Dagblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 8

Dagblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978. Tólf kindur eknar niður í grennd við Reykjavík í sumar: Það kostar 86600 krónur að aka niður verðlaunahrút Undarleg hækkun á verðskrá á bótum fyrir f é, er ekið er niður á þjóðvegi Tólf kindur voru á þessu ári keyrðar niður á vegum í grennd við Reykjavík. Eru þetta helmingi fleiri kindur en keyrðar voru niður árið á undan. Ekkert hross \ari' fórnardýr umferðarinnar, hvorki i ái né í fyrra. Árin tvö þar á undan drápi... ; jú hross í umferðarslys- um í nágr. 'ini Rcykjavíkur, svo lög- reglumenn telja að þetta horfi í fram- faraátt. Það er Tryggvi Friðlaugsson lögreglu- varðstjóri i Árbæjarstöð sem hefur und- anfarin ár tekið saman yfirlit um þennan skepnudauða í umferðinni. Tryggvi sagði að öll slysin í ár hefðu átt sér stað á Suðurlandsvegi. Tvær kindanna voru keyrðar niður án þess að ökumenn gæfu sig fram en fullar bætur komu fyrir hin- ar 10. Það er Framleiðsluráð landbúnaðar- ins sem sumar hvert gefur út „verðskrá” sem kveður á um bætur sem ökumaður verður að greiða fyrir að verða skepnu aðbanaá vegunum. Hafa þessar bætur hækkað gífurlega milli ára og miklu meira en öllum verð- bólguprósentum nemur. Framleiðsluráðið ákvað að fyrir ein- lembing skuli koma bætur aö upphæð 25 þúsund krónur i ár. Bæturnar voru 14.500 í fyrra. Fyrir tvílembing eru bæt- urnar 21 þúsund en voru 18.400 krónur. Fyrir ásetningsær ber að greiða kr. 27.700, 36.078 krónur fyrir veturgamalt fé en þær bætur voru 20.700 i fyrra. Fyrir verðiaunahrút sem ökumanni verður á að aka niður á þjóðvegi ber að greiða 86.600 krónur. Það voru niu bifreiðar sem ollu dauða kindanna 12 í sumar. Þrjár þeirra voru skrásettar í Reykjavík en hinar 6 í jafn- mörgum skrásetningarumdæmum úti á landi. 1 fyrra ollu Reykjavíkurbílar dauða helmingi þess fjár sem drapst á vegum í grennd við höfuðborgina, en i áraðeins fjórða hluta. —ASt. FIDELITY Pantiö myndalista í síma 22600 SJÓNVAL Vesturgötu 11 Reykjavík sími 22600 FIDELITY STEREO SAMSTÆÐAN Sérstök hljómgæöi, hagstætt verö. Innifaliö í veröum: Útvarp meö FM — LM bylgjum, plötu- spilari, magnari, segul- band og 2 hátalarar. GerÖ MC5 gerö MC 6 meö dolby'kerfi gerö 4-40 gerö 5-50 meö dolby kerfi Flugleiðir: Enginn samdráttur íáætlunar- fluginu — DC-lOþota tekin á leigu Eins og DB skýrði frá í gær virðist vera gífurlegur samdráttur í jólaferðum íslendinga til sólar- landa. Hins vegar virðist ekki vera um neinn samdrátt að ræða í áætlun- arflugi um jólin. Sveinn Sæmunds- son, blaðafulltrúi Flugleiða sagði í samtali við DB að útlit væri fyrir að farþegaflug fyrir jólin yrði svipað og í fyrra og kannski heldur meira. Hann sagði að Flugleiðir yrðu með margar auka- og leigu- ferðir frá miðjum mánuðinum. Félagið mundi m.a. taka á leigu DC-10 þotu, sem tekur 380 manns, á leigu. Yrði hún einkum notuð á leiðinni New York-ísland- Luxemborg en einnig færi hún eina ferð til Chicago. Þá yrðu einnig margar leiguferðir milli Islands og Norðurlanda. Mikið yrði einnig um aukaferðir í innan- landsfluginu. GAJ HansogGréta íHveragerði Leikfélag Hveragerðis frum- sýnir barnaleikritið Hans og Grétu í Hveragerði á sunnudagskvöldið í leikstjórn Sigurgeirs H. Friðþjófs- sonar. Unnur Svavarsdóttir, Guð- mundur Lárusson og Aðalbjörg M. Jóhannsdóttir fara með aðal hlutverk. Fyrirhugað er að sýna leikinn á Selfossi á milli jóla og nýárs og ef til vill víðar síðar. Þessi barna- leikur eftir Willy Kruger, í þýðingu Halldórs Ólafssonar, hefur verið færður upp viða um landið, síðast af Leikfélagi Vest- mannaeyja. -G.S. Handleggs- brotnaði á báðum Það slys var á vinnustað járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga í fyrradag, að maður féll úr stiga og handleggsbrotnaði á báðum handleggjum. Var maðurinn við vinnu innanhúss og stiginn ekki nema um tveir metrar á lengd. Rann hann til svo maðurinn féll með fyrrgreindum afleiðingum. -ASt Það var enginn kaffiilmur Það var enginn kaffiilmur sem gaus upp í húsi O. Johnson & Kaaber við Sætún í gærmorgun er kalla varð slökkvilið á staðinn. í húsinu eru tvær hæðir grafnar i jörðu. Var verið að sjóða rör á efri hæð kjallarans er neisti féll niður á neðri hæðina og kveikti i. Myndaðist nokkur reykur enda kjallarinn djúpt í jörðu og loft- ræsting af skornum skammti. Lítið sem ekkert tjón varð af og þetta eldævintýri tókstuttan tíma. -ASt.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.