Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.12.1978, Qupperneq 7

Dagblaðið - 20.12.1978, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978, 7 KR0SSTRÉ0G ÖNNUR TRÉ Jörundur Pálsson — Ásmundarsalur Ásgelr Lárusson — Stúdentakjallarinn Steingrímur Sigurðsson — Kjarvalsstaóir. Á þessum tíma árs eru víst flestir vel mettir af myndefni ýmiss konar enda spúa blöð og sjónvarp þvi yfir landsbyggðina á degi hverjunt. Ætli það séu þá nema sérvitringar og Á skakk og skjön En hræddur er ég um að einhver önnur viðhorf hafi komist í spilið og hann hafi ekki lagt hart -að sér við að þróa í sér listgáfur undanfarin ár. Sú sýning, sem hann nú heldur að Kjar- valsstöðum er vægast sagt hryggilegt fyrirtæki á alla vegu og virðist megnið Sýn. Steingr. Sigurðssonar af henni vera gert á einni nóttu eða svo. Þau krosstré sem brugðist geta gera það: teikning, litaval, hugarfar. Þegar höfundur dettur niður á sæmilega takta í stöku vatnslitamynd. — Yfirlitsmynd virðist það nánast slys og varla marktækt. Auk þess er uppsetning þessarar sýningar til háborinnar skammar fyrir alla aðila—burtséð frá öllum bönnum og deilunt. Myndir hanga á skakk og skjön um veggi. í fullkomnu reiðileysi og auk þess er ýmiss konar drasli komið fyrir hingað og þangað í salnum—væntanlega til þess að búa til „bóhem”-andrúmslol't. Jörundur Pálsson — Esja séð frá Höfða. áhugantenn um sjálfspyntingar sem sækja myndlistarsýningar? Ég veit það satt að segja ekki en það er ekki laust við að ég dáist að þvi fólki sem reynir að halda að almenningi myndverkunt í desembermánuði. Jörundur Pálsson hefur undanfarið sýnt vatnslitamyndir sinar í hinu nýja húsnæði arkitekta og gamalkunnu athvarfi alls kyns lista, Ásmundarsal. „Ég er ekki alvörulista- ntaður,” segir hann, „heldur er ég arkitekt með málunaráráttu.” En Jörundur hefur dyggilega ræktað sinn garð — sem er reyndar fjallið Esja, en i það sækir hann innblástur að flestum mynda sinna. Nýttfjall daglega Það liggur við að Esjan breyti unt svip daglega og það eru þessar breytingar.sem hafa heillað Jörund og togað í vatnslitapensilinn hjá honunt. Og það er margt, sem hafa má ánægju af i ntyndum hans og ekki er sist sú fölskvalausa einlægni og hógværðsem skín út úr þeim. Jörundi eru mislagðar hendur, sent og mörgunt öðrunt, enda er vatnslitatæknin hörð húsfreyja. Það er helst i þeim myndurn sem ntörgum litum er beitt að sterk „rómó” viðkvæmni kemur fram, svo og hik í samsetningu þeirra.en þegar Jörundur vinnur með samlynda tóna. er árangurinn nijög frambærilegur og oft til fyrirmyndar. Ásgeir Lárusson hefur sett upp litla og netta sýningu á veggjum Stúdenta- kjallarans sem sannar að stúdentar ætla að halda myndlistarkynningu sinni áfrant þar, ásamt með söng. upplestri ogspilirii. Ljóðrænt innræti Ásgeir vakti talsverða athygli með sýningu sern hann hélt í Gallerí SÚM fyrir nokkrunt mánuðum og var hún sömuleiðis litil og nett en með allt öðru sniði. Þá sýndi Ásgeir bráðskemmtilega furðuhluti er báru vott unt Ijóðrænt innræti höfundar. Nú sýnir hann eingöngu vatnsliti (með stöku klipptu tilbrigði) sem undirstrika enn frekar þessa Ijóðrænu lífssýn, með einkarlegum táknum. blönduðum flatri afstraksjón og hlutbundnum minnum og ntinnir þetta stundum á verk Paul Klees. Ekki er þar leiðum að líkjast. Þetta eru ekki allt jafnvel heppnaðar myndir og á köflum virðist höfundur hafa kastað til höndunt. en heildin er áleitin. Fyrir fimm áruni eða svo virtist sem Steingrímur Sigurðsson gæti einhvern tima orðið sérkennilegur málari með eigin orkubú og aðferðir — þrátt fyrir menntunarskort á málarasviðinu. ■ vV t h) ! wí /, * v r'í f Wf

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.