Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978
BIAÐIÐ
Útgefandi: Dagblaöið hf. mm Jjmmmmmm j <
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsébn. RHsfjóri: Jónas Kristjónsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Rrtstjómarfulitrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjóman Jó-
hannos Reykdal. iþróttin Hallur Slmonarson. Aöstoðarfróttastjórar. Adi Steinarsson og Ómar Valdi-
marsson. Menningarmól: Aöateteinn Ingólfsson. Handrit Asgrimur Pólsson.
Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragl Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, ENn Afcerts*
dóttir, Gtesur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraidsson,
Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Póteson.
Ljósmyndir: Ari Kristinsson, Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson,
Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóösson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiösla, óskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þvertiolti 11.
Aöabimi blaösins er 27022 (10 línur). Áskríft 2400 kr. ó mónuöi inrpnlands. í lausasölu 120 kr. eintakíð.
Setning og umbrot Dagblaðiö hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: HHmir hf. Siðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. Skeifunni 10.
Þrasað utan dagskrár
Hversdagslegur ágreiningur reis fyrir
helgina um, hvort Tómas Árnason fjár-
málaráðherra ætti eða mætti sýna um-
boðsmönnum þrýstihópa fjárlagafrum-
varpið, áður en hann sýndi það þing-
mönnum með því að leggja það fyrir al-
þingi.
Fjármálaráðherra kynnti á sérstökum fundi megin-
stefnu frumvarpsins fyrir umboðsmönnum þrýstihópa
vinnumarkaðarins, en vildi ekki fara út í einstök atriði
þess. Kristján Thorlacius, formaður opinberra starfs-
manna, var óánægður með upplýsingatregðu ráðherr-
ans.
Afstaða Kristjáns var eðlileg, því að taka ákvarðana
opinberra aðila er yfirleitt allt of lokuð hér á landi. Al-
menningur og þrýstihópar standa hvað eftir annað and-
spænis gerðum hlutum og eiga erfitt með að knýja fram
breytingar.
Áfstaða ráðherrans var líka eðlileg, því að hann er
bundinn hinu lokaða kerfi. Þótt hann vildi, gæti hann
ekki brotizt undan því upp á sitt eindæmi. Hann má ekki
baka sér reiði samstarfsmanna í ríkisstjórn og stjórnar-
flokkum.
Síðan gerðist það á mánudaginn, að alþingi varði heil-
um vinnudegi í að ræða, hvort rétt hafi verið skýrt frá
þessum ágreiningi í fjölmiðlum. Voru helztu kjaftaskúm-
ar alþingis svo óðamála, að dagurinn nægði ekki. Varð
að fresta umræðunni til morguns.
Umræðan á alþingi varpaði engu nýju ljósi á frétta-
flutning af hinu hversdagslega máli. Úr fjarlægð virtist
umræðan algerlega óþörf, nema til að þjálfa þingmenn í
kjaftavaðli, unz zetan kemst aftur á dagskrá.
Þyngstu ábyrgðina á þessari vitleysu ber Ólafur
Ragnar Grímsson, sem kvaddi sér hljóðs utan dagskrár
um þetta nauðaómerkilega mál. Krafðist hann leiðrétt-
ingar fjármálaráðherra á villandi fréttaflutningi.
Ráðherra kom síðan í pontuna og endurtók það, sem
menn vissu þegar úr fjölmiðlum og skýrt hefur verið frá
hér að framan. Þetta hefði átt að nægja. Tafir alþingis
frá vinnu hefðu orðið litlar og Ólafur Ragnar einn orðið
sér til skammar.
En nú ruddist hver þrasarinn á fætur öðrum upp í
ieðustól, unz slíta varð fundi, áður en málið yrði útrætt.
pannig var vandamál eins þingmanns gert að vandamál-
um margra þingmanna og alþingis í heild. Umræður
utan dagskrár á alþingi verða eyðilagðar með þessum
hætti.
Umræður utan dagskrár eru nauðsynlegar endrum og
eins til að varpa kastljósi að sérstaklega brýnu vandamáli
þjóðarinnar. Nokkuð hefur hins vegar borið á, að ein-
stakir þingmenn noti þessi afbrigði fundarskapa til að
varpa kastljósi að sjálfum sér.
Nokkrum sinnum hefur komið til tals, að of mikill tími
færi á alþingi í umræður utan dagskrár og í umræður um
fyrirspurnir. Jafnframt væri of lítill tími aflögu til eigin-
legra löggjafarstarfa.
