Dagblaðið - 13.01.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1979.
framtíö Síberíu
Einu sinni var
ekkinema
loftkastalar
Ég get fullvissað lesendur Dagblaðs-
ins um, að landar mínir lesa alveg
örugglega allt, sem skrifað er um ís-
land og íslenzk málefni í sovézk blöð
og tímarit. Vegna hinnar athyglis-
verðu sögu sinnar og hinnar sérstæðu
náttúru vekur þetta eyland ætíð
óskipta athygli Sovétmanna.
Þann tíma, sem ég hef dvalið hér á
landi, hef ég einnig komizt að raun
um, að meðal Islendinga ríkir engu
minni áhugi á lifi manna í Sovétrikjun-
um. Því var það, að mér kom til hugar
að skrifa grein um Siberíu, en það er
landsvæði, sem ég hef ferðast um
þvert og endilangt sem blaðamaður.
Hið markverðasta
við Síberíu
Fyrst og fremst eru það hinar gífur-
legu vegalengdir. Það er unnt að fljúga
svo klukkustundum skiptir yfir þetta
land og undir vængjum flugvélarinnar
sést ekkert nema hið dökkgræna flúr
skóganna. Mikilfengleiki hinnar
ósnortnu náttúru er einstakur; straum-
harðar, vatnsmiklar ár renna óheftar
af öllum stiflum raforkuvera, risavax-
in furu- og grenitré, svo gildvaxin, að
þótt þrír menn standi umhverfis eitt
slíkt tré og haldist í hendur, þá ná þeir
samt ekki hringinn, og svo hávaxin
eru þessi tré, að toppar þeirra sjást
ekki, þegar horft er upp eftir þeim.
Þarna er ofgnótt villtra dýra, þar á
meðal eru rándýr, en það kynni að
kosta óvopnaðan mann lífið að rekast
á þau. Þarna ríkir mikill mismunur á
hitastigi eftir árstíðum, en þetta mun
flestum Islendingum ókunnugt um.
Það fer kuldahrollur um marga,
þegar þeir heyra orðið Síbería. Þetta
viðhorf á sér að nokkru leyti gilda og
góða ástæðu, því sums staðar, eins og
t.d. austur í Jakútíu, er afar kalt.
þannig fer hitastigið I Oymjakon, sem
er strjálbyggt hérað I Jakútíu, niður i
70stigafrostáveturna.
En sumarið i Siberiu fær hins vegar
íbúana til þess að gleyma allt að því
hinum fimbulköldu vetrum. í Jakútíu,
sem minnst var á hér að framan,
kemst sumarhitinn t.d. upp í 35—40
stig.
Fyrir þremur árum var ég svo hepp-
inn, að eiga þess kost að ferðast um
Jakútiu sem blaðamaður, og var ferðin
farin að sumarlagi. Eg gat þá notið
þess að fá mér ánægjulegan sund-
sprett í Lena-fljóti, sem sums staðar er
allt að 15 km á breidd á þessum
slóðum. önnur athyglisverð staðreynd
er, að Jakútia og Transkákasía eru þau
landsvæði, þar sem íbúarnir eiga sér
afar langa lífdaga.
Nýtt Eldorado
Á siðustu árum hefur mikið verið
skrifað um Síberíu á Vesturlöndum,
og hefur athygli manná einkum og sér
í lagi beinzt að náttúruauðlindum
þessa nýja Eldorados, sem ekki ein-
ungis hafa mikla þýðingu fyrir Rúss-
landsjálft.
Samkvæmt skoðun franska tíma-'
ritsins Realité getur þetta feiknastóra
landsvæði ekki aðeins fullnægt vax-
andi eftirspurn Sovétríkjanna sjálfra
eftir orku og málmgrýti h'eldur getur
það einnig séð Vesturlöndum fyrir svo
miklu magni af orku og málmgrýti, að
það gæti lengt frestinn, sem hin iðn-
væddu Vesturlönd hafa þar til hinn
óhjákvæmilegi orku- og hráefna-
skortur fer að gera vart við sig að
fullu, langt fram yfir árið 2000.
Orkubirgðir Síberíu eru svo sannar-
lega risavaxnar. Ef litið er á áætlunina
fyrir árin 1976—1980, þá er þar gert
ráð fyrir að öll aukning í olíufram-
leiðslu Sovétrikjanna á þessu timabili
eigi sér stað í Siberíu, 90 prósent af
aukningu gasframleiðslunnar og 80
prósent þeirrar aukningar, sem á að
verða i kolavinnslunni. Raforkufram-
leiðsla er auk þess feiknamikil i
Siberíu, og sama er að segja um
vinnslu alls konar málma og jarðefna.
Nýsköpunarsvæði
Nú á dögum er gjörvöll Síbería
orðin eins og eitt risastórt byggingar-
svæði. Afleiðing þessara framkvæmda
verður sú, að í nánustu framtið mun
mikill fjöldi nýrra ibúa bætast við tölu
þeirra 27 milljóna Síberíubúa, sem þar
búa nú. Þetta mun gerast fyrst og
fremst vegna hinna beinu efnahags-
legu aðgerða og vegna þeirrar þróun-
ar, sem nú á sér stað á allbreiðu land-
svæði meðfram aðaljárnbrautarlín-
unni Baikal-Amúr, sem nú er verið að
leggja. Frá þessari þýðingarmiklu
járnbraut á um 100 km breitt iðnvætt
belti að teygja sig til suðurs og norðurs
í austurhlutum Síberiu — þarna er um
Um árþúsundir var skógarbJöraÍBU rikjandi f siberisku skógunum og þvi ofl kailaður konungur þeirra.
að ræða feiknastór orkuver og verk-
smiðjubákn, ný járnframleiðsluver,
vinnslu á koparmálmgrýti úr jörðu,
koparhreinsun og herzlu.
