Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978. 7 Bandaríkin: Bamalæknar vilja banna sjónvarps- auglýsingar bama —styðja sams konar kröf ur foreldrasamtaka og kennara og segja bömin þjást af „gefðu mér” sjúkdómi Erlendar fréttir REUTER Egyptaland: Sadat vill breytingar á friðarskil- málunum Sadat forseti Egyptalands er sagður hafa krafizt ýmiss konar breytinga á þeim drögum að friðar- samningum milli ísraels og Egyptalands, sem gengið var frá í Washington i fyrradag. Er hann sagður hafa falið varnarmálaráð- herra sínum Kamal Hassan að krefjast þessara breytinga á friðar- fundinum. Ekki er ljóst hvenær þeir muni halda áfram. Bandarískir barnalæknar telja nauðsynlegt að koma í veg fyrir að auglýsingum í sjónvarpi sé beint tii barna. Hugleiða þeir að hefjast handa um að slikar auglýsingar verði bann- aðar. Hafi þær mjög slæm áhrif á and- lega heilsu og valdi meðal annars sjúk- dómi sem kalla má „gefðu mér” sjúk- dóm. Lýsi þessi sjúkdómur sér á þann hátt að börnin hrópi stöðugt gefðu mér ef þau sjá eitthvað sem þau langar til að fá eða eignast. Að meðaltali fylgist bandarískt barn með um það bil tuttugu þúsund sjón- varpsauglýsingum á ári samkvæmt rannsóknum þarlendra uppeldisfræð- inga. Segja þeir að auglýsingar sem beint væri að börnum væru að því leytinu óréttlátar og hugsanlega hættulegar vegna þess að barnið skortir dómgreind til að meta þær á sama hátt og fullorðnir. „Gefðu mér” sjúkdómurinn væri nú eitt helzta vandamál foreldra. Talsmaður barnalækna hefur til- kynnt að samtök þeirra muni beita sér fyrir banni á sjónvarpsauglýsingum svo fremi sem eigendur sjónvarps- stöðva láti sér ekki segjast og dragi úr auglýsingum ætluðum börnum. Samkvæmt rannsóknum opinberra aðila i Bandaríkjunum verja börn þar í landi þriðjungi af þeim tíma sem þau eru vakandi fyrir framan sjónvarps- skjáinn. Er þá átt við börn sem ekki eru farin að sækja skóla. 1 einni könn- uninni voru börnin spurð hvort þau kysu heldur að hafa föður sinn hjá sér eða sjónvarpið. 44% þeirra svöruðu að þau vildu heldur sjónvarpið. Með áðurgreindri kröfu sinni hafa barnalæknar tekið undir með forsvars- mönnum foreldrasamtaka og kennara um að dregið verði úr auglýsingum ætluðum til að ná eyrum og augum barna í Bandaríkjunum. Israelsmönnum og Egyptum virðist vera að takast að ganga frá friðarsamnmgum sin á milli. Samningafundir hafa farið fram f Washington undir göðri handleiðslu Jimmy Carters Bandarfkjaforseta, sem mun hafa grípið inn á erfiðum stundum í samningunum. Ítalía: Páfinn ætlar að heimsækja Pólland næsta vor Jóhannes Páll annar páfi hefur sagt að hann hafi mikinn hug á að heimsækja föðurland sitt, Pólland, á næsta vori. Sérstaklega hefur hann mikinn áhuga á að koma til Kraká, borgarinnar þar sem hann var erkibiskup. Segir páfi að mjög erfitt verði fyrir sig að eiga ekki afturkvæmt til Póllands til lang- frama. En hann hlýði vilja guðs. GANGA FRJALSIR Sovétmennirnir tveir sem fundnir hafa verið sekir um njósnir fyrir Sovétrfkin f Bandarikjunum unnu hjá Sameinuðu þjóðunum. Dómur hefur ekki verið kveðinn upp yfir þeim félögum en á meðan svo er hefur verið fallizt á að þeir fái að fara um frjálsir en á ábyrgð sovézka sendiherrans. Frakkland: Verkföll lama sigling- ar, póst og sjónvarpið Búizt var við að franskir póstmenn og starfsmenn sjónvarpsstöðva hæfu verk- föll i morgun og með þvi lama alla póst- flutninga og sjónvarpssendingar um óákveðinn tíma. Stór hluti hafnarverka- manna hefur verið í verkfalli í nokkra daga og með þvi truflað flutninga um hafnir landsins. Þessar verkfallsaðgerðir koma ekki á óvárt og í raun má segja að fyrir þvi hafi skapazt viss hefð að franskir launþegar þrýsti á með launa- kröfur á hverju hausti. Samgöngur við Miðjarðarhafseyna Korsíku lögðust nær því niður í gær vegna verkfalls sjómanna og vörubif- reiðarstjóra á eynni. Siglingar á milli Suður-Frakklands og Korsíku hafa nær því algjörlega stöðvazt ogbifreiðarstjórar vöruflutningabílanna hafa brugðizt reiðir við og lokað öllum aðkomuleiðum að höfnunum á landi i mótmælaskyni við verkfall sjómannanna. Miklar tafir hafa verið á afgreiðslu um aðrar hafnir í Frakklandi. Cher- bourg, mikil aðflutningsborg á milli Eng- lands og Frakklands, var nær þvi lokuð í gær. Ein meginástæðan fyrir verkfalli franskra sjómanna, auk venjubundinna launakrafna, mun vera óánægja með að ráðnir skuli vera margir Asíubúar á frönsk skip. Búizt er við að aðgerðir franskra póstmanna muni standa yfir i fjóra daga. Ekki er Ijóst hvaö sjónvarps- starfsmenn hyggjast fyrir. GigYoung: Eiginkona og systir fá arfinn Helmingur eigna leikarans Gig Young átti að ganga til eiginkonu hans, sem hann skaut í höfuðið áður en hann réði sér sjálfur bana í síðustu viku. Kom þetta í Ijós, er erfðaskrá hans var opnuð í gær en dagsetning hennar var í júní síðastliðnum. Hinn helmingur eigna leikarans átti að renna til systur hans. Sú mun þó væntanlega hljóta allar eigur Young þar sem samkvæmt ákvæðum erfða- skrárinnar átti sú sem lifði hina að hljóta allan arf. Fjórar fyrri eiginkonur Young munu ekki fá einn eyri af eignum hans en dóttir einnar þeirra skal samkvæmt skránni hljóta tíu dollara. Ekki er ljóst hversu miklu eignir leikarans nema. Hann var 60 ára er hann lézt. Kom lögreglan að honum I hótelíbúð ásamt 31 árs gamalli eiginkonu en þau höfðu gengið i hjónaband þrem vikum áður. Var þá Young með byssu i hendi og bæði látin. í erfðaskránni voru einnig ákvæði um greiðslu 7500 dollara til Harriette Douglas fyrrverandi leikkonu, sem sjá mun um útför leikarans.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.