Dagblaðið - 20.12.1978, Síða 16
16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978.
Um bókmenntaverólaun
og verölaunahöfunda
í nóvember sendi DB eftirfarandi
bréf til 40 islenskra rithöfunda: „í
hvert sinn sem bókmenntaverðlaun.
t.a.m. nóbelsverðlaun eru veitt úti í
heimi, upphefjast venjulega nokkrar
umræður um réttmæti þeirra það
sinnið eða yfirléitt, verðleika verð-
launahafanna o.s.frv. í því sambandi
vill DB gera könnun á þvi meðal
nokkurra rithöfunda íslenskra,
hvaða höfundar erlendir þeir telji að
séu mikilhæfastir og skipti mestu
máli fyrir samtímann. Hér er bæði
átt við höfunda lifs og liðna. Einnig
vill blaðið heyra skoðun islenskra rit-
höfunda á þvi hvort einhverjir rit-
höfundar erlendir hafi hlotið meira
lof og athygli en þeir verðskulda.”
Bað DB höfunda að svara þessari
umleitan í sem stystu máli. Heldur
var uppskeran rýr. Þrettán höfundar
af fjörutíu sendu inn bréf, aðrir
hringdu og báðust undan þessari
kvöð og enn aðrir sögðust ekki vilja
skrifa fyrir blaðið, af persónu
legum og pólitiskum ástæðum.
Margir þeirra sem svöruðu ræddu al-
mennt um verðlaunaveitingar
fremur en að tilnefna einhverja upp
áhaldshöfunda erlenda og nær allir
forðuðust þeir eins og heitan eldinn
að lasta „ofmetna” höfunda. Aðrir,
t.a.m. Matthías Johannessen, voru
óhræddir við að tala máli uppá
haldshöfunda sinna. Af þessari
könnun verður hreint engin ályktun
dregin, nema sú að íslenzkir höfund-
ar séu heldur pennalatir hvunndags-
og þeir eigi sér mörg viðhöld i bók-
AÐALSTEINN
INGÖLFSSON
menntaheiminum. Hér á eftir fara
svörhinnaýmsuhöfunda. A.I.
BILAPARTASALAN
Höfum úrval notadra varahluta íýmsar
tegundir bifreiöa, tildæmis:
Franskur Chrysler '71 Fiat 128 '73
Toyota Crown '67 Rambler '67
Volvo Amazon '65 Fiat 125 '73
Einnig höfum viö urval af kerruefni,
til dæmis undir vélsleöa.
Sendum um alltland.
BÍLAPARTASALAN
Höföatúni 10 — Sími 11397
SAYOKm
Dauðir menn og Irfandi
Þorgeir Þorgeirsson
Kæri Aðalsteinn:
Þú ert að spyrja um nóbelsverð-
laun og verðskuldað leða óverðskuld-
að) lof sem hleðst á skáldin.
Mér kemur í hug írska þjóðskáldið
Owen Roe O’SuIlivan sem var mikill
kartöfluræktarmaður og lenti aldrei í
littererum selskap. Meðan
kartöflurnar gréru á jörðinni orti hann
kvæði, drakk, stundaði kennslu og
flekaði mæður nemenda sinna engu
síður en nemendurna sjálfa. Fólk á
vestanverðu írlandi segir að kvæðin
hans þekkist á því hversu auðvelt sé að
læra þau. Ekkert þeirra birtist á prenti
meðan hann lifði. Hundrað árum eftir
dauða hans fóru bókmenntaspekingar
að safna ljóðunum og gáfu þau út á
bók. Þá rigndi skammabréfum inná
forlagið. Sumir bréfritara uppástóðu
að kvæðin væru eftir þá sjálfa, aðrir
nefndu til einhvern fylliraft úr ná-
grenninu. Þessi ljóð voru semsé
runnin samanvið aðdáendur skáldsins
fyrir löngu. Enda þótti þeim flestum
ganga guðlasti næst að spilla ólíkum
kvæðum með prentsvertu.
Margar
helgisögur
Um Owen Roe eru margar
helgisögur. Gamlir sagnaþulir á
kránum í írlandi segja gjarna: „Það
tæki mig æfina að segja bara sögurnar,
sem ég kann af dauða hans!”
Hér er ein af mörgum:
Kona nokkur vildi ekki trúa því að
Owen Roe væri dauður. „Ég skal sýna
ykkur hvort hann er mjög dauður,"
sagði hún, gekk að líkbörunum og
fletti uppum sig. En hann bærðist
ekki. Þá brá hún honum I sig um
stund. „Þú ert víst dauður!” sagði hún
svo. Enda lá hjá líkinu bréfsnifsi með
svanasöngnum hans:
Weak indeed is the poet
When the pen drops from his
hand...
Þorgeir Þorgeirsson.
Svona eftirmæli eru andvirði
margra nóbelsverðlauna.
