Dagblaðið - 08.12.1978, Side 15

Dagblaðið - 08.12.1978, Side 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978. 1,1 ..... ................. „MENN HALLAST ENN TIL KVENNA og lítill Lýsing sögunnar á Hrafnkeli er i samræmi við fornsöguna: Harð- drægur, miskunnarlaus, drottnunar- gjarn — og ágengur í kynferðismálum að auki. En Sámur Sundmanser gagn- ólikur Sámi Hrafnkötlu. Og þar sem sagan er við hann kennd hlýtur mynd hans að standa í sjónarmiðju. Sámur er lítill karl, segir Hrafnkell. Látum svo vera. En einkum er yfir honum eyðileiki, tómleiki. Samkvæmt „kynferðislegri söguskoðun” höfundar hlýtur ófarnaður hans að standa í beinu sambandi við vanhæfni til getn- aðar. Aftur og aftur er vikið að barn- leysi þeirra hjóna. Sámur hefur því engu að skila í hendur afkomenda. Hann visnar eins og kalin grein á meiði ættarinnar. Samt hefði hann notið sín vel ef ekki hefði komið til sú ættarskylda að etja kappi við Hrafn- kel. Hann er friðsamur maður, unir bezt hljóðlátri önn. 1 Hrafnkels sögu einkennist Sámur af framgirni og stærilæti („hávaðamestur úr ætt vórri”, segir Þorbjörn). Sámur Sund- mans er gagnstæðrar gerðar. Hann segir við Þorbjörn þegar þeir hafa leit- að sér liðsinnis á þingi árangurslaust: „í þínum sporum liggur kannski beint við að skríða í felur þegar á móti blæs. Bók menntir Tryggvi er fæddur í Miðdal í Mosfellssveit og hefur alið þar allan sinn aldur. Hann segir frá atburðum, mönnum og málefnum, margskonar veiðum og útivist, skíðaferð yfir Sprengisand, gullgreftri, frumstæðum bílferðum og búskap í kúlnaregni hernámsliðsins. Ratvísi Tryggva er með ólíkindum og gæddur er hann dulrænum hæfileikum. S 9 ÖRN OG ÖRLYGUR Vesturgötu 42, sími 25722 Per Olof Sundman: SAGAN UM SÁM, Eiríkur Hreinn Finnbogason islenzkaði. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1978.277 bls. Þessi skáldsaga er endurgerð Hrafn- kels sögu Freysgoða. Atvik hennar, persónur og réttarfar er fært til nútím- ans. Á þeirri stórfelldu tímaskekkju reisir Sundman verk sitt. Bændur sög- unnar eru menntaðir erlendis og ráða yfir ærnum vélakosti. En þeir reka mál sin að hætti þjóðveldisaldar þar sem framkvæmdavald er ekkert og menn verða sjálfir að fullnægja dómum þingsins. „1 öðrum löndum er til nokk- uð sem heitir almenn ákæra,” segir Sámur. „í öðrum löndum er einnig til lögregla og fangelsi. En við eigum heima i öðru landi, okkar landi.” Friður og ófriður Sagan hefst á lýsingu sviðsins, ey- landsins friðsæla. „Samt eru margir drepnir. Einnig blá augu geta haft gula i slikju.” Vist liggja margir dauðir hjá Sundman áður en lýkur. En það er eitt helzta stílbragð hans að svipta atvikin dramatískum þunga. Sagan er ekki tragidía, heldur ekki „þroskasaga” eins og Hrafnkatla hefur gjarnan verið skil- greind. Hvers konar saga er þetta þá? í greinargerð Sundmans með sænsku útgáfunni (sem gjarnan hefði mátt fylgja þýðingunni) nefnir hann sögu sína beinlinis túlkun á Hrafnkels sögu. Að henni hefur síðustu áratugi beinzt meiri áhugi fræðimanna en flestum öðrum fornsögum. Tvenns konar túlk- un hefur einkum borið á: Annars vegar er ritskýring á trúar- og siðferði- legum grunni sem tekur mið af sið- fræði kristinna miðaldamanna (Sbr. Hermann Pálsson: Siðfræði Hrafnkels sögu). Hins vegar er svo félagsleg túlkun þar sem inntak sögunnar er skilgreint svo að það sé „fyrst og fremst pólitískt: Valdastreita í stétta- þjóðfélagi sem býr við ófullkomið rétt- arfar” (Óskar Halldórsson: Uppruni og þema Hrafnkels sögu). Sundman víkur þessu hvoru tveggja til hliðar. Úr trúarlegum þætti verður ekki neitt. Alvöruþrungin áminning Hrafnkels til Einars að fara ekki á bak Freyfaxa verður svo hjá Sundman: „En andskotinn skal eiga þig ef þú ferðá bak hestinum.” Hreyfiaflið Ekki heldur eru átök Sáms og Hrafnkels stéttabarátta i þeirri merk- ingu sem það orð er venjulega skilið. Enda er samfélaginu í rauninni svipt burt sem áhrifavaldi með timaruglun sögunnar. Eftir standa tveir menn á beru svæði. Og auðvitað er ekkert eftir sem stjórnar gerðum þeirra þegar trúar-, siðferðis- og félagslegum viðhorfum sleppir, nema hvatalifið eitt. Hér er sem sé Freud gamla sleppt lausum á Hrafnkels sögu og var ekki vonum fyrr! 1 upphafi sögunnar segir frá þvi að kona Hrafnkels laðast mjög að Einari, sautján ára unglingi, enda kemur brátt svo að hún fer i rekkju til hans. En áður