Hinu hefur jafnframt verið haldið fram, að umræður
utan dagskrár og um fyrirspurnir væru ekki síður nauð-
synlegar en umræður um lagafrumvörp. Vandinn væri
sá einn, að þingmenn yrðu að hafa á sér aga og ekki hefja
slíkar umræður nema af ærnu tilefni.
Þingmenn ættu nú að láta frumhlaup Ólafs Ragnars
sér að kenningu verða, halda í hófi sjálfsauglýsingum
utan dagskrár og í fyrirspurnum. Þeir þurfa að gæta
reisnar alþingis og mega ekki spilla sérstæðu fundarformi
með ofnotkun.
Líbanon:
Eru leiðtogar krist-
inna hægrimanna að
einangrast fráfólki?
— leiðtogar annarra arabaríkja leita annarra f oringja til
að koma á friði íhinu stríðshrjáða landi
Undanfarið hefur mjög gætt vax-
andi gagnrýni almennra kristinna
manna á afstöðu hinna hægrisinnuðu
leiðtoga sinna. Fyrir nokkrum dögum
sagði einn slíkur að ef þessir leiðtogar
kysu sér það hlutskipti að ganga út í
opinn dauðann, ætti að leyfa þeim
það. Venjulegir kristnir íbúar Líbanon
ættu aftur á móti að snúa sér að því
verkefni að lifa og búá með hinum
múhameðsku meðbræðrum sínum í
friði og kærleika.
Sá sem lét þessi orð falla er þekktur
maður í hópi kristinna í landinu og
þykja orð hans spegla þann ágreining
sem kominn er upp meðal þessa hóps
þar í landi. Er talið að hinum friðar-
sinnuðu meðal kristinna fari stöðugt
fjölgandi, jafnvel svo að þeir séu
orðnir í meirihluta I Líbanon.
Ef svo er komið, getur fimm þúsund
manna hópur kristinna hægrimanna
sem undanfama mánuði hefur barizt á
móti friðargæzlusveitum arababanda-
lagsins, að mestu skipuðum sýrlenzk-
um hermönnum, tæpast talizt berjast
fyrir markmiðum meirihluta kristinha
manna. Hafa sveitirnar átt að gæta
friðar í Líbanon. Hefur það verkefni
þó þótt takast misjafnlega.
Mörgum þykir raunin hafa orð-
ið sú, að sýrlenzku hermennirnir
hafi stutt múhameðstrúarmenn en
hinir kristnu aftur á móti notið að-
stoðar ísraelsmanna, sem til dæmis
hafa komið til þeirra vopnasendingum
á nóttunni.
Þegar talað er um að leiðtogar krist-
inna eigi að fá leyfi til að ganga út í
opinn dauðann er að líkindum verið'
að vitna í bréf, sem einn þeirra ritaði á
sínum tíma til utanríkisráðherra ar-
abalandanna. Bréfritarinn var Pierre
Gemayel, annar tveggja aðalforingja
kristinna og nokkurs konar ættarhöfð-
ingi. Sagði hann að þó verið gæti að
hann og fólk hans gæti ekki sigrað í
hinu mannskæða borgarastríði, gætu
þeir í það minnsta barizt til síðasta
manns. Hingað til hefur kannski mátt
lita á baráttu kristinna Líbana sem
nokkurs konar sjálfsmorð. Hinn
höfuðleiðtogi kristinna, Camille Cha-
moun, hefur einnig látið frá sér fara
yfirlýsingar I sama dúr og fram komu í
bréfinu til utanríkisráðherranna.
Spurningin er nú aðeins um það
hversu mikið mark má taka á þessum
mönnum sem talsmönnum meirihluta
kristinna í Libanon.
Þessir tveir gömlu leiðtogar hafa
barizt af hörku gegn öllu því sem
sumir aðrir kristnir leiðtogar kalla
skynsamlegar lausnir á deilum
múhameðstrúarmanna og kristinna.
Nýlega lét einnig Lois de Guiringaud,
utanríkisráðherra Frakka, þau orð
falla að hemaðarsinnar meðal krist-
inna hægrimanna ættu mesta sök á
því hve málum væri nú sorglega
komið í Líbanon.
Á þá áðurnefndur Chamoun, sem
reyndar var forseti landsins við lok
sjötta áratugarins, að hafa kallað
franska ráðherrann öllum illum nöfn-
um og orð hans tóma lygi.
Leiðtogar annarra arabaríkja hafa
lengi haft áhyggjur af ástandinu i
Blessuð skrif-
finnskan í öllum
sínum glæsileik
Nokkur orð um fasteignamatið
Árið 1970 tók nýtt fasteignamat
gildi. Mikil vinna var lögð I
gagnasöfnun I þessu sambandi, t.d.
fékk fasteignamatið afrit af öllum
húsateikningum hjá byggingarfulltrúa
Reykjavíkur og meira að segja í
mörgum tilfellum fengu þeir sam-
kvæmt beiðni sömu teikninguna aftur
og aftur.
