Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 10
10 BIABIÐ frfálst, áháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Krístjansson. Fróttastjórí: Jón Birgir Pétursson. RitstjómarfuUtrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar. Jó- hannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aflstoðarfréttastjórar. Atfi Steinarsson og ómar Valdi- marsson. Menningarmál: Aöalsteinn Ingótfsson. Handrit Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, EHn Afcerts- dóttir, Gtosur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Pálsson. Ljósmyndir: Arí Kristínsson, Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlorfsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurflsson, Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorierfsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhotti 11. Aflabimi blaflsins er 27022 (10 línuri. Áskríft 2400 kr. á mánuði inrymlands. I laurásöki 120 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skerfunni 10. Dæmi um valdalosta Mikla athygli vakti frásögn Dagblaðs- ins á laugardaginn af tilraunum ríkis- valdsins til að græða 356 þúsund krónur á heyrnardeyfu ungs drengs. Mál þetta er dæmigert um kerfið og embættismenn þess. Heyrnardeyfa drengsins er þess eðlis, að venjulegt heyrnartæki dugir honum ekki til náms í almennum --''ólum. Fyrir 369 þúsund krónur er hins vegar unnt að kaupa sérstakt tæki, sem gerir honum þetta kleift. Ef drengurinn fær tækið, getur hann lifað venjulegu lífi og fengið sams konar menntun og aðrir fá. Að öðrum kosti verður hann sennilega að fara í heyrnleysingjaskól- ann, þótt hann eigi þangað ekki erindi. Sá skóli er miðaður við algert heyrnarleysi. Mest rækt er þar lögð við að kenna börnum að lesa, en það kann þessi drengur þegar. Má því búast við, að án hins dýra heyrnartækis muni drengurinn dragast töluvert aftur úr venjulegum börnum. Nú skyldu menn ætla, að svokallað velferðarríki hafi efni á að kaupa svona tæki handa drengnum. Þetta ríki hefur að minnsta kosti efni á að senda menn í hrönnum til afvötnunar í önnur lönd fyrir hálfa milljón á mann. En drengurinn nýtur ekki sömu mannréttinda og brennivínsmennirnir. Hann verður sjálfur að borga sínar 369 þúsynd krónur. Og þar á ofan vill ríkið hafa af honum 356 þúsund krónur í lúxustoll, vörugjald og sölu- skatt. 725 þúsund krónur á drengurinn samtals að borga fyrir heyrnartækið. Virðist svo sem kerfið hafi nú loksins fundið breiða bakið í þjóðfélaginu, er það ætlast til, að drengurinn borgi langleiðina einn afvötnunarleiðangur fyrir ríkið ofan á sjálft tækisverðið. Margt er búið að reyna til að hafa kerfið og embættis- menn þess ofan af græðginni í þessu máli, en ekkert hafði enn gengið, þegar fréttin birtist. Einhver mannvits- brekkan í kerfinu hafði meira að segja fundið upp á því að hækka heyrnartækið upp í lúxustoll. Þeim, sem fylgjast með kerfinu og embættismönnum þess, er vel kunnugt um, að lög og reglur eru iðulega þverbrotnar til að þóknast gæðingum kerfisins. Á sama tíma hanga embættismennirnir dauðahaldi í bókstafn- um, ef almenningur á í hlut. Það er eins og menn ummyndist af umgengni við völd- in í þjóðfélaginu. Dagfarsprúðir menn verða að hreinum ómennum. Einstaka menn virðast beinlínis haldnir valdalosta. Og er þeirri kenningu hér haldið fram að vel athuguðu máli. Embættismenn á ótal stöðum í kerfinu virðast hafa órjúfanlega samstöðu gegn drengnum, sem hér er fjallað um. Úr þeirri samstöðu virðist aðeins hafa kvarnast á einúm stað. Heyrnardeild Heilsuverndarstöðvarinnar hefur hjálpað aðstandendum drengsins um myrkviði kerfisins, þar sem hver vísar á annan. Ábyrgðin liggur endanlega hjá Tómasi Árnasyni fjár- málaráðherra, Ragnari Arnalds menntamálaráðherra og Magnúsi Magnússyni tryggingaráðherra. Ef þeir nenna, er leikur einn að kippa málinu í liðinn. Og slíkri lag- færingu ætti raunar að fylgja opinberar ákúrur í garð þeirra embættismanna, sem ekki hafa reynzt starfi sínu vaxnir. Ráðherrarrfir eru ekki aðeins hvattir til að géfa eftir ránsfeng ríkisins, heldur einnig að láta ríkið beinlínis kaupa tækið. Þeir hafa áreiðanlega séð það svartara, þegar gæðingarnir eru annars vegar. t— "".... Danmörk: DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24.0KTÓBER 1978. Erfitt aö fá lær- linga til afgreiðslustarfa — þrátt fyrir mikið atvinnuleysi meðal unglinga Erfiðlega gengur að fá danska ungl- inga til að hefja störf í verzlunum þar í landi. Svo virðist sem þeim liki ekki vinnutíminn og vilji fremur komast i störf á skrifstofum og lik störf. Þetta kom fram hjá