en að því kemur og Hrafnkell sér hvert stefnir eru örlög Einars ráðin: „Þá strax er ákveðið að Einar skuli ,ekki lifa lengi. Því að Hrafnkell er ekki sofandi.” GUNNAR \ Stór karl HERNÁMSLIÐSINS Æviminningar Tryggva Einarssonar í Miðdal Það kostar þig ekki neitt. Ég þarf aftur á móti að hugsa um virðingu mina. Ég hef hvorki kjark né dirfsku til að gefast upp. Skilurðu það? Það sem er þér ódýrt greiði ég dýru verði.” Hvar er konan? Konur sögunnar er helzta framlag Sundmans til persónusafnsins. Og ekki þarf að spyrja að því hvaða hlutverki þær gegna í Ijósi þess sem áður var sagt. Ása er einna fyrirferðarmest. Hún sængar hjá Einari í upphafi, hefur deilt Hrafnkeli með konu hans og gerir það til loka. Áður hefur hún verið i tygjum viö Eyvind Bjarnason. Og kannski er það einungis þess vegna sem Hrafnkell fer að Eyvindi við átjánda mann? Barnleysið er ógæfan í lifi Áslaugar, konu Sáms. Kannski er það í uppbót- arskyni að hún hvetur Sám til að taka við málinu gegn Hrafnkeli. Ása teflir hins vegar rekkjunautum sínum hverjum gegn öðrum og lætur Hrafn- kel drepa Einar og siðan Eyvind. Griðkonan Guðrún er alls staðar ná- læg enda voru það örlög hennar „að sjá of mikið.” Hlutlægni í stíl Sundman skrifar hlutlægan stil. Sem dæmi um skýrleik lýsingar er frá- 'sögnin af skotbardaga Hrafnkels og Eyvindar. Þar er óhugnaðurinn einn eftir. Meitlun stílsins dregur að sjálf- sögðu dám af íslendingasögum. En vitanlega blandast stíllinn með ýmsu móti. Ég efast um að Sundman hafi tekizt að færa Hrafnkels sögu nær nútíman- um eins og er yfirlýst markmið hans. Enda er i þvi hrein mótsögn að gera slíkt, ef menn vilja um leið leggja áherzlu á ótímabundið og sammann- legt gildi verksins. Sé Hrafnkels saga klassískt verk — og það höfum við fyrir satt — þarf einfaldlega ekki að „módernísera” hana. Kannski er réttast að lita aðeins á Söguna um Sám sem leik kunnáttu- sams höfundar með fornsögu. Og ef hún er lesin þannig má hafa gaman af henni. Hún er þá alltént til marks um að Hrafnkatla er lifandi viðfangsefni. íslenzk þýðing Eiriks Hreins Finn- bogasonar er slétt og felld, en nokkuð skortir á nákvæmni stílsins og þá festu sem einkennir texta Sundmans. Þá er hroðvirknislegt, þótt litlu skipti, að bókin heitir aðeins Sámur á kápu og kili. — Þýðingin er styrkt af norræna menningarsjóðnum og verður trúlega ekki fundið dæmigerðara verkefni fyrir norræna samvinnu á bókmennta- sviðinu. Per OlofSundman. BÓKSALA MEÐ BEZTA MÓTI Bóksala er þegar orðin góð og verður sennilega með allra bezta móti. Þannig var hljóðið I bóksölum víða um land er DB hafði samband við þá í fyrradag. Voru þeir sammála um að bækur hefðu ekki hækkað eins mikið og margt annað á markaðinum á þessu ári og væru margir auðsjáanlega hissa á því. Bókin verður þvi sem fyrr vin- sælasta jólagjöfin. Lauslega áætlað virtist meðalverð á frumsömdu skáld- verki vera um 6.500 krónur, en barna- bækur færu margar niður fyrir 1000 krónur. Töluðu margir bóksalar um mikla ásókn í fjölþjóðaútgáfurnar svo- nefndu fyrir börn og unglinga, en þær kosta sumar ekki nema 2000 krónur V__——— og eru þó vandlega myndskreyttar. Á flestum bóksölum var það að heyra að sala á bókum væri nokkuð jöfn og skæri engin bók sig áberandi úr hvað sölu snerti enn sem komið er. Þó var á þeim að heyra að Eldhúsmellur Guð- laugs Arasonar væri mikið keypt af nær öllum aldursflokkum. Sjö- meistarasaga Laxness selst jafnt og þétt, en þó sögðu margir bóksalar að sú bók hefði ekki selzt eins ört og fyrri bækur skáldsins. Af öðrum íslenzkum skáldverkum töluðu menn um ágæta sölu á bók Péturs Gunnarssonar Ég um mig frá mér til min og væri það helzt yngri kynslóðin sem keypti hana. Einnig var sögð góð sala í Vatn á myllu kölska eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Aðrar íslenzkar bækur sem bók- salar voru sérlega ánægðir með voru t.d. Öldin okkar og svo framhaldsbók- in um Skálateigsstrákinn, skráð af Jó- hannesi Helga. Hvað erlendar bækur snerti bar öllum saman um aö gríðar- leg sala væri þegar í nýjustu bók Ali- stair MacLean og einnig hefði verið stöðug sala nokkuð lengi í Vetrarbörn- um eftir Deu Trier Mörch. Hobbit eftir Tolkien virðist einnig ætla að rjúka út. Hvað barna- og unglinga- bækurnar snerti virtust Tinnabækurn- ar ætla að verða vinsæl jólagjöf. • AI

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.