Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 24
Sjónvarpsleysi Svartdælinga og Blönddælinga leysist ekki fyrir veturinn:
Verða áfram að horfa á end-
urvarpsstöðvarbygginguna
—í stað sjónvarpsins
„Við hérna í sveitinni erum dálítið sumar. Þá var húsið reist,
undrandi á þeirri kokhreysti
ráðamanna sjónvarpsins, þegar þeir
fullyrða að við fáum sjónvarp fyrir
veturinn,” sagði Sólveig Friðriks-
dóttir, húsfreyja i Bólstaðarhlíð i
Svartárdal.
seinna 1
sumar komu menn með einhvern
staur. Svo virtist sem eftir væri að
setja upp tækjabúnað og einnig að
leiða rafmagn aö mannvirkinu.
Sólveig kvað húsið fyrir endur-
varpsstöðina i Botnastaðabrekkum að
vísu sjást frá bæ hennar, en þar hefði
lítið verið gert frá því einhvem tíma í
Forsendurtollsins
fyrir hátollun
heyrnartækja:
Óttast að
danskenn-
arar muni
misnota þau
— dansnemar
heyrðu þá enga
tónlist, en orð
ogandardrátt
kennarans
Smátt og smátt eru að skýrast
alls kyns vitleysisatriði kerfisins
varðandi innflutning heyrnar-
tækja af sérstakri nýrri gerð,
heymarskertum til mikilla hags-'
bóta. Eins og DB hefur skýrt frá
sá kerfið ástæðu til að leggja svo
há gjöld á tækin að þau hækkuðu
um helming.
Þar á meðai er hár tollur. Eftir
áreiðanlegum upplýsingum er
blaðinu nú kunnugt um að tolla-
yfirvöld gáfu þá skýringu að þau
óttuðust að danskennarar kynnu
aö misnot slík tæki.
Tæki þessi eru i þvi fólgin að t.d.
við almenna kennslu hefur
kennarinn litiö þráðlaust
senditæki um hálsinn sem sendir í
móttökutæki, sem tengt er
heymartæki þess heymarskerta.
Danskennarar nota gjaman
létta hátalara, sem þeir bera á sér,
en vægast sagt verður að telja
óliklegt að dansnemar uni þvi aö
bera á sér móttökutæki og
heymartæki, sem útiloka þá
tónlistina en flytja hins vegar
dyggilega orð og andardrátt dans-
kennarans.
-GJS.
I Svartárdal og Blöndudal eru
tuttugu bæir, sem aldrei hafa notið
sjónvarps. Þá hefur rafmagn aldrei
verið lagt til fimm bæja í sveitinni, en
svarið sifellt verið hið sama: „Þetta er
að koma, það er á áætlun.”
Dagblaðið sneri sér til Landssíma
lslands, sem sér um dreifingu á efni út-
varps og sjónvarps, og spurðist þar
fyrir um málefni fólksins í Húnavatns-
sýslu.
Hans Þormar tæknifræðingur sagði
stofnunina nýverið hafa fengið
nauðsynleg tæki en afgreiðsla loftneta
hafi gengið treglega. Von væri á þeim
eftir næstu mánaðamót.
tJr því yrði veðrátta og staðhættir
að ráða. Þar átti hann við að allnokkr-
ar stöðvar væru á sama byggingastigi
og yrðu þær teknar fyrir eftir
hentugleikum. Varðandi rafmagnið að
stöðinni sagði hann að af viðtölum við
rafmagnsveituna ætti ekki að verða
mikil fyrirstaða á því.
Ekki vildi hann lofa neinu um lok
verksins þar sem það væri undir
veðrum og efndum ýmissa aðila
komið, en vonaðist til að þvi yrði lokið
fyrir jól.
-JBP/GS.
Það er þröngt á þingi þegar reknetabátarnir flykkjast til Hafnar til löndunar. — DB-mynd: Ragnhildur Ragnarsdóttir.
Sfldarævintýri söltunarstúlkna á Höfn:
Yfir 50 þúsund
krónur á dag
„Jú, það er rétt, þær geta komizt upp í
liðlega 50 þús. króna tekjur á dag með
löngum vinnudegi og óvenju mikilli
verklagni,” sagði Kristján Þórarinsson,
framkvæmdastjóri hjá Kaupfélagi
Austur-Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði
er DB spurði hann í morgun um hugsan-
lega þénustu söltunarkvenna í síldar-
Tímaspursmál hvenær
neyzluvatn skemmist
Og atvinnlíf Suðumesja lagt í rúst, segir Gunnlaugur Stefánsson alþingismaður
® ....... n ii- i _ _i A A I/ rtflni.:i/iir nmViirarfic Vaflo viVnrfliinuftll
„Þama standa vatnsból og
olíutankar hlið við hlið. Þarna hafa
þúsundir lítrar af olíu runnið út í
jarðveginn. Það er þvi aðeins spuming
um tima, hvenær neyzluvatn á Suöur-
nesjum, verður ónothæft og beinlínis
hættulegt og allt atvinnulíf á Suður-
nesjum endanlega i rúst,” segir i
greinargerð með þingsályktunar-
tillögu, sem Gunnlaugur Stefánsson
leggur fram á Alþingi í dag.
í svari utanríkisráðherra, Benedikts
Gröndal, við fyrirspurn Óiafs
Ragnars Grimssonar um olíumengun í
jarðvegi á Keflavíkurflugveili, kom
m.a. fram:
Að mál þetta væri nýtilkomið, um
það bil mánaðargamalt. Ekki hefði því
unn izt timi til þess að kanna hverjir
bæru ábyrgð á því slysi, sem varð þeg-
ar olia rann þama út og niður i
jarðveginn.