Strax kom I ljós að matið var stór-
gallað. Upplýsingum safnað um hluti
sem komu matinu sem slíku sáralítið
eða ekkert við. Átakanlegustu dæmin
voru þó í upphafi matið á gömlum
timburhúsum, bilskúrum og lóðum.
Ný fasteignalög voru samþykkt
1976 og samkvæmt 9. gr. þeirra hefur
fasteignamatið ekki aðeins krafið
sveitarfélögin um upplýsingar, heldur
að fyrir þá væru gerðir ýmsir út-
reikningar.
Maður skyldi nú ætla að matið væri
orðið harla gott og ég ætla nú að leyfa
mér að taka nokkur dæmi af
handahófi.
Lóðarmat á fm í einbýlishúsi við Steinagerði er 3.808,-
Lóðarmat á fm í einbýlishúsi við Grundarland er 3215..
Lóðarmat á fm í einbýlishúsi við Hlyngerði er 8.039,-
Lóðarmat á fm í fjölbýlishúsi við Espigerði er 12.593,-
Lóðarmat á fm í einbýlishúsi við Vorsabæ er 2 654 -
Mér finnst augljóst að I þessu er
engin heil brú, en ætli húsamatið sé
betra.
Timburhús. kr.
Matá rúmm í einbýtisnúsum við Steinagerði er 18.361.-
Mat á rúmm í einbýlishúsum við Tjarnargötu er 13.714,-
Matárúmm í ráðherrabúst. við Tjarnargötu er 10.576.-
Mat á rúmm í einbýlishúsi við Stýrimannastíg er 12.924.-
Eins og sjá má er Smáíbúðahverfið,
sem byggt var af vanefnum, langhæst
í mati.
Steinhús. kr.
Mat á rúmm í einbýlishúsi við Steinagerði er 18.724.-
Mat á rúmm í einbýlishúsi við Geitastekk er 27.590.-
' MatárúmmíraðhúsiviðGiljalander 23.557.-
Mat á rúmm í einbýlishúsi við Grundarland er 19.450,-
Mat á rúmm í tvíbýlishúsi við Tjarnargötu er 18.072,-
Matárúmm í einbýlishúsi við Freyjugötu er 17.582.-
Mat á rúmm í einbýlishúsi við Heiðargerði er 25.686.-
Mat á rúmm í einbýlishúsi við Hléskóga er 25.531.-
Mat á rúmm í einbýlishúsi við Hlyngerði er 21.955.-
Matárúmm í einbýlishúsi við Hlyngerði er 21.661.-
V
Þarna er munur minni heldur en í
mati timburhúsanna og lóðanna, en
þó alltof mikill og getur engan veginn
staðist.
Bilskúrar. kr.
Matárúmm í bílskúr við Steinagerði er 16.527,-
Mat á rúmm I bílskúr við Steinagerði er 14.337.-
Mat á rúmm I bílskúr við Hléskóga er 19.282.-
Mat á rúmm I bílskúr við Hjallaveg er 16.576,-
Mat á rúmm i bílskúr við Heiðargerði er 13.822,-
Mat á rúmm í bílskúr við Grundarland er 13.090.-
Mat á rúmm í bilskúr við Grundargerði er 9.979.-
Allir sjá að þetta er allt of mikill
munur og getur engan veginn staðist
að rúmmetri í bílskúr er í mörgum
tilfellum metinn hærra en I íbúðar-
húsum.
Fjölbýlishús.
Mat á rúmm í fjölbýlishúsum við Espigerði er 21.494.-
Mat á rúmm í fjölbýlishúsum við Espigerði er 21.134,-
Mat á rúmm í fjölbýlishúsum við Fifusel er 13.834,-
Mat á rúmm I fjölbýlishúsum við Flókagötu er 23.858.-
Mat á rúmm í fjölbýlishúsum við Flúðasel er 16.118,-
Mat á rúmm í fjölbýlishúsum við Furugerði er 21.123,-
Mat á rúmm í fjölbýlishúsum við Grensásveg er 22.288.-
Mat á rúmm í fjölbýlishúsum við Grettisgötu er 18.229.-
Mat á rúmm í fjölbýlishúsum við Stóragerði er 23.197.-
Mat á rúmm í fjölbýlishúsum við Kleppsveg er 24.089,-
Mat á rúmm I fjölbýlishúsum við Lönguhlíð er 21.495.-