Dagblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 39
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978.
«
D
Útvarp
Sjónvarp
í kvöld kl. 20.45 er þáttur á dagskrá
útvarpsins sem nefnist Hin mörgu andlit
Indlands. Það er Harpa Jósefsdóttir
Amin sem segir frá ferð sinni um
Indland þvert og endilangt og bregður
upp indverskri tónlist og er þetta fyrsti
þáttur af þrem.
„Fyrsti þátturinn fjallar aðallega um
þorpið Tarapur í V-Indlandi. Ég ætla að
lýsa þorpslífi þar, bæði siðum og venj-
um. Ennfremur ætla ég að segja frá að-
draganda ferðarinnar, en hana fór ég
sumarið 1973 og var ég þá mestan hluta
sumars í Indlandi, ferðaðist um allt
landið bæði þvert og endilangt.
Ég verð að segja að þetta var ósköp
mikil upplifun. Fólki þarna úti fannst
við vera ógurlega skrýtin og það stóð og
starði á okkur á götum úti. Einu sinni
gekk það svo langt að lögreglan varð að
skerast í leikinn og bægja mannfjöldan-
um frá okkur.
Við vorum sex saman í upphafi
ferðarinnar, en síðan urðum við bara tvö
eftir, ég og maðurinn minn, en hann er
Indverji. Við heimsóttum mikið af heim-
ilum og ég bjó m.a. hjá tengdamömmu
minni, þannig að ég kynntist vel lifn-
aðarháttum fólksins þarna.
Maður varð margs vísari af þessari
ferð, t.d. sá ég fólk sem var svo fátækt að
það átti ekki einu sinni þak yfir höfuðið
en bjó á götunni og í skolpræsum.
Ég kynntist einnig fólki sem var mjög
vel stætt á indverskan mælikvarða, en
þætti það sennilega ekki hérna. Ég
hvorki sá né kynntist neinum af þessum
alríkustu, sem ekki kunna aura sinna tal,
en maður varð var við að þeir voru til.
Nú, ég mun reyna að lýsa vel Indlandi
í þessum þrem þáttum, með því að segja
bæði frá landi og þjóð, siðum og venj-
um,” sagði Harpa Jósefsdóttir Amin, en
þátturinn hennar er tæplega hálfrar
stundar langur.
- ELA
»
Harpa Jósefsdóttir Amin ásamt sonum
sínum.
^______________________
í--------------
Útvarp kl. 20.45:
Hin mörgu
Útvarp
Föstudagur
8. desember
12.25 Veöurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Viö
vinnunarTónleikar.
14.30 Miödegissagan: „Blessuð skepnan” eftir
Jamcs Herriot Bryndís Víglundsdóttir les
þýðingu sína (14).
15.00 Miðdegistónleikan Hljómsveit franska
útvarpsins leikur Sinfóníu i C-dúr eftir Dukas;
Jean Martinon stj.
15.45 Lesin dagskrá næstu viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður-
fregnir).
16.30 Popphorn: Dóra Jónsdóttir kynnir.
17.20 Útvarpssaga barnanna: „Æskudraumar”
eftir Sigurbjörn Sveinsson. Kristin Bjamadótt-
ir les sögulok (9).
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.40 Tveir á tali. Valgeir Sigurðsson talar viö
Skúla Jensson bókaþýðanda.
20.05 Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar tslands í
Háskólabiói kvöldið áður, fyrri hluti. Hljóm-
sveitarstjóri: Páll P. Pálsson. Einleikari:
Einar Jóhannesson. a. Fanfare og Chorale op.
54b eftir Egil Hovland. b. Klarínettukonsert
nr. 2 í Es-dúr eftir Carl Maria von Weber.
20.45 Hin mörgu andlit Indlands. Harpa Jósefs-
dóttir Amín segir frá ferð sinni um Indland
þvert og endilangt og bregður upp indverskri
tónlist; — fyrsti þáttur.
21.10 Píanósónata nr. 11 i B-dúr op. 72 eftir
Beethoven. Alfred Brendel leikur.
$1.35 í samvinnu. Jónas Jónsson frá Brekkna-
koti flyturerindi.
22.05 Kvöldsagan: Saga Snæbjarnar i Hergilsey
rituð af honum sjálfum. Ágúst Vigfússon les
(18).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.50 Bókmenntaþáttur. Umsjónarmaður:
Anna Ólafsdóttir Bjömsson. Fjallað um
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.
23.05 Kvöldstund með Sveini Einarssyni.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
«
Sjónvarp
D
Föstudagur
8. desember
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Auglýsingarogdagskrá.
20.45 Síðustu vígin. Þriðja kanadíska myndin
um þjóðgarða í Norður-Ameríku og er hún
um Everglades á Flórída. Þýðandi og þulur
Gylfi Pálsson.
21.25 Kastljós. Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Helgi E. Helgason.
22.35 Heyrnleysinginn. Bresk sjón-
varpskvikmynd um Iíf heymarlausrar stúlku,
byggð á sannsögulegum viðburðum. Aðalhlut-
verk Geraldine James. Þýðandi Ragna Ragn-
00.05 Dagskrárlok.
- og PS. Afsakaðu allar stafsetningarvitleysurnar.-
%
J
og piparkökur
íhádeginuog
á kvöldin
Allir í jólaskap
Kaupendur —
seijendur
Bílasalan Skeifan,
Skeifunni 11, hefur
lokað á laugardögum í
desember.
Bílasalan Skeifan,
Skerfunni 11, símar 35035 og 84848.
UMRÆÐUFUNDUR
OPIÐ HÚS
Umræðufundur um Bahá’í trúna verður hald-
inn að Óðinsgötu 20 kl. 8.30 í kvöld.
Allir velkomnir.
BAHÁ'ÍAR
LEÐURLAMPAR
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
OPIÐ LAUGARDAG TIL KL. 6.
PÓSTSENDUM
LJOS & ORKA
Suðurlandsbraut 12
simi 84488