Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978. 1L \ svipaðan hátt og iðnnámi hefur verið háttað hér á landi fram til þessa. Bent er á að vinnutími í verzlunum sé þannig að nemendur sem þar séu geti ekki farið með foreldrum sínum út í sveit i sumarbústaði eða þess háttar vegna þess að krafizt sé lengri vinnu- tíma i verzlunum heldur en til dæmis á skrifstofum þar sem margir foreldr- anna vinni. Kaupmenn benda á að starfsfólk í verzlunum hafi einn leyfisdag í miðri viku í stað vinnunnar sem þeir verði að leysa af hendi á föstudagskvöldum og laugardögum. En þá hafa vinir og kunningjar ekki frí svo lærlingunum finnst frídagurinn hálfgert ómark. Svo virðist sem atvinnuleysi meðal unglinga komi helzt niður á þeim sem hætta skólanámi snemma og hafa því litla eða enga sérmenntun. Fólk yngra en átján ára á ekki kost á að fá atvinnuleysisbætur. Er því ekki mögulegt fyrir opinbera aðila að beita sér á neinn hátt gegn þeim þó svo þeir taki ekki þá vinnu sem býðst. Þykir liklega flestum Dönum það ekki miður og teldu það fyrirkomulag of ólýð- ræðislegt ef skikka mætti fólk í þá at- vinnu sem hið opinbera teldi það eiga að gegna. Hvað varðar vinnu unglinga munu vera þó nokkur brögð að þvi að at- vinnurekendur taki lærlinga til ýmiss konar starfa. Notfæri þeir sér hið ódýra vinnuafl um nokkurt skeið en reki lærlingana síöan úr starfi sam- hliða meiri reynslu og hærri launa- greiðslum til þeirra. Almennt atvinnuleysi er mjög mikið í Danmörku. Eru tólf af hundraði þeirra sem taldir eru geta stundað störf á almennum vinnumark- aði taldir atvinnulausir. STÓRU ORÐIN ÁBORÐIÐ Nú eftir að Alþingi íslendinga hefur verið sett verður vafalaust mörgum efst i huga að fylgjast gjörla með framkvæmd margháttaðra kosninga- loforða ákveðinna alþingismanna Alþýðuflokksins um endurbætta . siðgæðis- og stjórnsýsluhætti, sér- staklega á sviði dóms- og skattamála, innflutnings- og gjaldeyrismála. Svavar Gestsson viðskiptaráðherra hefur riðið á vaðið eins og kunnugt er og skipað nefnd til að kanna gjald- eyrisskil umboðslauna, áhrif þeirra á verðmyndun innflutnings, jafnframt því sem haldið verði áfram að kanna og gera samanburð á innkaupsverði ýmissa vörutegunda, ásamt hinum Norðurlöndunum. Þetta er lofsvert framtak viðskiptaráðherra og verðlagsstjóra og vonandi aðeins upphaf og-vísir að heildareftirliti með inn- og útflutningsverzlun þjóðarinn- . ar. Til að framfylgja svo umfangs- og þýðingarmiklu verkefni væri rétt að ráðherra réði sér nú þegar til a.m.k. tveggja ára 10—15 dugandi menn til að rannsaka sjálfstætt á vegum ráðuneytisins inn- og útflutnings- viðskipti (þar með talin bifreiða-, flugvéla- og skipakaup) Islendinga. Yrði þessum rannsóknum fyrst og fremst beint að aðalviðskiptaþjóðum okkar sl. 5—10 ár, eins og Banda- ríkjunum, Þýzkalandi, Englandi, Japan o. fl. Ef einhverjum kann að finnast umræddir starfshættir of einræðiskenndir eða beinlínis skerða persónufrelsi manna, þá er rétt að benda hinum sömu aðilum á, að þeir sem