starfsleiðbein- anda einum, sem var að svara fyrir- spurn frá kaupmanni einum í Glostrup en hann furðaði sig á því að geta ekki fengið verzlunarlærling i verzlun sina. Þótti honum það skrítið á sama tima og mikið er talað um at- vinnuleysi og þá ekki sizt hjá ungu fólki. Starfsleiðbeinandinn danski sagði að allir þeir nemendur sem komu siðastliðið vor úr skólunum með undirbúningsmenntun til ýmiss konar verzlunar- og skrifstofustarfa hafi hreint og beint allir verið búnir að fá vinnu. Flestir hafi þeir farið á skrif- stofur fremur en í verzlanir. í Dan- mörku er því þannig háttað að störf á skrifstofum og i verzlunum eru hafin á V Undanfarnar vikur hefur mikið verið ritað og rætt um riðuveiki í sauðfé. Skoðanir eru skiptar hvað skuli gera, en sauðfjársjúkdómanefnd hefur lagt til að fé verði skorið niður á nokkrum bæjum, þar sem veikinnar hefur orðið vart. Fyrst og fremst verði það framkvæmt þar sem veikin hefur fundist fyrir tiltölulega stuttu og er ekki útbreidd í viðkomandi sveit. Enn- fremur hefur verið lagt til aö styrkja varnargirðingar. Þær aðgerðir sem nú er gripið til eru fyrst og fremst geröar 1 tilraunaskyni, því ekki þykir ráðlegt að fara út í stór- felldan niðurskurð, eða leggja i óhemjumikinn kostnaö við endurnýj- un vamargirðinga eða þá setja upp nýjar, fyrr en vitað verður um árangur þess niðurskurðar sem nú er fyrirhug- aður. Það er ekki ný saga, að bændur hafi barist við búfjársjúkdóma, það eru aðeins liöin 13 ár frá því að síðast var vart við mæðiveiki hér á landi, það var á bæ einum í Mýrasýslu haustið 1965. Þar sem gera má ráð fyrir að margir lesendur Dagblaðsins hafi aðeins óljósar hugmyndir um þá miklu og langvinnu baráttu, sem háð var gegn þeim sjúkdómum sem bárust til landsins árið 1933, mun sú saga verða rakin lítils háttar hér á eftir. Innflutningur Karakúlfjárins í júlí árið 1933 voru fluttar hingað til lands á vegum ríkisstjórnarinnar 20 kindur, 15 hrútar og 5 ær af Karakúl- kyni. Þessar kindur voru keyptar af búfjárræktardeild háskólans í Halle í Þýskalandi. Vottorð undirrituð af dýralæknum fylgdu með, þar sem ábyrgst var, að kindurnar væru hraustar og heilbrigðar. Í tvo mánuði voru kindurnar hafðar í einangrun í Þerney. Siðan voru 13 hrútar seldir bændum, en ánum og tveim hrútum komið fyrir á Hólum í Hjaltadal. Tilgangurinn með þessum innflutningi var að auka arðsemi sauðfjár- ræktarinnar. Það átti að gerast með því að blanda Karakúlfénu við islenskt fé og framleiða verðmæt unglamba- skinn. Þá var meðalverð á dilkum um 10 kr., en búist var við, að fyrir bestu skinnin gætu fengist allt að 100 kr. Útbreiðsla sauð- fjársjúkdómanna Sjúkdómar bárust með Karakúl- fénu a.m.k. á 7 staði á landinu. Mæði- Kjallarinn Agnar Guðnason sýslu og A-Skaftafellssýslu, virtust ekki hafa sýkt út frá sér. Mæðiveikin barst ótrúlega fljótt um mikinn hluta landsins, vestan frá Þjórsá og norður um land. Árið 1944 kom veikin upp á einum bæ fyrir austan Þjórsá, þótt girðing og varsla væri með ánni frá 1938. Sjúkar kindur fundust í Árnes- hreppi á Ströndum og um áramótin 1947—’48 sannaðist mæðiveiki á tveim bæjum í Mýrdalnum. Mæðiveikin gekk oft undir nafninu borgfirska mæðiveikin til aðgreiningar frá þurramæði, sem stundum var kölluð þingeyska mæðiveikin. Sú fyrr- nefnda var svo skæð að það kom fyrir að nær allur fjárstofn einstakra bænda hrundi niður á tveim til þrem árum. Á árunum eftir 1940 barst þurramæðin út frá S.-Þingeyjarsýslu austan Skjálf- andafljóts og að Jökulsá á Fjöllum. Fljótlega varð hennar einnig vart í Eyjafjarðarsýslu og síðan varð hún út- breidd um allt svæðið þar sem borg- firska masðiveikin hafði herjað sunnan- og vestanlands. Reynslan varð að sú mæðiveiki, sem fyrst kom upp i Deildartungu náði mikilli útbreiðslu, allt frá Þjórsá vestur og norður að Héraðsvötnum, ef frá er talið Snæfellsnesið og Vestfirðir. Þurramæðin var aftur á móti á Snæfellsnesi og víðar. Fjárdauði af völdum þurramæðinnar var einnig mjög mikill. Garnaveikin breiddist einnig út um landið, en hefur aldrei verið eins1 skæður sjúkdómur og mæðiveikin. Um og eftir 1950 var farið að bölusetja fé gegn garnaveiki og hefur það dugað vel. Nautgripir smitast einnig af garnaveiki. veiki kom upp í Deildartungu í Borgar- firði, þurramæði í Reykjadal i S.-Þing- eyjarsýslu og garnaveiki kom upp á 5 stöðum. Þeir hrútar sem farið var með í Strandasýslu, V-Húnavatns- Sauðfjár- sjúkdómanefnd Fyrstu lög um vamir gegn þessum fjárpestum voru sett 1936. Þar var gert ráð fyrir rannsóknum á fé í Borg-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.