Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978. Haliærisplaninu? Ilmandi, heitávaxta- súpa á Hall- ærisplani Eitt hundrað lítrar af heitri ávaxtasúpu runnu ljúflega niður um hálsana á nokkuð hundruð unglingum á Hallærisplaninu síðastliðið föstudagskvöld. Það var nístingskalt orðið, þegar leið að miðnættinu þetta kvöld. Um kl. 11 birtust örlátir ókunnir menn með hundrað lítra af Vilkó ávaxtasúpu og veittu á báða bóga. Súpan var ljúffeng og heit og var með þökkum þegin af plani hallærisins i afþreyingarmálum r.eykvískra unglinga. Eins og prúðbúnir veizlugestir komu unglingarnir í skipulegum röðum að heitum súpupottinum. Þar var ausið og síðan drukkið af hjartans lyst og ánægju. Plastmálin, sem veitt var í voru síðan sett í ílátin undan súpunni og þessir ókunnu Hróar hettir hurfu á braut. Ef tii vill er það eitthvað i þessa átt, sem vantar á hallærisplön æskunnar í borginni. Það hlýjar ólíkt betur að fá heita súpu í magann en pústra og hrindingar ofan á útsynninginn, sem virðist alltof áberandi lausn á vanda- málum æskunnar í Reykjavík. BS. Vakning hjá stúdentum Stúdentaráð Háskóla Íslands ætlar á næstunni að lífga upp á bæjarbraginn með reglulegum samkomum í Stúdéntaheimilinu við Hringbraut, ýmist i matsal eða Stúdentakjallara. Munu rithöfund- ar, tónlistarmenn og leikarar lýst sig fúsa til að koma fram þarna í vetur og leggja aðstandendur áherslu á að þarna sé um að ræða skemmtan fyrir alla borgarbúa, ekki aðeins stúdenta sjálfa. Um síðustu helgi las Pétur Gunnarsson rithöfundur upp úr nýrri bók sinni og Gylfi Gíslason myndlistar- maður opnaði sýningu á vatnslita- myndum i Stúdentakjallaranum. Á næstunni munu Þursa- flokkurinn og Alþýöuleikhúsið koma þarna fram og verða þær samkomur auglýstar nánar síðar. Segja aðstandendur að nú hafi aftur verið sótt um leyfi til veitinga á léttu víni í Stúdenta- kjallara og voru þeir vongóðir um að það leyfi fengist í þetta sinn.A.I. Fyrsta holræsið á Hellissandi Rotþrærnar eru úr sögunni á Hellissandi. Hér er unnið við holræsalögnina. DB-mynd: Þórarinn Ólafsson. Mikið hefur verið um fram- kvæmdir á vegum hreppsfélagsins á Hellissandi og Rifi í sumar. Byrjað var á að leggja holræsi um miðjan júlí og lauk fyrsta áfanga um síðustu mánaðamót. Fram til þessa hafa engin holræsi verið á Hellissandi, heldur hafa menn notast við rotþrær. Er því þessi framkvæmd mikið nauðsynjamál og jafnframt fagnaðarefni íbúanna. 1 Rifi er verið að Ijúka við að leggja slitlag á fjórar götur, sem eru botnlangar út frá aðalgötu þorpsins, um 250 metrar á lengd. Áður höfðu verið steyptar gang- stéttar og rennusteinn. HJ, Hellissandi. Nýi vegurinn um Tlðaskarð er illa farinn, þótt ekki sé nema rúmlega mánuður síðan hann var lagður. Oliumölin kostar um 10 milljónir á hvem kilómetra. Miklar skemmdir á mánaðar- gömlum vegarspotta fyrir50amliNfónir,Um#l Verulegar skemmdir hafa komið fram á nýjum 5 km löngum vegarkafla í grennd við Tíðaskarö á Kjalarnesi. Vegur þessi var lagður í byrjun síðasta mánaðar og bundinn olíumalarlagi. „Það er ekki alveg ljóst ennþá af hverju þessar skemmdir stafa,” sagði Helgi Hallgrimsson, yfirverk- fræðingur Vegagerðar rikisins, í sam- tali við fréttamann blaðsins. „Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins og Vegagerðin hafa unnið aðathugun á þessu.” Helgi sagði að aðallega væru þrlr kaflar á veginum illa farnir. Athugunin beindist nú að þvi hvort gallinn væri í olíumalarlaginu, lagningu þess eða undirbyggingu. Þrír aðilar eiga hlut að máli við vegarlagninguna: Framleiðandi olíumalarinnar, verktakinn sem lagði hana (og hefur oft áður lagt