Dagblaðið - 13.01.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 13.01.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1979. Burt með snjóinn og klakann af tröppum Hrafnistu Hanna Ellasdóttir skrifar: Svo vill til að ég á ættingja sem býr á Hrafnistu og á því oft leið þangað. Get ég ekki að því gert að mikla furðu mina vekur að ekki skuli vera mokað snjó af tröppum hússins. Á ég þar við tröppurnar bakdyramegin. 1 fyrra- vetur var ekki heldur nægilega vel hugsað um að halda tröppunum snjólausum. Ég átti leið inn á Hrafnistu í fyrradag og sá þá að tröppurnar voru með þykkri klaka- hellu og snjó. Má nærri geta að erfitt er fyrir gamla fólkið, sem oft á örðugt með gang, en langar þó út undir bert loft, að fóta sig á hálkunni. Verður það að teljast lágmarkskrafa til forráðamanna Hrafnistu, að þeir sjái til þess að þessar tvær-þrjár tröppur verði gangfærar fyrir vist- mennina. Einnig má benda á að ekki ætti það að vera of mikil fyrirhöfn að bera sand á þá leið sem liggur frá tröppunum að bílastæðunum, þannig að aldraöa fólkið komist án mikillar fyrirhafnar út i bila sem bíða þess. Vænti ég þess að þegar verði bætt úr þessu, því þetta þolir ekki bið og er reyndar til skammar og vansæmdar, að þetta skuli vera látið viðgangast. Hanna Ellasdóttir Móaflöt 59, Garðabæ. Spurning dagsins Hvort finnst þér skemmtilegra á vet- uma eða sumrin? PíU Jóhannsson, 11 ára: Mér finnst skemmtilegra á sumrin vegna þess að þá er veðrið langtum betra. En það er líka ágætt að leika sér i snjónum. r Bláfjallanefnd: MUNIÐ AÐ NÚ BARNAÁR! — gerið því eitthvað fyrir bömin Barnakall hringdi. Miklar fréttir og myndir hafa komið í blöðum um nýjar lyftur í Bláfjöllum og eru það vissulega gleðileg tíðindi. En vegna þess að nú er Barnaár Sameinuðu þjóðanna finnst mér rétt að spyrja Blá- fjallanefnd um hvað gera eigi fyrir börnin, sem iðka vilja skíðaíþróttina í Bláfjöllunum. Þar er ein bamalyfta, sem ekki hefur enn verið sett i gang í vetur. Hún er víratogbraut með köðlum niður úr. Reyndar orðin svo slitin að stórhætta getur stafað af. Þess eru jafnvel dæmi að krakkarnir haldi sér beint í virinn, þegar ofarlega er komið í brekkuna. Barnakall vildi skora á Bláfjalla- nefnd að drifa nú í að bæta aðstöðu hinna yngstu á skíðasvæðinu. H Ekki er nóg að sjá hinum fullorðnu fyrir nægilega góðum lyftiútbúnaði I Bláfjöllum. Einnig verður að huga að aðstöðu þeirra yngri. Þó ekki væri nema vegna þess að nú er barnaár. <7 4\ CHRÝSLER >7/7, O \ * <>. 9 SUDURLANDSBRAUT 10. SfMAR; 83330 - 834S4 / V LAUGARDAGS MARKAÐUR1979 Opnum í dag á nýju ári hinn vinsœla laugardags- markað. Aldrei meira úrval af úrvals amerískum fólksbílum. (IL DODGE: Aspen SE 2 dyra....... 1977 AspBn4dyra............ 1977 Dart Custom 4 dyra .... 1974 Dart4dyra ............ 1972 Dart Swinger 2 dyra .... 1971 Volaré Premiér 4 dyra 1978 - glœsiegur einka bill fyrir vandláta. Volvo 142 2 dyra sjélfsk. . . 1974 Pontiac2dyra ......... 1973 Datsun 260 ........... 1978 Aspen SE 2 dyra 1977 - einkabíll I sérffokki - litið ekinn. PLYMOUTH: Volaré Premiér 4 dyra .... 1978 Mazda 323.............. 1978 Concours LN 4 dyra fóltsbfll fyrír þé sem vija géðan Chevrolet. Lada station ......... 1978 Lada station...........1976 Bronco sjélfsk.........1973 Maverick.............. 1974 Mustang............... 1974 Land Rover diesel..... 1971 SIMCA: Horizon nýr ... 1979 1508 GT . . . 1978 Matre Rancho . . . ... 1977 1100 LE . . . 1977 Benz 406D sendib. ... 1969 Nova Concours LN .. . 1975 Nova Concours LN . ... 1976 ÚDÝRIR BÍLAR: VW 1971 Sunbeam 1250 . 1972 Moskvitch .... 1972 ÞÚ ERT í ÖRUGGUM HÖNDUM HJÁ OKKUR. Mikið úrval á skrá og pláss fyrir nokkra göða bíla. VILTU SEUA? VILTU SKIPTA? VILTU KAUPA? OPIÐ KL10-171DAG, LAUGARDAG CHRYSLER mm Uu LLIUU SUÐURLANDSBRAUT 10 - SÍMAR 83330 -83454 Anton Jónmundsson, 10 ira: Mér finnst skemmtilegra á sumrin þvi að þá getur maður verið I fótbolta. Ég er í Fram sem er bezta fótboltaliðið í Reykjavik. Sigrfður Blna Olgeirsdóttir, 10 ára: Mér finnst skemmtilegra á sumrin. Þá getur maður farið í sund og ýmsar íþróttir vegna þess að þá er langtum hlýrra. Olga Hrönn Olgeirsdðttir, 5 ára: Mér finnst skemmtilegra á veturna. Það er svo gaman að vera á sleða í snjónum. Arndls Arnarsdóttir, 10 &ra: Mér finnst skemmtilegra á sumrin. Þá er hægt að gera langtum meira en það er líka mjög gaman að leika sér í snjónum. Kalli, 4 ára. Pabbi minn heitir Einar: Mér finnst skemmtilegra á veturna. Þá er hægt að renna sér á þotu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.