Dagblaðið - 08.12.1978, Side 16

Dagblaðið - 08.12.1978, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978. 4C Pianösnillingurinn Ashkenazy á stærsta og dýrasta einbýlishús á Íslandi, metið á um 118 milljónir með lóðinni. ¥ Loftleiðahótelið er dýrasta atvinnuhús- næði landsins, metið á eitthvað á þriðja milljarð með lóðinni. DB-myndH.V. J.sre u m (dir i»: ■ AÐ ÞAÐ ERU SELJENDURNIR SEM LEITA TIL OKKAR se,ie:z«» aö þaðer Bílasalan sem selur Bílasalan Skerfan, Skeifunni 11. Símar 35035og 84848 —fasteignamat huss og lóðar 118 milljónir—Búrfellsvirkjun dýrasta mannvirki landsins og Loftleiða- hótelið dýrasta atvinnuhúsnæðið Hús Vladimírs Ashkenazys að Brekkugerði 8 í Reykjavík er staersta og dýrasta einbýlishús á landinu, metið á tæpar 108 milljónir króna og lóðin á níu milljónir, sk. Fasteignamati ríkisins. Húsið er 2250 rúmmetrar. Næst dýrast er hús Kristins Olsen, flugstjóra, að Haukanesi 14, á Arnarnesi í Garðabæ, metið á um 60,5 milljónir og lóðin á liðlega 3,7 milljónir. Það hús er 1904 rúmmetrar. Þriðja dýrásta hús landsins ér við sömu götu númer 28 og i eigu Alfreðs Elíassonar, forstjóra Flugleiða. Það er metið á42,5 milljónirog lóðin á rösklega 4,7 milljónir. Húsið er 1173 rúmmetrar. Þess má geta að dýrasta húsið hér að ofan er metið skv. nákvæmum reglum Fasteignamatsins, sem tölva fullvinnur, en hin tvö af svonefndum millimats- mönnum sem meta fremur á sama hátt og tryggingafélög, þ.e. menn fara á staðinn og meta skv. eigin hugmyndum. Má áætla að hús Kristins og Alfreðs hækkuðu nokkuð i mati með nýju aðferðunum. Þá skal það einnig tekið fram að nýtt og glæsilegt hús Rolfs Johansen við Laugarásveg er ekki komið i fullt mat, eins og sagt er þegar hús hafa ekki verið fullkláruð. Starfs- menn Fasteignamatsins telja ekki ólíklegt að það hefði blandað sér i röð þriggja dýrustu húsa landsins hefði mat- ið verið fullgert. Búrfell dýrasta opin- bera mannvirkið Af mannvirkjum í eigu hins opinbera er Búrfellsvirkjun langdýrust, mannvirki metin á röska 20,3 milljarða og lóð eða jörð á 13,6 milljónir. Næst kemur svo Álverið i Straumsvík metið á 10,2 milljarða og lóðin á 3,8 milljarða. Þriðja dýrasta mannvirkið er Sementsverksmiðja ríkisins á Akranesi metin á tæplega 1,5 milljarða, eða á um helming af lóðarverði Álversins. Lóðar- mat þarer 143 milljónir. Loftleiðamenn aftur efstir á blaði Af atvinnuhúsnæði á landinu er Loftleiðahótelið hæst metið þannig að Kristinn og Alfreð hafa gert meira en að byggja yfir sjálfa sig. Hótelið er metið á 2,9 milljarða og lóðin á 498 milljónir. Næst kemur svo stórhýsi íslenzkra aðalverktaka að Höfðabakka 9, rétt við gatnamót Suður- og Vesturlandsvegar. Það er metið á röska 1,4 milljarða og lóðiná 180 milljónir. 1 þriðja sæti er svo Hótel Saga, metin á 1,3 milljarða og lóðin á 251 milljón.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.