Dagblaðið - 20.12.1978, Síða 15

Dagblaðið - 20.12.1978, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978. finnur Torfi Stefánsson (Aþfl.): „Ég get ómögulega gert mér grein fyrir því, satt að segja. Mér finnst þó frekar ólíklegt, að kosningar yrðu. Viðhorfin frá því i 'sumar hafa að ýrnsu leyti breytzt, það gæti raunar allt gerzt. En ég hef hins vegar ekki trú á þvi. að til stjórnarslita komi.” Geir Hallgrímsson (S): „Ég skal ekkert segja um það, við skulunt fyrst sjá fyrir endalok ríkis- stjórnarinnar.” Munuð þið taka við krötunum? „Ég er búinn að segja það, sent ég hef að segja i málinu. Koma tiniar, konta ráð." Gunnar Thoroddsen (S): „Hún fellur ekki. Mér finnst, að hún niegi reyna að spreyta sig svolítið enn og sýna, hvers hún er megnug. Um það, hvað muni taka við, skul- um við tala þegar hún er fallin. eða horfur eru á, að hún falli.” Jósep H. Þorgeirsson (S): „Kosningar. Ég hef trú á því, að ef þessi stjórn fellur, þá verði að kjósa. Og þá held ég, að bezt sé að gera það sem fyrst." 15 Vilhjálmur Hjálmarsson (F): „Það hef ég ekki hugmynd um. Maður veit nú minna um, hvaða ríkis-. stjórn kæmi, ef þessi félli, því að hér er mikil óvissa fr'á degi til dags.” Strákar, látið ekki á neinu bera Dóri er að komaí RIKISSJÓÐUR í PENINGALEIT Rikisstjórnin biður Alþingi um heimildir til lántöku og ábyrgðar á lánum uppá níu milljarða. 1 lögum um heimild til lántöku erlendis i ár var gert ráð fyrir lánum á 4866 milljónir, en þetta segir ríkis stjórnin að þurfi að hækka um 4000 milljónir. Orsakirnar séu. að 2500 minna hafi komið inn í lánum innanlands en áætlað var og svo færist ríkið einnig meira i fang í ár en til stóð upphaflega. Þá þurfi að ábyrgjast 230 milljón króna lán fyrir Lánasjóð islenzkra námsmanna. Lýst hafi verið yfir við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið í ár. að unnt yrði að veita námsmönnum lán, sem svöruðu til 85% af umfram- fjárþörf þeirra. Til að tryggja að þetta markmið næðist hefði verið sett i fjár- lög heimild til 270 milljóna kr. lántöku. Breytingar á gengi og verðbólgan valdi þvi, að nú vanti enn 230 milljónir. Þá er beðið um heimild til að á- byrgjast með sjálfskuldarábyrgð lán. sem Akureyra'rbær tekur til hitaveitu- framkvæmda upp á 4800 milljónir. Framkvæmdir þar hafa verið meiri en gert var ráð fyrir og fjármagnaðar með erlendum lánum til skamms tima. sern fyrirhugað er að breyta í lán til langs tíma. Fiskveiðasjóður hafði í ár vegna aðgerða í sjávarútvegi yfirtekið frá rikissjóði heimild til 1000 milljón króna lántöku. Ætlunin var. að ríkis- sjóði yrði bættur þessi missir með inntekt af skuldabréfasölu Frant- kvæmdasjóðs til lifeyrissjóðanna. Lif- eyrissjóðirnir Itafa hins vcgar ekki keypt svo sem áætlað var, og biður ríkisstjórnin því um frekari lán- tökuheimildir. HH. — Partygrill nefur bæði rafm.eiement og sprittlampa! Bordpennasett í „ONYX STEINI" / hvítu, brúnu og grænu. j, Allarnánarí k r upp/ýsingar: | PENNAVIÐGERÐIN FYRSTA FLOKKS GJÖF SEM GLEÐUR

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.