eru búnir að fótum troða og lítils- virða mannleg samskipti í formi almenningshlutafélaga, samvinnu- félaga eða einstaklingsframtaks hljóta fyrr eða siðar aö verða að standa ábyrgir gjörða sinna og hljóta fyrir makleg málagjöld. Þá verða stjórnvöld að gjörbylta ýmsum þáttum skattaeftirlits og máls- meðferðum skattalagabrota. Það þarf vart að fjölyrða um skattaþjófnaði hérlendis, þessi þjóðarplága hefur mergsogið land og lýð um langan aldur. Til að hamla á móti þessari óheilla- þróun þarf skattrannsóknarstjóri að fá ótvíræða lagaheimild til fljótvirkari rannsóknaraðgerða og m.a. fá heimild til að ráða 15—20 manna sérhæft starfslið, sem gæti með fljótvirkum hætti rannsakað skattaframtöl og eignamyndun fiundruða framteljenda á sem skemmstum tíma.Þá verður sam- timis að einfalda, flýta og þyngja viðurlög við slíkum brotum. Það er eindregið álit mitt að verulega megi draga úr skattsvikum á t.d. næstu tveimur árum, ef viðkomandi stjórnvöld sýna þessum málaflokki fulla einurð og festu. Hér er því tilvalið og sjálfsagt tækifæri fyrir velunnara réttlætisins að láta til sín taka á Alþingi og standa þannig við loforð um tilflutning á fjármunum frá undirheimahagkerfinu yfir til al- mennings í landinu. Því miður lofar fjárlagafrumvarp stjórnarinnar engum breytingum hér til batnaðar. Það virðist eiga áfram að mergsjúga hinn almenna launþega, enda stjórnar undirheimalýðurinn Kjallarinn Kristján Pétursson fjármálum þjóðarinnar ennþá. Þáð er nánast barnalegt að vera að tala um vinstri stjórn undir forystu Fram- sóknarflokksins enda er nafngiftin flestum hugsandi mönnum aðhláturs- efni. Alþýðuflokkurinn og Alþýðubanda- lagið eiga og verða að stjórna þessari ríkisstjórn. Ef Framsóknarflokkurinn er ekki reiðuþúinn að hafa fulla sam- vinnu og samstöðu með launþega- flokkunum um róttækar breytingar á stjórnarstefnunni, ber honum að víkja tafarlaust úr rikisstjórn. Megintilgangur þessarar greinar er að vekja launþegaflokkana til fullrar umhugsunar um skyldur sinar við land og þjóð og vera jafnframt þess minnugir, hvers vegna þjóðin veitti þeim brautargengi i siðustu alþingis- kosningum. Þjóðin treystir á, að Alþýðuflokkurinn uppræti hið sjúka dómsmálakerfi, sem getið hefur af sér hvern vanskapnaðinn öðrum verri á undanförnum árum. Þjóðin treystir launþegaflokkunum fyrir endurbættri og réttlátri skattalöggjöf. Þjóðin treystir launþegaflokkunum til að afstifa verðbólguormana, en þeir eru flestir auðfundnir á spenum hvers konar lánastofnana íhalds og fram- sóknar, sem verðbólgubraskarar, okurlánarar eða skattsvikarar. Verum þess minnug, að það er hægt að skrúfa fyrir allt aðstreymi til undirheimahagkerfisins, en það kost- ar vel skipulagða styrjöld og virkt og fljótvirkt dómsmálakerfi. Þá verða fyrirhugaðar rannsóknar- nefndir á vegum Alþingis að vera fljót- og samvirkar. Alþýðuflokknum ber skylda til að setja samstarfsflokkum sínum í rikisstjórn ákveðin og tima- bundin skilyrði um framvindu þessara mála. Sé ekki orðið við þeim skilyrðum