Dagblaðið - 13.01.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 13.01.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JANUAR 1979. hann meðal annars á aö tæpast sé heppilegt að lögreglan sé í mjög nánu samstarfi við varðmenn einkafyrirtæk- is, sem í raun hafi enga réttarstöðu innan dómsmálakerfisins. Hann tekur þó fram að ekkert hafi komið í ljós sem benti til að í þessu efni sé einhver spill- ing. Réttindi erlendra ríkisborgara eru einnig mjög takmarkað vernduð sam- kvæmt dönskum lögum að sögn Esp- ersens. Ef danskur ríkisborgari verði fyrir einhverjum skakkaföllum að eigin mati geti hann leitað til dómstól- anna til að ná rétti sínum. Erlendur borgari hefur ekki þennan rétt að öllu leyti. Þó hann hafi verið búsettur í Danmörku I tíu ár eða lengur geta yfir- völd umsvifalaust vísað honum úr landi og án þess að hann fái tækifæri til að verja gerðir sínar fyrir dóm- stólum. Að sögn nefndarformannsins eru þeir aðilar sem kynnt hafa sér þessi mál fyrir hönd samtaka lögmanna og málflutningsmanna á þeirri skoðun margir, að réttaröryggi borgaranna sé ekki nægilega tryggt. Aðspurður sagði hann að svonefnt lögmannaráð hafi hingað til fremur skipt sér af málum, sem varða laun og afkomu félaga i samtökum lögmanna. Hafi ráðið ekki mikið fjallað um réttarfarsmálefni. Telur Ole Espersen að Ijóst sé að lögmannaráðið hafi til dæmis ekki gert sér grein fyrir því hve nauðsynlegt sé að brevta lögum um að ráðið sjálft af- greiði kærur á hendur félögum í sam- tökum lögmanna. hjá því komist að álykta sem svo að enn séu þeir ekki þroskaðri en börn í sandkassaleik. Aukin ríkisútgjöld Kratar vilja minnka framkvæmdir ríkisins. Það hefur þó þótt skynsanleg ráðstöfun, þegar samdráttur verður í framkvæmdum fyrirtækja og al- mennings, að ríkisvaldið reyni þá að jafna atvinnu með því að auka rikis- framkvæmdir. Eitt af stóru stökkumi kratanna er sú gífurlega áhersla sem þeir leggja á niðurskurð opinberra framkvæmda. Samtímis almennum samdrætti hlýst örugglega af þessu ráðslagi atvinnu- leysi, eða a.m.k. hæfilegt atvinnuleysi, eins og talað var um á viðreisnar- árunum. Og Sigurður, eins og fleiri kratar á rikisjötunni, þarf ekki að óttast at- vinnuleysi. Því eru köld þeirra ráð. - • Skattfrjáls aukavinna Eitt dæmið um yfirboð eða ótíma- bæra vitleysu er svo þingsályktunartil- laga Braga Sigurjónssonar um lág- marks- og hámarkslaun og takmörkun yfirvinnu. Á timum erfiðleika sem að mestu eru vegna þess að þjóðin eyðir meiru en hún aflar, er vitanlega allt tal um að minnka vinnu, fleipur og fá- sinna. Ein leiðin til að sigrast á vandanum er að vinna meira og framleiða meira, þá bæði með meiri vinnu og fram- leiðni sem að sjálfsögðu fæst ekki nema fyrirtækjunum sé kleift að kaupa vélar og tæki sem leiða til aukinnar framleiðslu. Þetta tekst ekki með minni vinnu, raunvöxtum og auknum álögum á fyrirtækin. Þannig ganga ráð kratanna þvert hvert á annað en niðurstaðan verður alltaf sú sama, stóru stökkin kratanna munu leiða til atvinnuleysis. Það er svo um- hugsunarefni, hvort takmörkun yfir- vinnu gæti ekki leitt til kærkominnar aukavinnu, sem ekki yrði gefin upp til skatts. Dæmin eru um það í drauma- landi kratanna, Svíþjóð. Að lokum Vil ég svo benda Sigurði og félögum hans á að framsóknarmönnum er full alvara að vinna gegn verðbólgunni til langs tíma, það verður gert í samræmi við flokksþingssamþykktir flokksins og með drengsskap gagnvart loforðum rikisstjórnarinnar um samráð við launþega. Ef sú framvinda, sem fæst með þeim hætti, verður krötum