Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 15
I
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978.
11
Kvenhylfín eykst
hjá Travolta gæjum
— tvífarar hins eina sanna Travolta hafa ekki frið. Kannski
eigum við einn slíkan ?
Þeir eru ánægöir með sig, strákarnir
í Bandaríkjunum, sem eru svo heppnir
að líkjast Jóni Travolta. Einn þeirra er
David Stevens, 17 ára menntaskóla-
strákur i Illinois. Hann vann um
daginn 250 dollara verðlaun í
samkeppni, sem blað nokkurt þar í
landi efndi til um, hver væri líkastur
þessari frægu stjörnu.
En peningamir skiptu minnstu máli
fyrir David, aðalatriðið er að allar
stelpur vilja kynnast honum.
„Fólk stöðvar mig oft á götu og
spyr: „Ert þú ekki Jón Travolta?"
Þegar ég segi nei, þá er viðkvæðið
vanalega: „Vertu ekki með stæla, vist
ertu hann.” ”
Stelpurnar flykkjast að honum.
„Ég sat fyrir utan gistihús í New
York með pabba mínum og mömmu
þegar fjórar stelpur komu labbandi.
Þær höfðu séð mig út um glugga á
gistihúsinu og sögðu: „Þú ert svogasa-
lega líkur Jóni Travolta, að við
máttum til með að tala við þig.”
Davíð er sex feta hár og stundar
ákaft bæði körfubolta og fótbolta.Og
hann fer mikið á diskótekin.
„Þeir segja að ég sé ekki aðeins líkur
Jóni, heldur dansi ég lika eins og hann.
Og ég hef áhuga fyrir leiklist og hef
verið með í skólaleikritum. Að þvi
leyti eigum við Jón þó að minnsta
kosti eitthvað sameiginlegt.”
En það er ólíkt með þeim, að Davið
langar ekkert að verða kvikmynda-
stjarna. Hann ætlar í háskólann og
verða lyfjafræðingur.
Ætli Travolta eigi nokkra íslenzka
tvífara? Ef þið vitið um einhvern þá
látið okkur hérna á Dagblaðinu vita.
Jón Travolta?
Nei, þetta er nemandinn David
Stevens, einn af tvíförum Jóns.
VA...EN SU TYGGJOKULA
Tyggjó getur svo sannar-
lega komizt upp fyrir haus,
sagði þessi 10 ára snáði
áður en hann byrjaði að
blása. Hann blés og blés og
kúlan varð alltaf stœrri og
stœrri en bamm.... kúlan
sprakk og klístraðist um allt
andlit. Og það var sko
ekkert skemmtilegt fyrir
Keith Murphy að þrífa alh í
burt Hann þurfti að raka
augabrýnnar og klippa af
hárinu. En hvað með það,
það er svo gaman að blása
kúlu.
Ekki fylgdi það þó
sögunni hvað hann hefði
verið með mikið af
tyggígúmmí uppi í sér, en
það þarf allmikið til að blása
svona stóra kúlu.