á tilsettum tima, ber Alþýðufiokknum að segja sig tafarlaust úr rikisstjórn eða honum verði afhent dómsmálin til meðferðar. Kristján Pétursson deildarstjórí. SAUÐFJARSJUKDOMAR OG FJÁRSKIPTI arfirði og heimild til að banna sauðfjárrekstra milli bæja. Árið 1937 var ákveðið að leggja 5 vamarlinur til að hefta útbreiðslu mæðiveikinnar. Einnig að ráðnir yrðu varðmenn við nokkur stærri vatnsföll. Fyrsta nefndin, sem skipuð var samkvæmt lögum, tók til starfa árið 1938. Var hún kölluð „Mæðiveikinefndin”. Með lögum frá 1941 var nafninu breytt yfir i Sauðfjársjúkdómanefnd. I nefndinni eiga sæti 5 menn, 4 bændur og einn' héraðsdýralæknir. Sauðfjárveikivarnir hafa aðsetur i Bændahöllinni, núver- andi framkvæmdastjóri er Kjartan Blöndal. Sigurður Sigurðsson dýra- læknir er sérfræðingur nefndarinnar i búfjársjúkdómum. Heildarkostnaður vegna sauðfjárveikivarna á síðastliðnu ári var 52 milljónir kr., þar af voru greiddar 4 milljónir kr. í bætur til bænda. fjárskiptasvæðin. Varðmenn voru ráðnir til að hafa eftirlit með girðing- unum og þegar mest var voru þeir um 80. Á síðastliðnu sumri störfuðu þrír menn við vörslu, tveir á Kili og einn við Héraðsvatnabrúna. Þá eru 16 sér- stakir trúnaðarmenn Sauðfjárveiki- varna viðsvegar um landið, sem fylgj- ast með girðingum og að lögum og reglum um sauðfjárveikivarnir sé hlýtt. Aðalvarnarlínur eru 14 og gert er ráð fyrir að bæta við tveim á næsta ári. Þá eru 11 aðrar girðingar sem heimamenn eða sveitarfélög hafa fengið afhentar gegn viðhaldsskyldu næstu þrjú ár. Með girðingum og vörslu tókst að verja stór svæði landsins fyrir mæði- veikinni, allt Austurland frá Jökulsá á Fjöllum, suður um, að Mýrdalssandi og mestan hluta Vestfjarða. Varnir og girðingar Fjárskiptin Eins og áður er getið voru fyrstu girðingarnar settar upp árið 1937, en lengstar hafa girðingar á vegum sauð- fjárveikivarna verið um 2000 km. í fyrstu voru þessar girðingar settar upp til að hindra útbreiðslu sjúkdómanna, en voru siðar notaðar til að einangra Fyrstu árin eftir að fjárpestirnar bárust til landsins, voru mestar vonir bundnar við að hægt yrði að hefta út- breiðslu þeirra við takmörkuð svæði. Þá voru allmargir, sem trúðu á, að lækningar og vamarlyf gætu komið að notum, einnig að fjárstofninn yrði með timanum minna móttækilegur fyrir veikina. Þessar vonir bruðgust. Þá var ekki um annað að ræða en að hefja fjárskipti í stórum stíl. Fyrstu fjárskiptin voru haustið 1937 á 5 bæjum á Heggsstaðanesi í V-Húna- vatnssýslu. Næstu 5 árin bar ekki á mæðiveiki á þessum bæjum, en þá kom upp þurramæði á einum bæ. Árið 1941 voru samþykkt lög um heimild til fjárskipta og samkvæmt þeim voru framkvæmd fjárskipti í Reykjadal í S- Þingeyjarsýslu. Árið 1944 voru gefin út frá Alþingi lög um skipulögð fjár- skipti á öllum mæðiveikisvæðum. Fóru þau fram á árunum 1944 til 1954, allt frá Jökulsá á Fjöllum og suður um land að Mýrdalssandi, að Vestfjörðum undanskildum. Á nokkrum stöðum kom veikin upp á ný og varð að endurtaka fjárskiptin, en