Dagblaðið - 13.01.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1979.
TIL
HAMINGJU...
I blaðinu í dag heldur þátturínn TIL
HAMINGJU ... áfram. Honum
hefur verið ætlaður staður hér á les-
endasíðum blaðsins og mun fyrst um
sinn birtast vikulega á laugardögum.
Oft á dag berast okkur fyrirspurnir
um það, hvort ekki sé hægt að birta
mynd af þessum og þessum í sambandi
við einhvern merkisatburð i lífi við -
komandi. Afmælisgreinar birtast ekki í
blaðinu, eins og.lesendur kannski vita,
en hins vegar teljum við ekkert því til
fyrirstöðu, að minnzt sé á slíka merkis-
atburði og aðra í lífi manna, jafnvel
þótt ekki sé um giftingu eða fimmtugs-
afmæli að ræða, en þá í stuttu máli og
með lítilli mynd.
Dagblaðið býður því lesendum
sínum að senda inn nokkrar línur um
tilefnið, ásamt mynd af viðkomandi,
sem kveðjuna á að fá.
Við tökum það fram.-að ef óskað er
eftir því að myndir verði endursendar,
látið þá umslag með frimerki fylgja.
... með afmœlið!
... með íslandsmetið f eggjaátil
Sverrir Tynes 5 T1 Verzló (21 egg á 3,49 mfn.) Þér er boðk) f ommilettupartf
f kvöld.
Vinir, vandamenn og hænurnar.
Jurt Helgason. Heill þér fertugum.
Kanarieyjaliðið
Siggi litli Nonni. Öskum þér til ham-
ingju með ársafmælið þitt i gær.
Pabbi og mamma.
Að ganga eða bíða
eftir strætisvagni
Strætófarþegi hríngdi.
Ég bíð á hverjum morgni eftir
þristinum við Bifreiðastöð Steindórs í
Hafnarstræti. Þegar vagninn kemur,
rétt fyrir átta, vilja yfirleitt svona
fimm til sex komast inn i vagninn.
Vandinn er bara sá að hann er yfirleitt
svo yfirfullur að erfitt er að komast
inn. Ég vil þó taka fram að bifreiðar-
stjórarnir sýna ávallt mestu lagni og
þolinmæði.
Nú er það svo, að farþegamir i
vagninum fara nærri því allir úr
vagninum á næstu stoppistöð, eða við
Lækjartorg. Þess vegna datt mér í hug
að benda einhverjum þeirra á að
kannski er ekkert lakara fyrir hann að
fara úr við Steindórsstöðina. Mundi
það í það minnsta auðvelda öðrum að
koma leiðar sinnar.
Athugasemd DB: Þetta er hárétt á-
bending hjá strætófarþega en einnig
má benda farþeganum á að ekki er
langur spölurinn frá Steindóri og út á
torg. Þannig að það er ágætis morgun-
ganga að rölta þangað og stíga þar upp
í tóman þristinn.
Kaupmenn:
Takið ADAM ykk-
ur til fyrirmyndar!
Vegfarandi hringdi. Vildi hann
vekja athygli kaupmanna og for-
ráðamanna verzlana við Laugaveginn
á fyrirmyndarfrágangi á gangstéttinni
fyrir utan verzlunina ADAM. Þar er
búið að moka snjó og klaka i burtu og
er það mikill munur eða ástandið á
gangstéttum almennt við Lauga-
veginn. Verzlunareigendur, takið
ADAM ykkur til fyrirmyndar, sagði
vegfarandi að lokum.
Bréfritari segir aö vel hafi verið haldið á málum við gangstéttahreinsun i borginni.
Ekki er þó beint hægt að segja að greiðfært hafi verið um Laugaveginn þegar
þessi mynd var tekin. Vel sést að ekki láta aliir kaupmenn við götuna moka af
gangstéttinni við verzlanir sinar.
DB-mynd Hörður
Ósanngjöm gagnrýni á gatnamálastjóra:
Gangstéttir hafa
mjög víða
verið mokaðar
Vesturbæingur skrifar:
Alltaf verða einhverjir til að kvarta
yfir öllu mögulegu og ómögulegu.
Nýlega birtist lesendabréf í DB þar
sem kvartað er yfir því að gatnamála-
stjóri sýni gangandi fólki lítinn
skilning með því að láta aðeins moka
' akbrautirnar en gangstéttirnar verði
útundan. Ég vil mótmæla þessu því
að ég hef þvert á móti orðið var við að
unnið hefur verið mjög ötullega að
gangstéttahreinsun og raunar birtist
nýlega i DB frétt þess efnis, að sjö
traktorsýtur ynnu við að hreinsa gang-
stéttirnar. Þar sem ég bý hafa gang-
stéttir báðum megin götunnar verið
hreinsaðar mjög vel og ég hef tekið
eftir því að mjög víða í bænum er búið
að hreinsa gangstéttirnar. Vitaskuld
verður aldrei gert svo öllum líki og
alltaf hljóta einhverjir staðir að verða
útundan en yfirleitt held ég að segja
megi að hér hafi verið haldið vel á
málum.