Þegar smíði þessara risavöxnu iðn-
fyrirtækja er lokið, er gert ráð fyrir, að
stofnaðar verði allmargar borgir með
allt að 200 þúsund ibúum, og numin
verði um fjörutíu stór nýbýlahéruð og
einnig stofnuð fjölmörg nýtizkuleg
þorp umhverfis járnbrautarstöðvarn-
ar. Allt þetta verður að fullu byggt og
komið til framkvæmda í nánustu fram-
tíð. Allar þær áætlanir, sem lúta að
þessum miklu framkvæmdum, verða
að teljast raunsæjar. — Það ætti að
vera nægilegt að /nefna sem dæmi
borgina Bratsk (á ísl. Bræðraborg), þar
sem ibúatalan var orðin 200.000 þegar
tveim árum eftir að hornsteinninn
hafði verið lagður að borginni.
Myndin er frá borginni Oymjakon I Siberíu, þar sem frostið fer niður f 70 gráður á Celsius á vetrum.
Þegar f ramtfðin vakti
enga hrífningu
Nú á dögum er enginn í Sovétrikj-
unum lengur undrandi á hinni hröðu
efnahagslegu þróun, sem á sér stað á
þessu stóra landsvæði, þar sem rikiö
veitir árlega gifurlegar fjárupphæðir
til þessarar þróunar og einnig vegna
þess að öll uppbygging efnahagslffsins
í Síberiu er gerð samkvæmt ströngustu
vísindalegu áætlunum.
En fyrir byltinguna — þ.e.a.s. fyrir
1917 — vöktu framtíðarhorfur þessa
stóra, málmauðuga landsvæðis ekki
beinlinis neina sérstaka hrifningu I
brjóstum manna. 1 hinu efnahagslega
vanþróaða Rússlandi á dögum keisar-
anna virtist víðfeðm efnahagsleg fram-
þróun Siberíu ekki vera annað en ein-
tómir loftkastalar. Hinir fáu og
dreifðu íbúar Síberíu lifðu þá við hinar
hræðilegustu aðstæður.
Sænski landkönnuðurinn, Adam
Erik Nordenskiold, skrifar t.d. eftirfar-
andi í bók sinni Leiðangur til ósa
Jenisej-fljótsins: „Rússnesk byggðar-
lög við bakka fljótsins eru dreifð og
strjál, sérstaklega fyrir norðan Túrúk-
hansk. lbúarnir eru svo menningar-
snauðir, að þeir finna ekki til hins
minnsta skorts á iðnvamingi. Hálf-
fallnir kofar, brauð, fiskur og í hæsta
lagi te og tóbak var allt og sumt, sem
þetta fólk gerði kröfur til i lifinu."
Á þeim tímum var einmitt að hefj
ast vinnsla á náttúruauðæfum
Siberíu. Jafnframt því sem grund
völlur var þá lagður að landbúnaði i
Siberiu, tók iðnaðurinn að þróast þar.
Vinnsla á kopar, silfri, blýi, járni og
gulli tók að aukast. En samt sem áður
var Sibería fyrir byltinguna þó ennþá
mjög vanþróað landsvæði innan Rúss-
lands.
í byrjun 20. aldarkom aðeins eitt og
hálft prósent af heildarframleiðslu
Rússlands frá Síberiu og voru það að
mestu leyti óunnin hráefni.
Síbería undir ráðstjórn
Þegar á fyrstu árunum eftir bylting-
una voru miklar fjárupphæðir — á
þeirra tíma mælikvarða — lagðar
fram til þróunar Síberíu, og þetta var
gert þrátt fyrir hið erfiða, pólitíska og
EvgeníBarbukho
efnahagslega ástand, sem þá ríkti I
Rússlandi. Þannig voru fjárfestar 370
milljónir rúblna i framleiðslugreinum
Siberíu á áratugnum milli 1918—
1928. Á næsta áratug þar á eftir eða
allt fram til ársins 1941, þegar Þýzka-
land undir stjórn Hitlers réðst svo
óvænt og á sviksamlegan hátt á Sovét-
ríkin, hafði fjárfestingin i Síberíu
þegar verið komin upp í 3,5 milljarða
rúblur.
Þessar gífuriegu fjárfestingar á rúm-
lega tveim áratugum leiddu svo til
þess, að heildariðnaðarframleiðsla
Vestur-Síberíu hafði þegar árið 1940
32-faldazt og framleiðsla Austur-
Siberíu 15-faldazt miðað við fram-
leiðslu þessara landsvæða árið 1913.
Timabilið eftir seinni heimsstyrjöld-
ina ber vitni um ennþá meiri framfarir
í efnahagslífi Siberíu.
Nú á dögum framleiða hinar mörgu
þúsundir iðnfyrirtækja Síberiu meira
heldur en nam allri iðnframleiðslu
Sovétrikjanna fyrir stríð.
Samanborið við tímabilið fyrir bylt
inguna er þessi efnahagslega þróun
Síberíu ennþá mikilfenglegri, þvi að
iðnframleiðslan í Síberiu hefur frá
þeim tíma hvorki meira né minna en
tvöhundruð-faldazt!
Álíka miklar breytingar hafa um
leið orðið til batnaðar á lífskjörum
Síberíubúa.
Nú á dögum eru það aðeins gulnað-
ar Ijósmyndir á minjasöfnum sem
minna á og bera vitni um vanþróun og
örbirgðibúa Síberíu.
Évgéni P. Barbukho
forstööumaöur APN á fslandi.