markið í Argentínu, og varð fyrir harðri gagnrýni frá Stein. Landsliðshópur Skotlands lítur þannig út: Martin Buchan, Manch. Utd„ Kenny Dalglish og Greame Souness Liverpool, Willie Donachie og Asa Hartford Manch. City, Joe Jordan og Gordon McQueen Manch. Utd., Andy Gray Leeds, Tom Forsyth Rangers, Arthur Graham og Frank Gray Leeds, Stuart Kennedy Aberdeen, McGarvey St. Mirren, Alan Rough Partick, Jim Stewart Middlesbrough, Ian Wallace Coventry, Paul Hegarty Dundee United. Kenny Dalglish er hinn eini sem er vafasamur fyrir leikinn í Glasgow. Eng- lendingar mæta írum í Dyflini í Evrópu- keppni landsliða, og hjá írum er vafa- samt að Johnny Giles geti leikið. Þá eiga þeir Peter Barnes, Manch. City, Ray Wilkins Chelsea og Paul Mariner Ips- wich allir við meiðsli að stríða og eru vafasamir fyrir enska landsliðið. Jón Pétur Jónsson, tekinn óbliðum tökum i Evrópuleik Vals og Refstad — I kvöld mætir Jón ásamt félögum sinum í Val, nýliðum Fylkis í 1. deild. Valsmenn hefja vöm titilsins í Laugardalshöll — mæta nýliðum Fylkis íslandsmeistarar Vals mæta i kvöld nýliðum 1. deildar í 1. deild íslands- mótsins í handknattleik i Laugardalshöll Valsmenn, nýkrýndir Reykjavíkurmeist- arar ættu ekki að eiga i erfiðleikum með nýliðana, þó auðvitað sé bezt að spá engu þar um. Velgengni Vals undanfarið hefur verið mikil, já þeir hafa í engu slegið slöku við eftir að lslandsmeistara- titilinn hafnaði í Hlíðarenda i vor. Valsmenn hrepptu Reykjavíkur- meistaratitilinn, eftir að hafa í tvígang sigrað erkifjendur sína, Víkinga. Eftir- málar Reykjavikurmótsins voru heldur hvimleiðir — það var enginn viðstaddur frá HKRR og því á huldu, hver hefði hreppt Reykjavikurmeistaratignina. En um klukkutíma eftir sigur Vals féll stóridómur— titillinntil Vals. Þeim var síðan afhentur titillinn i hófi er Valsmenn héldu Refstad. í Evrópukeppni meistaraliða er Valur þegar kominn i 2. umferð, i þriðja sinn í sögu félagsins, eftir sigurinn í Laugar- dalshöll á sunnudag gegn Refstad . í kvöld hefst svo alvara 1. deildar með leik gegn nýliðum Fylkis í Höllinni kl. 21. Magdeburg, mótherjar Vals i 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa unnu i Rostock um helgina í 1. deild i A-Þýzka- landi, sigruðu Hansa Rostock 3—1. Hins vegar er Dynamo Berlin i efsta sæti eftir átta umferðir — hefur unnið alla leiki sina til þessa, 16 stig. Dynamo Berlín sigraði í Erfurt, Rot-Weiss Erfurt 2-0. Þremur stigum á eftir Dynamo Berlín komna Dynamo Dresden og Carl Zeiss Jena, bæði með 13 st. Carl Zeiss Jena sigraði Wismut Aue 3—2 í Jena og Dynamo Dresden sigraði Stahl Riesa 3— 1. Magdeburg er i fjórða sæti með 11 stig. Frank Worthington, hann er nú aftur á skotskónum, nú fyrir Bolton en áður lék þessi fyrrum enski landsliðsmaður með Huddersfield og Leicester. Youri áfram með iandsliðið KSÍ gekk frá samningum við landsliðsþjálfarann Youri Ilitschev um helgina. Youri Ilitschev mun stjórna íslenzka landsliöinu næsta sumar. Undir stjóm Youri Ilitschev i sumar lék islenzka liðið fimm leiki — enginn sigur, en tvö jafntefli. Aðeins eitt mark skorað gegn átta — en það segir ekki alla söguna. ísl. landsliðið i knattspyrnu hefur sennilega aldrei skapað sér jafn mörg opin tækifæri gegn jafn sterkum þjóðum og íslenzka liðið i sumar. í netið vildi knötturinn ekki, ef til vill snúast hamingjuhjólin Youri Ilitschcv i vil næsta sumar. Hvort Youri Ilitschev verður með félagslið næsta sumar er á huldu. í lok sumars tók Youri Ilitschev við Vikingum og hafa Víkingar hug á að fá Youri. En það eru ekki bara Vikingar, sem vilja Youri — Fram hefur hug á hinum sovézka þjálfara og eins hafa Keflvíking- ar sýnt honum áhuga. Hvað verður, á eftir að koma á daginn, en í stjórn KSÍ eru skiptar skoðanir um hvort Youri eigi að vera með félagsliö. Ýmsir hafa bent á að starf þjálfara KSÍ sé cngan veginn fullt starf — en dýrt sé að hafa þjálfara 1 fullu starfi og því eðlilegt að minnka þann kostnað með þvi að láta félag taka þátt I kostnaðinum. KSÍ geti þvi varið fé sinu meir í önnur þörf verkefni. Hins vegar er sá ótti að landsliðsþjálfarinn verði skiptur og komi það þá niður á báðum aðilum. Youri Ilitschev hefur lýst áhuga á, að vera með félagsiið. Youri Ilitschev, þjálfar islenzka landsliðið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.