Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978. RABBIGLERHÚSI Það væri synd að segja að glerlist hefði verið mikið í sviðsljósinu hér á landi undanfarin ár. Að vísu eigum við einn ágætan listamann í steindu gleri, Leif Breiðfjörð, en öll hönnun á nytjahlutum eða öðrum fyrirbrigðum úr blásnu gleri virðist okkur framandi. Þó ætti það ekki að vera meiri fyrirhöfn að setja upp glerblásturað- stöðu en meðal keramíkverkstæði. Við hljótum því að fagna þvi frumkvæði sem Norræna húsið hefur tekið með mikilli sýningu á ýmiss konar gler- munum frá Norðurlöndum í tilefni af 10 ára afmæli sínu, en um þá sýningu verður fjallað nánar síðar. Til að ræða glerhönnun yfirleitt fékk blm. til liðs við sig þrjá ágæta hönnuði á því sviði sem unnu að því að setja upp sýninguna, Per Liitken, aðalhönnuð hinna þekktu Holmegaard verksmiðja í Danmörku og þau Gro Bergslien og Willy Johanson frá Hadeland fyrir- tækinu í Noregi en deild þeirra hefur vakið einna mesta athygli fyrir vandaðan og smekklegan frágang. Lutken er fjörlegur og brosmildur maður á miðjum aldri og undirstrikar mál sitt með miklum handasveiflum. Gro Bergslien er ákveðin kona, full- vissar sig um að hún sé ekki að tala við fagidjót áður en hún svarar fyrstu spurningunni en Willy Johanson var þeirra hógværastur en vissi hvað hann söng. Blm: Er hægt að segja að norrænt gler hafi einhver séreinkenni, sem hægt er að lýsa? Johanson: Ég veit það varla. Hvert land hefur sín sérstöku einkenni í gler- hönnun, en ég veit ekki um Norðurlöndin öll... Ltitken: Þetta er allt einn suðupottur, — ómögulegt að átta sig á heildinni. Bergslien: Það má kannski finna einhver formræn gildi sem eiga við heildina, — og þó. Lutken: Mér finnst margt likt með norsku og dönsku gleri. Hvað segið þið um það? Það er svipuð tilfinning í þessu tvennu, — lík tilfinning fyrir formi. Bergslien: Jú, ég get vel fallist á það. Finnska og sænska glerið er hins vegar sér á parti og það finnska hefur reynd- ar nokkra sérstöðu í glerhönnun á Norðurlöndum. Finnarnir virðast hugsa í harðari og stærri formum, — það er eitthvað massíft við glerið frá þeim. Það má alls staðar þekkja það úr. Ég veit ekki hvað skal segja um sænskt gler á þessum vettvangi. Við þyrftum talsmann þess hér. Kannski eru þeir alþjóðlegri en við hinir i sinni glerhönnun. Blm: Hvort er ykkur ofar í huga þeg- ar þið hannið nytjagrip, útlitið eða notagildið? LUtken: Þetta á absólútt að fara saman. Fallegt glas er ekki bara fallegt vegna rennilegrar lögunar, heldur einnig vegna þess að þessi lögun er gerð með varir og hendur þess sem drekkur I huga. Sérhannað gler er einnig sterkara en vélskorið gler og varir áratugum, öldum saman. Í þeim styrk liggur einnig fegurð. Sjáðu til, — litil dóttir mín var um daginn að Gro Bergslien - ■ Per Liitken (Ljósm. Kristján Magnússon) drekka úr vélskomu glasi og þá sprakk barmurinn og skar hana. Þarna var um slæmt glas að ræða, vegna þess að ekki var hugsað um allt það sem getur komið fyrir eitt glas. Bergslien: Þetta er líka spurning um samræmi. Það er slæm tilfinning sem Willy Johanson fylgir þvi að drekka dýrindis vín úr lélegu vélskornu glasi. Sérhannað konjaksglas er rétta umgjörðin utan um úrvals konjak. Lútken: Ég reyni ávallt að gefa hverju glasi sem ég hanna sérstakan karakter, — vinna það af innlifun. Maður gerir þetta oft