olíumöl fyrir Vegagerð ríkisins með góðum árangri) og siðan Vegagerðin sjálf, sem lagði til efni í jöfnunarlag í undir- byggingu. Helgi Hallgrímsson sagði að olíumölin á veginum kostaði um tíu milljónir á hvern kílómetra. Er því augljóst, að um er að ræða kostnaðar- samt tjón. Þessi vegarspotti er í beinu fram- haldi af Sverrisvegi, sem reyndist skemmdur eins og menn muna. -ÓV. Rannsókn á viðhorfum til hamlaðra á vinnumarkaðnum: JÁKVÆÐAST VIÐHORF TIL LÍKAMLEGA HAMLAÐRA Félagsvisindadeild Háskóla íslands hefur rannsakað viðhorf til hamlaðra á vinnumarkaðnum, á vegum Endurhæfingarráðs. Höfundar skýrslunnar eru Guðrún Jóhannes- dóttir, Haraldur Ólafsson og Þorbjörn Broddason. Höfundar skipta þeim jaðarhópum atvinnulífsins, sem um er fjallað i þrjá hópa: Þeir sem hafa skerta vinnugetu af likamlegum, andlegum eða félags- legum orsökum. Líkamleg hömlun er ýmist ásköpuð eða áunnin, þ.e. meðfædd eða tilkomin t.d. vegna slyss. Andlega hamlaðir hafa ekki páð eðlilegum vits- munaþroska, eða eru ekki í andlegu jafnvægi vegna sjúkdóms, þ.e. eiga við félagsleg aðlögunarvandamál að stríða. Félagslega hömluðum hefur ekki tekizt að aðlagast því þjóðfélagi, sem þeir lifa í, ýmist vegna skorts á hæfileikum að viðurkenna viðteknar venjur og viðmið í þjóðfélaginu eða vegna persónuleika þeirra. Félagslega hömlun er oft hægt að rekja til ákveðinna ytri þátta eins og afbrota, eiturlyfja og áfengisneyzlu. Höfundar rannsóknarinnar sýna fram á viðhorf ákveðins hóps til hamlaðra á vinnumarkaðnum. Um var að ræða 87 manna hóp, sem valinn var svo til af handahófi í 45 fyrirtækjum. Annars vegar voru 52 verkstjórar og atvinnurekendur, sem markaðnum, þar sem samanburðar- tölur eru ekki fyrir hendi. Viðhorf til hamlaðra er mjög mis- munandi eftir því hvers eðlis hömlunin er. Þeir sem hafa setið inni, þ.e. félagslega hamlaðir, eru einna verst settir. Þeir eru stimplaðir af dvöl sinni í fangelsi og var neitað um at- vinnu ýmist án athugasemda eða útilokaðir vegna eðlis brotsins. Þar á eftir komu áfengissjúklingar, sem ekki voru vinsælir starfsmenn vegna óstöðugleika í vinnu. Þar á eftir komu andlega hamlaðir, sem í mörgum tilfellum voru taldir annars flokks starfsmenn. Viðhorf til geðveikra var oft óttablandið, niðrandi og þeir teknir með fyrirvafa. Hins vegar var talið að þroskaheftir gætu gert ýmislegt væru þeim gefin tækifæri og þeim stjórnað. Viðhorfið var einna jákvæðast til einstaklinga sem voru líkamlega hamlaðir. Enginn neitaði líkamtega hömluðum beint um vinnu og í mörg- um tilvikum var húsnæðisaðstaðan svo slæm að erfitt var fyrir mjög líkamlega hamlaðan að komast leiðar sinnar á vinpustaðnum. í niðurlagi rannsóknarinnar segir að greinilegt sé að þörf sé á markvissri stefnumörkun í endurhæfingu og þjálfun hjá hinu opinbera. Líta verði á hinn almenna vinnumarkað sem loka- takmark og auka samræmi á mili raunhæfra aðgerða og skrifaðra laga. sáu um mannaráðningar og hins vegar 35 starfsmenn. Alls komu fram 165 hamlaðir í könnuninni og voru 107 ennþá við störf. Ekki voru allir þessir 107 stöðugir starfskraftar þar sem stór hópur þeirra var áfengissjúklingar, sem margir hverjir mættu óreglulega. Athyglisvert er hve margir fá aðstoð við útvegun atvinnu, eða 72%. Þáttur ýmissa stofnana er mjög mikill á þessu sviði eða 41%, og á það sér- staklega við andlega hamlaða. Enn fremur er þáttur vina og ættingja stór eða 31 %, en óvist er að hann sé stærri en aimennt gerist og gengur á vinnu- Fötlun fólks þarf hreint ekki að koma I veg fyrir að fólklð afkasti á við hvern annan í starfi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.