Dagblaðið - 24.10.1978, Síða 9

Dagblaðið - 24.10.1978, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24.0KTÓBER 1978. 9 8ISII Hjólreiða- kappar íkirkju Fram-völlurinn gamli: — Verkinu miðar vel áf ram Borinn Jötunn er nú kominn nidur á 2900 metra dýpi sem er nýtt Islandsmet sett á gamla knattspyrnuvelli Fram við Sjómannaskólann. < m „Þetta er orðin dýpsta hola á landinu tæplega 2900 metra djúp,” sagði Jens Tómasson jarðfræðingur hjá Orkustofnun er Dagblaðið spurði hann hvernig borunin á Fram-vellinum gamla við Sjómannaskólann gengi. „Þessi borun er gerð til að fá meira vatn I Reykjavík. Það hafði komið fram við mælingar á dýpstu holunni í Reykjavík, sem var um 2200 m, að þrýstingur var þar öðruvisi en í hinum holunum sem benti til þess að þarna væri vatnskerfi sem ekki væri farið að nýta. Borunin hófst 12. maí sl. með gufubomum og var borað með honum niður í rúma 1900 m. 28. ágúst tók svo borinn Jötunn við og er hann nú kominn á um 2900 m dýpi.” Jens sagði, að sennilega yrði borað niður á 3400—3600 metra dýpi. Hversu djúpt yrði borað réðist af hvort ástandið yrði tæknilega erfitt, hvað mikið vatn tapaðist inn í holuna. Það hefði áður verið mikið vandamál en með nýrri tækni horfði þetta til betri vegar. „En eins og er þá er þetta mjög efnilegt,” sagði Jens og bætti því við, að borað væri 30—40 metra á dag að jafnaði. Hann sagði, að við borunina niður í DB-mynd Hörður. 1900 metra hefðu fengizt 40 lítrar og nú hefðu fengizt 14 lítrar 1 viðbót. Hæsti hiti sem mælzt hefur í þessari holu er 152 gráður. Það var á 2727 m dýpi og er það hæsti hiti sem hefur mælzt á þessu svæði. Aðspurður sagði Jens að áform væru uppi um að bora fleiri slíkar djúpar holur bæði á Elliðaársvæðinu og Mos- fellsvaeðinu. Hvenær af þvi gæti orðið færi allt eftir fjárhagsstöðu Hita- veitunnar. Þess má að lokum geta að næstdýpsta borhola á landinu er á Akureyri og er hún 2820 metra djúp. •GAJ Er kirkjusókn æskulýðsins að rjúka upp úr öOu valdi? Fjöldi raðþjólanna fýrir l.des. kosningarHÍ: Verðandi vann Kosið var til 1. des. nefndar Háskóla lslands 1978 á laugardaginn. Verðandi, félag róttækra stúdenta, sigraði og hlaut 371 atkvæði, eða 57% atkvæða. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut 276 atkvæði eða 43% atkvæða. Auðir seðlar voru 25 og 1 ógildur. Kjörsókn var aðeins um 25%. Það verður því umræðuefni Verð- andimanna, Háskóli i auðvaldsþjóð- félagi, sem rætt verður 1. des. Vaka bauð fram umræðuefnið „1984” — Hvað verður ekki bannað. - JH utan Garðakirkju á Álftanesi á dögun- um kynni að benda til þess. Skýringin á fjölda hjólanna er þó ekki sú, heldur að þarna fór fram verðlaunaafhending f ný- afstöðnu reiðhjólaralli KFUM og K. Keppendur voru alls 264, bæði piltar og stúlkur, á aldrinum 12—15 ára. Vega- lengdin var Álftaneshringurínn sem er 10,3 km og á leiðinni voru 15 reiðhjóla- og torfæruþrautir. Keppni tók alls 5 klst. en keppendur voru ræstir þrír i einu með 20 sek. millibili. Það var KFUM og K sem stóð að keppninni i samvinnu við Umferðarráö og lögregluna. í lokin var safnazt saman I Garðakirkju og þar fengu sigurvegararnir bikar til eignar. Einn sigurvegaranna, Ingi Erlingsson, sigraði I sams konar keppni áríð 1976. -GAJ ■ an ■ wfKm • Eldhröð papplrsfærsla (11 lín./sek.) • Eldhröð prentun • Leyfilegt er að draga papplrinn upp með hendinni • Bæði Ijósaborð og strimill (mod 2251) • Stórir og skýrir stafir • Fullkomin kommusetning GISLII JOHNSEN Vesturgata 45 Reykjavík sími 27477 DÝPSTA BORHOLAN Á ÍSLANDI

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.