með því að breyta örlítið um áherslur, sjáðu (teiknar klunnalegt viskiglas, hækkar síðan barm þess ögn öðrum megin og býr til sveigju á hann....) — nú er orðið þægilegra að halda utan um glasið og tilbrigðin gleðja augað. Blm: Finnst ykkur nokkurn timann sem þiö séuö aö búa til munaðarvöru? Lutken: Tja, — góð spurning. Ég hef eiginlega aldrei hugsað mikið út í þetta. Er þetta ekki bara spurning um það hvort maður vill fá góðan grip eða miðlungsvöru? Þá þarf maður að greiða aðeins meira fyrir það góða. Bergslien: Ég held að okkar vara sé alls ekki dýr, miðað við margt annað. Það liggur mikil vinna á bak við hvern grip. Ég veit eiginlega ekki hvað þú átt við þegar þú talar um „munaðarvöru”.... Johanson: 1 þessum umræðum megum við ekki gleyma hlutverki gler- blásaranna. Án þeirra væri ekkert hægt að gera. Blm: Hafið þið blásið ykkar eigið gler? Johanson: Jú, það hef ég gert. Nú vinnur maður með blásurunum, fylgist með hverri hreyfingu þeirra. Þeir eru reglulegir listamenn sumir og hæfileikinn gengur oft i ættir. Bergslien: Þetta er afar náið samstarf. Hönnuður og blásari verða áð hugsa i takt, eins og samvaxnir tvíburar. Lútken: Vélin getur aldrei komið í staðinn fyrir þá vinnu. Að vísu hafa Frakkar framleitt vélskorna glervöru sem er hreint ekki slæm, — glettilega góð oft. En við höfum svo mikla þörf fyrir hið einstaka, sérstaka, á öld fjöldaframleiðslunnar og vélmenning- arinnar. Blm: Hafið þið velt fyrir ykkur þessum umræðum um listgildi hönnunar, sem átt hafa sér stað viða um lönd síðustu ár? Bergslien: Ég hef lítinn áhuga á þeim. Mér dettur ekki í hug að velta vöngum yfir því hvort ég sé að búa til nytja- hlut” eða „listaverk”. Ég bý til gripi sem veita mér ánægju og vil ekki láta flokka mig sem listamann eða hönnuð. Blm: En ef eitthvert galleri vildi fá hluti eftir þig á skúlptúrsýningu? Bergslien: Ég yrði ósköp ánægð, — það væru gullhamrar, en ég yrði ekki andvakaútafþvi. Lútken: Góð hönnun og góð list hlýtur að eiga eitthvað sameiginlegt. Guð má vita hvað það er. En hönnun erekkialltaf listræn. Blm: Hver er afstaða ykkar til „kitsch” hluta, þ.e. alls kyns fjölda- framleiddrar búðarvöru úr gleri eða leir? Lútken: Hún er oft ansi slæm og gerð án nokkurrar innlifunar eða alúðar. En hún er nauðsynleg, held ég. Hún er nefnilega andstæðingur sem gaman er að berjast við. Hún hleypir í mann miklum móð. Johanson: Maður finnur oft elskulega einlægni i slíkum hlutum og þeir eru stundum bara vel gerðir. Bergslien: Það er lika nauðsynlegt fyrir góða hönnuði að búa til slíka hluti öðru hvoru — þið vitið, eitthvað alveg óskaplega yfirgengilegt og kannski ósmekklegt, bara til að fá út- rás og lofa undirmeðvitundinni að ráða. Út úr þvi koma oft hugmyndir aðnýjum gripum. Blm: Af hverju haldið þið að gler- hönnun hafi ekki fest rætur hér á Íslandi? Lútken: Nú veit ég ekki. lsland hefur allt til þess. Ódýrt rafmagn, sand, list- rænt fólk. Ljósið hér er aldeilis maka- laust — ég er viss um að lslendingar gætu gert stóra hluti í glerhönnun. Þeir gætu jafnvel komið af stað byltingu i - glerhönnun á Norðurlöndum. Per Lútken mun halda fyrirlestur um glerhönnun I Norræna húsinu annað kvöld, 25. október, kl. 20.30, en sýningin sjálf stendur til 12. nóvember. •A.I. Gler frá Hadeland verksmiðjunni f Noregi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.