Dagblaðið - 08.12.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978.
3
Leiga á ástarkúlunni
Röng þýðing
Hlustandi skrifar:
í sjónvarpsþætti, viðtali Frosts við.
Opnuðumí morgun
nýja verzlun á jarðhæð
í húsnæði okkar Laugavegi 54
—til nýgiftra hjóna
Hvernig er hægt að láta ástarkúl-
una gefa góðar rentur og láta hana
verða mesta tekjulind og jafnvel um
leið heimsfræga uppfinningu?
Það má sennilega með mörgu móti
en ég hefi hér aðeins eina tillögu. Til
þess að svo megi verða þarf að bæta
nokkru við búnað ástarkúlunnar svo
hún komi að tilætluðum notum og
hljóti verðskuldaða viðurkenningu.
Auk allra þægindanna sem fyrir eru
verður að koma fyrir kvikmyndavél
yfir rúminu með hljóðupptöku. Vélin
verður að vera alveg sjálfvirk, og hafa
ósýnilega geisla við myndatökuna, svo
engin truflun verði, og dauft rautt Ijós
eða myrkur. Svo verður auglýst leiga á
ástarkúlunni .allar laugardags- og
sunnudagsnætur, þvi flestir láta gifta
sig á þeim dögum. Hverjum hjónum
,má aðeins leigja eina nótt svo fleiri
komist að. Leigan má ekkert kosta og
góður morgunverður að fylgja. En
hverjar verða þá tekjurnar? Jú, skil-
yrði fyrir leigunni eru þessi:
Þegar hjónin eru komin inn að
hjónasænginni eiga þau að kynna sig
fyrir kvikmyndavélinni, hátta svo í
skyndi, slökkva Ijósið og hefja síðan
sínar ástríku athafnir. Þær mega ekki
vara lengur en 20 mínútur og mynda-
vélin á að sjá um að missa ekki af
neinu. Þegar eitt hundrað hjón eru
búin að hafa viðkomu í sænginni, skal
framkalla filmuna og verður að klippa
og stytta eitthvað. Það er ekki allt búið
enn. Auðvitað verður að veita verð-
laun þeim hjónum sem hafa haft beztu
og tæknilegustu aðferðina. Ástarkúlu-
eigandinn verður að veita þau, t.d.
fyrstu verðlaun 500.000 kr. hjónarúm
og eitthvað minna fyrir önnur og
þriðju. Þetta myndi borga sig vel fyrir
ástarkúlueigandann, því nú lætur
hann framkalla filmuna í mörgum ein-
tökum og leigir síðan myndina til kvik-
myndahúsanna, sem myndu án efa
bjóða margfalda upphæð til að fá að
sýna þessa einstöku framhaldsmynd í
fimm þáttum, sem myndi fylla húsin á
hverju kveldi í heilt ár. Því að þetta
væri jafnframt kennslumynd, er sýndi
beztu tæknilegu aðferðina í síðasta
þætti, verðlaunaaðferðina, sem sumir
vildu gjarnan læra, og allir sjá?
Og svo þegar þetta fréttist erlendis,
þá kæmu pantanir i slíka „ástarkúlu”
alls staðar að, s'vo framleiðendur
hefðu vart undan að afgreiða pant-
anir. Og verðið stígur hærra og hærra,
i tiu—tuttugu milljónir (einkaleyfi
auðvitað), allir græða og ríkið líka.
PS — Ég get þvi miður ekki notfært
mér að taka þátt í að ná í verðlaunin,
þó ég hefði skilyrði til þess áður fyrr.
Nú er ég orðinn áttræður öldungur.
Margt er sér til gamans gert
geði þungu að kasta
-G.Hofi
Ástarkúlan margfræga.
DB-mynd Ragnar Th.
Harold Wilson, fyrrum forsætis-
ráðherra Breta, kom það nokkrum
sinnum fyrir að Board of Trade var
þýtt með orðinu verzlunarráð. Þetta
er algjörlega röng þýðing. Board of
Trade þýðir á máli Englendinga að
sjálfsögðu viðskipta- (eða verzlunar )
ráðuneyti. Verzlunarráð heitir hins
vegar á ensku Chamber of Commerce.
Heimilis-
læknir
Haddir lesenda taka viö
skilaboðum ti{ umsjónar-
manns þðttaríns „Heim
ilislœknir svarar" I sfma
27022, kl. 13-15 alla
virkadaga.
NÚ ERU ÞAÐ TVÆR BÚÐIR FULLAR
AFNÝJUM VÖRUM.
LAUGAVEGI54 - SIM118046 - POSTSENDUM
Raddir
lesenda
Gætir þú hugsað þér
að hafa svínbú við
hliðina á húsinu
þínu?
Ástþór Öskarsson: Já, meira að segja i
kjallaranum.
Hjörtur Erlendsson: Það færi nú eftir
þvi hvernig svin það væru. Ég gæti e.t.v.
hugsað mér að hafa það i næsta húsi.
Jón Helgason: Nei, ég gæti ekki hugsað
mér það vegna þess að það er svo vond
lyktaf svínum.
Magnús Sigurbjörnsson: Nei, alls ekki.
Ég er ekkert gefinn fyrir svin.
Gunnlaugur Hansen: Já, já. Ég gæti vel
hugsað mér það svo framarlega sem lykt
og óþrifnaður truflaði mig ekki. Svín
eiga sinn tilverurétt eins og maðurinn.
Svo finnst mér svinakjöt mjög gott og
hef það yfirleitt á jólunum.
Eyþór Björnsson: Nei, það held ég að ég
gæti ómögulega hugsað mér vegna lykt-
arinnar.