ekki að skapi, þá er þeim vissulega velkom- ið að stökkva í tjörnina, það er ekki víst að eins margar hendur yrðu á lofti til að draga þá upp úr tjörninni eins og drógu þá uppúr niðurlæging- unni í siðustu kosningum. Kristinn Snæland. ,11 Miklir menn erum við Hrólfur Aflatryggingasjóður Lög um hlutatryggingasjóð voru samþykkt á Alþingi 16. maí 1949, sigurður Bjamason flutti frumvarp að þessum lögum. í mörg ár höfðu þing- menn Vestfjarða barizt fyrir þessum sjóði, síðar var honum breytt í það sem nú heitir aflatryggingasjóður. Af andvirði útfluttra sjávarafurða er yftr- leitt tekið 6% útflutningsgjald og af 'því renna 22% í aflatryggingasjóð, en það eru megintekjur sjóðsins. í stjóm sjóðsins eru sjö menn, tveir frá bátaflotanum (LÍÚ), einn frá tog- lurum (LIU), einn frá Sjómannasam- bandinu, einn frá Farmannasamband- inu, einn frá ASÍ og sá sjöundi fiski- málastjóri sem er formaður. Fulltrúar LÍÚ háfa því ekki meirihluta í stjóm og skítkast Halldórs Hermannssonar í kjallaragrein í DB fyrir skömmu út í þau samtök óþörf í þessu sambandi. Sjóðurinn bætir aflabrest eftir lögum og reglum sem honum hafa iverið settar og staðfestar eru af sjávar- útvegsráðherra, þær hafa verið óbreyttar lengi. Á síðasta aðalfundi LÍÚ gegndi ég formennsku í nefnd 'sem lagði til að skora á Alþingi að .endurskoða þessi lög, þar sem fau væm á margan hátt úrelt. Í lögunum er ekki gert ráð fyrir veiðistöðvunum sem nú eru algengar svo dæmi sé nefnt. Hall- idór skilur ekki að stöðvun annarra veiða en rækjuveiða gæti átt rétt á sér. Slæmur siður hefir þótt að gera út á sjóðina, en út yfir tekur þó ef taka á upp að binda við bryggju á kostnaði sjóðanna. Hér gætu þá sumir bundið I allt sumarið þar til Faxaflói verður opnaður. Bótatímabil eru yfirleitt þrjú, vetrar-, sumar- og haustvertíð, þar sem lágmarkskröfur eru gerðar um út- hald. Uppgjör liggur ekki fyrir fyrr en ,löngu eftir að tímabili lýkur. Bótatíma- !bil ýmissa veiða er þó afbriðglilegt, timabil rækjuveiða er t.d. frá þvi þær byrja að hausti til vors. Að vísu var lofað við síðustu samninga að breyta bótatímabilum til samræmis við mánaðarlegt uppgjör en efndir hafa látið á sér standa. Þetta er mikið mál fyrir allan flotann, þar með talinn rækjuflotann að sjálfsögðu. Flas er ekki til fagnaðar Halldóri þykir „kaldhæðnislegt” að ég sem varaþingmaður hafi orðið til þess að frumvarpið fékk það sem kall- að er þingleg meðferð. Offors i þessu máli er þeirra sem það fluttu, ekki mitt. Að frumvarp Vestfirðinganna skyldi fljúga í gegnum neðri deild með 'öllum sinum vanköntum sýnir bezt að þingmönnum er ekki vanþörf að leita umsagnar í málum sem þessum, enda mun það venjulegt nema sérstöku off- orsi sé beitt. í frumvarpið vantar t.d. ákvæði um við hvað bótagreiðslur skuli miðaðar. Ef sjávarútvegsnefnd neðri deildar hefði sent frumvarpið til umsagnar sjóðstjórnar í upphafi er liklegt að það hefði fengið fullnaðarafgreiðslu fyrir jól. Þá þannig úr garði gert að hægt hefði verið að framkvæma tilgang •' þess. Varla verður sagt að aflatrygginga- sjóður hlunnfari rækjuflotann eftir þeim tölum sem ég hef í höndunum. Samkvæmt þeim var útflutningsverð- mæti rækju 1977 kr. 1000.530 þús., 1 sem hefur skilað í sjóðinn um kr. 20 milljónum, af því mun hlutur Vest- jfirðinga um kr. 12 milljónir. Vegna 'ársins 1978 hefur sjóðurinn þegar greitt vegna rækjubáta kr. 13.4 millj. • og nokkuð mun vanta af skýrslum enn. Þá vil ég benda Halldóri á að vara- þingmaður úr Reykjaneskjördæmi hefur æði miklu fleiri atkvæði að baki sér en