Ólafur Ragnar Grimsson boðaði
tillögu um rannsóknamefnd þingsins
og þá meðal annars þingmanna. Væri
henni ætlað það hlutverk að rannsaka
olíumengun frá Keflavikurflugvelli og
jafnframt að kanna það, hvort kjam-
orkuvopn væru geymd á Keflavíkur-
flugvelli.
Gunnlaugur Stefánsson sagði að
athugun á olíumengun þarna hefði
verið gerð 1972 á vegum
Njarðvíkurhrepps. Skýrsla um þá
könnun hefði verið send Vamarmála-
deild utanríkisráðuneytisins. Þetta
væri því síður en svo nýtt mál.
Gunnlaugur leggur fram á Alþingi
i dag þingsályktunartillögu um
rannsókn á oliumenguninni þarna.
Leggur hann áherzlu á, að haft verði
sem mest samráð við sveitarfélögin
umhverfis Keflavíkurflugvöli, þegar
sú rannsókn verði gerð.
Jafnframt verði kannað, hversu
mikið af oliu hefði þarna runnið út í
jarðveginn. í greinargerð með þings-
ályktunartillögu Gunnlaugs er skýrt
frá þvi, að ekki tugir eða hundruð
lítrar af ollu hafi runnið þarna á
mörgum undanförnum' árum, heldur
þúsundir lítra. Frá þessu hafi fulltrúar
sveitarstjórna í nágrenni Vallarsins
skýrt, en ekkert verið aðhafzt.
-B.S.
frfálst, nháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 25. OKT. 1978
— þegar mesti hamagangurinn er í akkorðinu
ævintýrinu. og eru þvi ekki á kauptryggingu þegar
Til þess að ná þessum afköstum þurfa ekkert er að gera og dregur það nokkur
þær að salta upp undir fjórar tunnur á úr þessum toppum þegar á heildina er
klukkustund, en 1200 til 1700 krónur litið. Hvað sem því liður er þetta vinsæl
fást fyrir hverja tunnu eftir stærð síld- uppgripavinna, en því aðeins er hún
arinnar. Algeng afköst eru tvær til þrjár uppgripavinna að unnið sé rösklega.
tunnur á klst. 1 nótt var þokkaleg veiði hjá rekneta-
Söltunarkonur vinna akkorðsvinnu bátum að sögn Kristjáns. -G.S.
Iscargo
leigir vðru-
flutningavél
Vöruflutningaflugfélagið Is-
cargo í Reykjavík hefur tekið á
leigu DC-6B flugvél til að annast
vöruflutninga til og frá landinu á
meðan flugvél þeirra er bundin við
flutningaverkefni í Eþiópíu.
Að sögn Lárusar Gunnarssonar
var fyrst áformað að leigja vél og
vél eftir flutningaþörfmni en það
fyrirkomulag reyndist ekki nægi-
lega liðugt þegar á reyndi svo vél
var tekin á leigu um tíma. þetta er
farþegaútgáfan af DC-6, breytt í
flutningavél, en vél Iscargo er DC-
6A, upphaflega smíðuð fyrir vöru-
flutninga. Meðal flutninga félags-
ins héðan um þessar mundir eru
hestar á fæti, lopi, ferskur fiskur
o.fl. en mikið er um heimflutning
heimilistækja.
Vélina hefur félagið á leigu hjá
spönsku fyrirtæki. - GS
„Símasjálf-
salarnir
tæmdir
reglulega”
— segir símstöðvar-
stjórinn íReykjavík.
„Það er misskilningur hjá lög-
reglunni aö símasjálfsalamir séu
ekki tæmdir reglulega,” sagði Haf-
steinn Þorsteinsson símstöðvar-
stjóri í Reykjavík. í DB á mánudag
var greint frá því að tólinu hefði
verið tolið af sjálfsalanum við mið-
borgarlögreglustöðina.
„Ég hef fyrir framan mig bilana-
skýrslu frá 12. janúar til 23.
október. Bilanir á þessum sjálfsala
eru á tímabilinu 28. Þar af eru
aðeins þrjár vegna þess að sjálfsal-
inn var fullur af peningum. Sjálf-
salinn er reglulega tæmdur á
þriðjudögum og fimmtudögum í
hverri viku.
Stundum er eldspýtum stungið í
sjálfsalann og hann stíflaður og
stundum er tólinu stolið eða það
brotið. Ef sjálfsalinn er stiflaður
með eldspýtum t.d. getur það virzt
svo sem hann sé fullur af pening-
um.
Það er ákaflega slæm reynsla af
þessum símasjálfsölum hér í
Reykjavik. Þeir eru þrír í slíkum
klefum og alltaf meira og minna
bilaðir vegna skemmda. Slíkur sími
er t.d. við hiið Landsimahússins og
heita má aö hann sé skemmdur um
hverja helgi. Þar sem ég þekki til
erlendis,” sagði Hafsteinn, „er
mjög vel um þessa símaklefa
gengið. Fólk þar veit að þessir
símar eru settir upp til þæginda
fyrir almenning.
Ég vil hvetja fólk til þess að láta
simana í friði og vinna ekki
skemmdarverk á tækjunum eða
simaklefunum. Þessir símar eru til
þæginda og öryggis fyrir menn,”
sagði Hafsteinn Þorsteinsson sím-
stöðvarstjóri. - JH
y Kaupio
TÖLVUR •
OG TÖLVUUI
BANKASTRÆTI8