Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 15
15 N DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 Ljöð uppi á sykurpíramíða Heima hjá Þórði eru drög að ýms- um verkefnum uppi á veggjum. Það kemur mér á óvart að sjá myndir af húsum og umhverfisteikningar og það kemur í Ijós að Þórður hefur upp á síðkastið æ meir hugsað um það hvað gera megi til að skapa nútíma- manninum manneskjulegra umhverfi og er Reykjavíkurborg ofarlega í huga hans. Lausn fyrir Reykjavík Hann hefur fylgst með því hvernig byggðin í Reykjavík hefur færst upp um allar heiðar og hve nöturlegar hug- myndir arkitektar fá í því sambandi og ætlar hann að stofna til umræðu um þessi mál þegar hann kemur heim árið 1980. Þórður er með tillögur að lausn þessa vanda, þ.e. að leggja Reykja- víkurflugvöll niður, flytja hann, t.d. út á Álftanes eða Hafnarfjarðarhraun og skapa byggð fyrir 150 þúsund manns i hans stað. Það er ekki hlaupið að því að lýsa myndlist Þórðar eftir stutt kynni. Á yngri árum var hann mjög hrifinn af Claes Oldenburg og þýddi m.a. bók hans „Store days” yfir á íslensku. 1 framhaldi af því setti Þórður upp sér- stök umhverfi og efndi til uppákoma í Gallerí SÚM 1968—9, sem voru þær fyrstu sinnar tegundar. Fínlegar listgáfur í stað þess að halda áfram á þeirri braut virðist Þórður hafa farið út í hugmyndir að skúlptúrum, sem margir hverjir minna á popp-verk að þvi leyti að þeir eru sambland af ýmiss konar áþreifanlegum og þekkjan- legum fyrirbærum i utnhverfi okkar. Úrvinnsla Þórðar á þessum hug- jmyndum opinbenr fínlegar listagáf- ur blandaðar ísmeygilegri kímni m/ stórum skammti af hinu Ijóðræna. Við skoðuðum teikningar af píramíða er átti að vera úr sykri og ofan á honum áttu að vera sól og máni, upplýst á ! einhvern hátt. Verkið hugsaði Þórður sér á almannafæri, helst í stórborg. Rökrænni hugsun má finna í sumum Ijósmyndaverkum hans, eins og „Ég kyssi hana ef hún kyssir mig” sem sýnd var á sýningunni I Pompidou miðstöðinni. í þeirri myndröð leikur Þórður sér með eiginlegan og Ijóðrænan „strúktúr” landslags. En endanlega er inntakið Ijóðræns eðlis, órætt og dularfullt. „Ég er rómantíkersegir Þórður „og get víst ekkert að því gert.” — Þórður Ben Sveinsson heimsóttur í Diisseldorf Þórður Ben Sveinsson myndlistar- maður býr ásamt konu sinni Karólínu, tveimur börnum og naggrís í Dilsseldorf, en þar var undirritaður á ferð nýlega. Þórður hefur búið þar frá 1970 og stundað kennslu við mennta- skóla í Meerbusch þar skammt frá. Hefur hann kennt alls konar myndlist- arleg fræði, auk þess sem hann hefur tekið þátt i ýmsum samsýningum þar ytra, m.a. SÚM IV 1 Stedelijk í Amsterdam árið 1970, yfirlitssýningu á verkum Rinar og Ruhr-listamanna árið 1972, Nice Biennalinum árið 1976 og samsýningu fjögurra lslendinga i Pompidou lista- miðstöðinni 1 fyrra. Það má hafa mannsæmandi laun upp úr kennslu í Þýskalandi og þar leigja menn íbúðir árum saman á hagstæðu verði og eiga ekki á hættu að vera hent út á gaddinn. örvandi myndlistarlíf En Þórður hefur ákveðið að segja skilið við öll meiri háttar þægindi að sinni og helga sig myndlist algjörlega næstu tvö árin. Fyrsta takmarkið er samsýning 12 SÚM manna íslenskra í listahöllinni í Malmö í desember og hið siðara yfirlitssýning á íslandi einhvern tímann árið 1980. Myndlistarlíf í Dusseldorf er afar örvandi fyrir alla sköpun. Þar er m.a. Kunstsammlung Nordrhein-Westfal- ' en sem hefur aðgang að meiri peningum heldur en nokkur önnur liststofnun i Þýskalandi og forstjórinn Dr. Schmalenbach kaupir aðeins það sem hann kallar „meistaraverk” upp á hundruð milljóna íslenskra króna á ári. Fyrir þá peninga fær hann um 3— 4 verk. Nýjustu stefnur Kunstmuseum í Díisseldorf er rólegra í tíðinni og státar helst af frá- bæru safni glermuna. Ekki má heldur gleyma Kunsthalle borgarinnar sem er sjálfstæð stofnun sem stendur fyrir ýmiss konar yfirlitssýningum á verk- „Je r embrasse si elle m' embrasse", 1977 Þórður Ben Sveinsson annað fyrirtæki. Ég spyr um sam- keppni listamanna i Díisseldorf. Þórður segir hana mikla, — upp á líf og dauða. Þýskir myndlistarmenn taka mótlæti illa, segir hann og á hverju ári fyrirfara nokkrir þeirra sér. Við ræðum um það hvort þetta liggi í eðli Germana að bregðast svona við og berum þetta saman við hollenska listamenn, sem ekki virðast rasa að neinu. um yngri manna víða um Evrópu. En það eru galleríin og listaskólinn í Dússeldorf, svo og nálægðin við Köln, sem örvar mest til dáða, a.m.k. yngri menn. Þar eru nýjustu stefnur sýndar og ákaft skeggræddar og allar mögulegar hliðar myndlista kannaðar: láðlist, gjörningar, konsept svo og ögn hefðbundnar listir. En Þórður segir gróskuna ekki eins mikla og hún var þegar Joseph Beuys var við kennslu í Dusseldorf. Þaðan var hann rekinn eftir mikið stapp en vann málaferli sín gegn ríkinu vegna uppsagnarinnar. En Beuys hefur ekki snúið aftur til skólans og hyggst í staðinn setja upp frjálsa akademiu i Dublin á írlandi. Á göngu okkar um borgina erum við sammála um mikilvægi þeirra rannsókna og aðgerða sem Beuys hefur stundað en talið snýst að öðru og það verður ljóst að Þórður er einnig hinn mesti fagurkeri og fer fögrum orðum um franska málarann Bonnard. Spoerribúð stekkur.... Við skoðum Spoerrikrána þar sem Fluxus hreyfmgin kom saman þegar hún var upp á sitt besta. Sú knæpa er betrekkt í hólf og gólf með öllum þeim bréfum sem Spoerri fékk á sínum tíma. Þórður tjáir mér að hann komi þarna enn — en að öðru leyti er knæpan rekin af öðrum, sem hvert Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.