kjörinn þingmaður á Vest-. fjörðum. t þeim efnum er svo komið að ef það væru negrar sem byggju í Reykjaneskjördæmi myndu Samein- uðu þjóðirnar löngu hafa tekið málið ; fyrir. Hálfur sannleikur og varla það Halldór segir að samkvæmt skýrslum Fiskifélagsins hafi bætur úr aflatryggingasjóði 1977 til Keflavíkur- flotans numið kr. 62.2 milljónum. t Keflavik var 1977 hagnýttur afli 54.490 tonn (á tsafirði 22.580 tonn). Þessi afli mun hafa skilað í aflatrygg- ingasjóð langt i 70 milljónum króna. Ef notuð er sama heimild voru bætur á öll Suðurnes kr. 144 milljónir. 1977 voru fluttar út sjávarafurðir frá Suður- nesjum fyrir rúma 14 milljarða, sem hefur gefið i aflatryggingasjóð um 180 milljónir og samkvæmt því ekkert tekið frá Halldóri fremur en fyrr. Auk þess landaði loðnufloti Suðurnesja- manna miklu af loðnu úti um land, sem að sjálfsögöu hefur skilað sinu í Kjallarinn Ólafur Bjömsson en 50 föðmum. Arin 1971—74 komu hér suður ekki færri en 17 bátar og voru sumir flest árin, 5—7 bátar í senn. Bátarnir voru frá 10 tonna upp i 30 tonn, nýi báturinn hans Halldórs, Engilráð, hefði vafalaust getað farið út fyrir 50 faðma hafi hann gefið sér tíma til þess. En hann stoppaði stutt, landaði þrisvar tímabilið 6/6—11/6 „aðseiðadiáp,hvarsem er,s6u «á»aarva„da...” „Þeir sem vit ^"STkUe^" u^nn 4 farnir að trua að tisKur Suðurnesium.” • pkki bvðingarmeiri en Me gras Eru Suðurnesm ekki pyoi s eyriogHesteyn?” ijóðinn. Þá segir Halldór að þessu líkar hafi bætur til Suðurnesja verið undanfarin ár. Þá sögu mætti hann kynna sér betur. Allt frá upphafi og fram til 1972 voru bætur úr aflatrygg- ingasjóði til Suðurlands og Suður- nesja nánast undantekning nema árin 1967 og '68, þegar illa aflaðist þarsem annars staðar. Síðan 1972 hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina hér og si- minnkandi afli. Þvi hafa fylgt auknar greiðslur úr sjóðnum á svæðið, bátarnir eru margir og upphæðir þvi talsverðar. Þessi óheillaþróun hefur orðið nokkrum meinhornum tilefni til að hælast yfir. Vafalaust þeim sveit- ungum sínum til lítillar ánægju, sem muna hversu þessar bætur ná skammt þótt þær hjálpi mikið. Halldór skrapp f „verið" Halldór vitnar í ýmislegt sem ég sagði i grein minni, en hefir fátt rétt eftir. Ég segi að rækjuveiðar hafi byrjað fyrir alvöru 1970. Nokkur rækjuveiði hófst hins vegar 1969 og þær hóf landflótta lsfirðingur, ekki Ís- firðingar og ekki 1970. í ísafirði hóf landflótta Norðmaður rækjuveiðar. Þá segir Halldór sig hafa verið á einum þeirra þríggja báta, sem ég segi að ekki hafi getað dregið á dýpra vatni 1974 og satt mun það, að lítið fékk hann af seiðum sem öðru. En að allir hafi hætt veiðum þótt hann brysti þolinmæði er hreint rugl. Almennt var hætt 30/9. Hvar 10—15 tonna bátarnir gátu togað gætu flestir dæmt um, sem til þekkja. Þeir voru ekki á 60—120 föðmum, svo mikið er víst. Heimildir um landanir allra þessara báta getur Halldór kynnt sér á vigtinni í Sand- gerði. Halldór segist ekki skilja mig á köflum. Ja, bragð er að þá barnið finnur. Það er ekki bara á köflum sem skilninginn vantar, Halldór. Gott dæmi um þennan skilningsskort er t.d. að gera mér upp að ég kenni Vest- firðingum öll vandræði í fiskveiðimál- um Suðurnesjamanna, slíkt er fjarri mér. Vestfirðingar eru með fáum undantekningum mitt uppáhaldsfólk, bæði þeir sem hingað fluttu á þreng- ingatímum þeirra og ekki síður þeir sem þraukuðu allar plágur og margir hverjir njóta nú um síðir launa sins erfiðis. Hins vegar held ég að seiða- dráp, hvar sem er, sé verulegur þáttur í