hvergi í verulegum mæli, nema í Dala- sýslu og í Bæjarhreppi I Strandasýslu. Ríkissjóður greiddi kostnað af fjár- skiptunum. Greiddar voru afurða- tjónsbætur og uppeldisstyrkir. Fram til 1954 var bótaskyld fjártala um 320 þús., en það var fullorðið fé og vetur- gamalt. Inn á fjárskiptasvæðin voru flutt um 160 þús. lömb, frá ósýktum svæðum. Árið 1933 var fjöldi sauðfjár á landinu 728.482 næstu ár fækkaði fénu verulega og árið 1949 var fjöldinn 401.869. Fénu fjölgaði ogárið 1966 voru I landinu 850 þúsund kindur, en það er lítið eitt minna en fjárfjöldinn er nú. Riðuveikin Talið er að riðuveikin hafi borist hingað til landsins með hrút af Oxford-Down kyni, sem fiuttur var til Skagafjarðar frá Danmörku, en það var árið 1878. Ekki er talið að riðuveiki hafi verið annars staðar á landinu en á Mið-Norðurlandi. Þegar fjárskiptin fóru fram á þessu svæði bundu menn miklar vonir við að riðunni yrði þar með útrýmt, en hún skaut upp kollinum aftur á svæðinu, 2—4 árum eftir fjárskipti. Síðan hafa riðuveikar kindur fundist viðs vegar um landið. Árið 1953 á Barðaströnd, fimm árum síðar fannst veikin I kindum á Akranesi. 1 Reykjavlk fannst riðuveiki 1968, tveim árum siðar I Borgarfirði eystra. Árið 1972 kom hún upp í Kelduhverfi og í Mývatnssveit. Veikin hefur fundist I kindum í ölfusi, Hveragerði og í Breiðdal í S.-Múlasýslu. Siðast fannst hún I kindum á Brú á Jökuldal I N-Múlasýslu á þessu ári. Þannig að á slðustu 20 árum hefur veikin breiðst frá þvi svæði, sem hún virtist vera nokkuð einangruð á, í um 80 ár. Árið 1957 var gefin úr reglugerð af land- búnaðarráðuneytinu um varnir gegn útbreiðslu riðuveiki og kýlapestar I sauðfé. 1 reglugerðinni er m.a. tekið fram að óheimilt sé að selja eða fiytja sauðfé til lífs eða dvalar frá bæjum, þar sem riðuveiki eða kýlapcst hefur verið staðfest. A bæjum, þar sem riðuveiki gerir verulegt tjón, getur sauðfjársjúkdómanefnd heimilað hlut- aðeigandi fjáreigendum niðurskurð á öllu sauðfé á bænum gegn hliðstæðum styrk á lömbin, sem þeir kaupa í stað fellda fjárins og greiddur hefur verið vegna tjóns af völdum barnaveiki. Ef riðuveiki verður vart í héraði, þar sem hún hefur ekki verið kunn áður eða veldur stórfelldu tjóni á einstökum bæ eða bæjum, getur sauðfjársjúkdómanefnd fyrirskipað niðurskurð alls sauðfjár á heimilum þessum, I þeim tilgangi að hefta út- breiðslu veikinnar. Þetta voru nokkur atriði úr reglugerðinni frá 1957. Ég vil ljúka þessari grein með orðum Páls A. Páls- sonar yfirdýralæknis, sem er niðurlag greinar hans I 18. tölublaði Freys 1978, en hann skrifar: „Allir sauðfjár- eigendur ættu að leggjast á eitt með að hefta útbreiöslu riðuveiki, því sjúkdómur þessi er einn sá allra illvíg- asti og hryllilegasti.sem þekktur er hér á landi, að eklti sé ’minnst á það mikla tjón, sem hann veldur.” Agnar Guðnason blaðafulltrúi. (Heimildir: Árbók landbúnaðarins 1950, Sæmundur Friðriksson, Freyr. 18. tbl. 1978, Páll A. Pálsson).

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.