En að öllu gamni slepptu:
William Shakespeare og Ingólfur frá
Prestbakka eru báðir staðreynd, þó
hvorugur hafi fengið Nóbelsverðlaun.
Þorgeir
BREYTUM KERFINU
Sayonara er japanska orðið yfir „vertu sæl”.
James A. Michener hefur með hinni hugþekku
ástarsögu sinni gert það að tákni þeirrar ástar
sem nær út yfir gröf og dauða.
Sayonara er vafalaust ein hugþekkasta ástarsaga
sem skrifuð hefur verið á síðari árum. Hún lýsir
ástum bandarísks hermanns og japanskrar
stúlku. Sögusviðið er vafið austurlenzkum ævin-
týraljóma og töfrum japanskrar menningar. Því
að enginn þekkir konur til hlítar sem ekki hefur
kynnzt ástartöfrum japanskra kvenna. Japanska
konan er tryggur förunautur, blíður félagi, gjöful
og þiggjandi í ástum, yndislegasta kona jarðríkis.
Metsölubók um
Kr. 3.840
Þráinn Bertelsson
Kæri Aðalsteinn.
Þú spyrð um álit mitt á bókmennta-
verðlaunum, sennilega vegna þess að
oft er hnakkrifist út af þvi þegar vond-
ir höfundar fá einhverja viðurkenn-
ingu; mér finnst reyndar að vondir
höfundar þurfi miklu fremur á verð-
launum og viðurkenningu að halda en
góðir höfundar. Nú, og svo kemur það
líka stundum fyrir, að góðir höfundar
fái verðlaun. Er það ekki Ijómandi
skemmtilegt?
Eins og aðrir kaupsýslumenn hafa
útgefendur tilhneigingu til að nota
bókmenntaverðlaun í auglýsinga-
skrumi sinu. Þá taka fjárhagsleg sjón-
armið við af þeim bókmenntalegu.
Það er náttúrlega ekki gott, en þá fara
böndin að berast að því hagkerfi sem
við búum við. Og þvi kerfi held ég við
ættum að reyna að breyta áður en allt
fer til fjandans.
Þ.B.
I
Þráinn Bertelsson.
GAMUR MENN FÁ VERDLAUN
Jenna Jensdóttir
Allir þeir rithöfundar sem lagt hafa
ótvíræðan skerf til heimsbókmennt
Jenna Jónsdóttir.
anna og þannig haft mikil áhrif á sam-
tíð sína — og framtíð hljóta að teljast
mikilvægir.
Hvernig skerf? Til umhugsunar eru
hér rifjaðir upp fáeinir nóbelsverð-
launahafar fyrr á öldinni. Þjóðverjinn
Gerhart Kauptmann sem með leikrit-
um sínum um bændafjölskylduna I
Slésiu og Vefurunum, tókst að túlka
átakanlegan veruleika samtímans svo
að hann varð stærsta skáld Þjóðverja
á þeim tímum. Pólverjar, sem eiga’
hvað fjölskrúðugastar bókmenntir
slavneskra þjóða ’áttu verðlaunahaf-
ann Ladislás Reymond, sem með sögu
sinni Bændurnir (Chtopa) markaði
sveitamenningunni nýtt svið i heims-
bókmenntunum. Belgíski höfundurinn
M. Maeterlinck sem hafði víðtæk
áhrif á bókmenntir sinnar samtiðar.
Verðlaunaverkin
nær umheiminum
Fyrsti bandariski verðlaunahafinn
Sinclair Lewis sem vakti mesta athygli
með harðsnúinni og egghvassri sögu
sinni „Main Street”, sem er árás á
smáborgaralif, þótt hann síðar fengi
verðlaunin fyrir sögu sína „Babbitt”.
W.B. Yeats, írlendingurinn, sem varð
frumkvöðull að hinum mikla gróðri
irskra bókmennta á öldinni, Hamsun.
Shaw og Rolland, sem allir bókaunn
endur þekkja. Með öðrum voru þessir
höfundar mikilvægir sinni samtíð —
ogeru enn.
í erfðaskrá Nobels mun segja svo,
að bókmenntaverðlaunin skuli hljóta
sá höfundur er samið hefur „ágætustu
bókiria i hugsæisáttina”. Þessi verð-
laun hafa fært verðlaunaverkin nær
umheiminum, gert þau fræg — og höf-
undana með. En dæmi virðast um það
að þau hafi fært höfundunum litla
hamingju með frægðinni — ef til vill
því minni, sem höfundurinn er yngri
að árum. Það er athyglisvert að síð-
ustu árin hafa verðlaunahafarnir verið
komnir yfir sjötugt. Hafa erlendir rit-
höfundar hlotið meira lof eða athygli
en þeir verðskulda? Hver treystir sér
til aðsvara þvi.
J.J.
V