okkar vanda og engan hef ég heyrt for- dæma þau vinnubrögð harðar en tals- mann Vestfirðinga á aðalfundi LlÚ í Vestmannaeyjum 1970. Þar lýsti hann rækilega því sem gerist flest haust i tsafirði. Hvort borga á mönnum fyrir að hætta slíkum vinnubrögðum ætti ekki að þurfa að deila um. Halldór telur reyndar mögulegt að þeir gætu unnið fyrir sér á annan hátt. Upprifjun um „sjóóajötur" Sigurður Bjami Hjartarson spyr: „Hverjir hafa gert meira út á sjóðina en Sunnlendingar?” Halldór er hóg- værari, segir að aðeins hverfandi lítið ' úr sjóðnum hafi komið í hlut Vest- firðinga. Ég er ekki sjóðafróður en detta þó nokkrir í hug svona i fljótu - bragði. Á sinum tima var til sjóður sem greiddi sérstakar uppbætur á smáfisk. / Hverjum skyldi sá sjóður hafa veirð ætlaður nema tittadrápurunum. Línu- uppbót var fundin upp til þess að bjarga svæðum, sem á þeim tíma lögðu mest upp úr línuveiðum. Síðan þessi „mikilvægu” svæði hættu að leggja mikið upp úr linu hefur sú upp- bót ekki hækkað i krónum, þótt flest haft hækkað rækilega, og nú hefur það ; reyndar verið skorið niður um helm- ing. Einn sjóðurinn hét atvinnujöfn-, unarsjóður eða eitthvað nálægt þvi og i vafalaust eru margir sjóðir sem ég - kann ekki nafn á. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til þess að sjá að enginn þessara sjóða var ætlaður til sérstaks stuðnings við Suðurnesin. Þá er það sjóðurinn, sem „kjördæmapotaramir”, hafa í reynd notað til þess að flytja fiskveiðar og vinnslu frá Suðurnesjum ásamt margvíslegri annarri mismun-. un. Byggðasjóður lánaði til Vestfjarða 1977 kr. 317.528.000.-, til Keflavikur kr. 560.000.-. t 1977 var svo komið að Vestfirðing-1 ar máttu elta vinnuafl allt til Ástralíu, en mest af fiskvinnslu og veiðum á Suðurnesjum var komið að hruni, þetta kalla þeir „byggðastefnu”. Ársskýrslur Framkvæmdastofnunar . (byggðasjóðs) væri þörf lesning fyrir ' þá Sigurð og Halldór og reyndar mikið f-, fleiri. Fyrr eru þeir tæpast viðræðu- hæfir um sjóði. Landshlutarígur ræktaður Ekki verður deilt um að stjórnvöld : hafa lengst af sett sjávarútveg Suður-1 nesjamanna hjá hvað alla uppbygg- ingu varðar. Nú hefur það bætzt við , að afli á vetrarvertíð bregzt ár eftir ár, * en i aldir hefur sá afli verið undirstaða 11 útgerðarinnar hér. Þetta ástand hefir að því er bezt verður séð orðið nokkr- um oflátungum á forréttindasvæðun- um tilefni margendurtekinna árása og brigzlyrða. Úr leiðurum „landsmálablaða” er lesið yfir alþjóð sendingar á borð við þessa: „í Morgunblaðinu og Vísi blasa við augum okkar svo átakanleg harmakvein frystihúsaeigenda og út- gerðarmanna, einkanlega á Suðurnesj- um, að hvert hjarta hlýtur að hrærast til meðaumkunar. Aftur á móti heyrist slíkt sjaldan eða aldrei frá stéttar- bræðrum þeirra í öðrum landshlutum ogundantekningarlaust aldrei frá þeim sem eiga heima á Vestfjörðum.” í einum leiðaranum var Suðurnesja- mönnum boðið í fiskvinnu vestur eftir að ræfildómur þeirra hafði verið útlist- aður rækilega. „Suðurnesin ekki þýðingarmeiri en Melgraseyri og Hest- eyri,” upplýsti formaður Alþýðusam- bands Vestfjarða I Alþýðublaðinu 13/4 1978. Þeir sem vit sitt hafa ein- göngu úr fjölmiðlum eru farnir að trúa að fiskur sé ekki lengur unninn á Suðurnesjum. Þótt afli hafi minnkað voru fluttar út sjávarafurðir frá Kefla- vík árið 1977, 37.825 tonn, frá ísafirði sama ár 15.599 tonn. Útflutning frá Hesteyri og Melgraseyri læt ég leiðara- höfundum vestra eftir að tíunda. Ólafur Björnsson skipstjóri

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.