Dagblaðið - 13.01.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 13.01.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1979. .............'V Höfum opnað bifreiðaþjónustu í norðurenda Bílasölunnar Skeifunnar, Skeifunni 11. Björt og rúmgóð húsa- kynni, mjög góð þvottaaðstaða. Opið aíla daga frá kl. 8—22. Verið velkomin. * Brfreiðaþjónustan, Skerfunni 11 Fjármálastjóri Starf fjármálastjóra hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar er laust til umsóknar. Óskað er eftir að umsækjandi hafi viðskipta- fræðimenntun eða góða starfsreynslu við bók hald. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðu- blöðum fyrir 19. janúar n.k. til rafveitustjóra, sem vcitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. Útsala - Útsala Komið og gerið góð kaup. Hannyrðaverzlunin Minerva, Hrísateigi 47 (við Verðlistann) Dagblaðið óskar eftir sendli í bíl, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga, frá kl. 12.15—15.00. Þarf helzt að eiga heima í nágrenni Skeifunnar eða í neðra Breiðholti. Uppl. í síma 19125. MMBLAÐffl Tilboð óskast í innanhússfrágang á starfs- mannahúsi Bændaskólans á Hvanneyri. Verklok 15. desember 1979. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7 Rvk gegn 15.000.- kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 13. febr. 1979, kl. ll.OOf.h. INNKAUPASTQFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Doktor í guðf ræði f rá Uppsalaháskóla: GÆTIVAKIÐ MIKLA ATHYGLIÁAL- ÞJÓDAVETTVANGI — nýjum aðferðum beitt við ákvörðun aldurs og sögu texta 2. Mósebókar Sigurður örn Steingrímsson varði fyrir skömmu doktorsritgerð í guð- fræði við Uppsalaháskóla. Ritgerðin er á sviði Gamla testamentisfræða og fjallar um 2. Mósebók, kafla 6:28— 11:10. Hún er rituð á þýzku og nefnist Von Zeichen zu Geschichte eða Frá tákni til sagnfræði. DB hafði samband við dr. Þóri Kr. Þórðarson prófessor í Gamla testa- mentisfræðum við H.í. og spuröi hann álits á ritgerðinni. Dr. Þórir sagði að ritgerðin væri mjög óvanaleg og ætti hann von á því að hún mundi vekja mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi vegna þess að höfundur beitti hér nýjum visindalegum aðferðum við að ákvarða aldur og sögu þessara texta. Þessari aðferð hefði Þjóðverjinn Richter beitt fyrstur en dr. Þórir sagðist telja að Sigurður örn hefði nú fullkomnað þessa aðferð. Dr. Þórir sagði að Sigurður greindi þrjú þróunarstig í þessum frásögnum, sem fjalla um plágurnar í Egyptalandi, allt frá 2. árþúsundi f. Kr. fram til her- leiðingartímans á 6. öld f. Kr. „Menn hafa fyrir löngu komið auga á,” sagði dr. Þórir, „að upphaflega var hér ekki um sögulegar frásagnir að ræða heldur litúrgíska texta sem hafi verið uppfærðir leikrænt í guðsdýrk- uninni. Sigurður örn rennir með rit- gerð sinni stoðum undir þessa skoðun og með vísindalegum aðferðum greinir hann hin ýmsu þróunarstig textans þ.á m. síðasta stigið er þessar fornu leik- rænu frásagnir eru gerðar að sögulegri frásögn.” Sigurður örn Steingrímsson er f. 14. nóv. 1932 og eru foreldrar hans Steingrímur Steinþórsson fyrrverandi forsætisráðherra og kona hans, Theó- dóra Sigurðardóttir. Hann lauk stú- dentsprófi frá M.R. 1952. Um 6 ára skeið var hann við nám í fiðluleik í Vinarborg en lauk guðfræðiprófi frá H.l 1968 og hélt til Uppsala 1970. Sig- urður örn er ráðinn kennari við Upp- salaháskóla út þetta háskólaár. -GAJ- ÍSLANDSBÓK Á ÞÝZKU Iceland Review er iðið við kolann í út- Upphaflegi textinn var skrifaður af Har- gáfumálum. Nú fyrir stuttu kom út þýzk aldi J. Hamar ritstjóra en dr. Friða Sig- útgáfa á ljósmyndabókinni Iceland — urðsson hefur snarað bókinni á þýzku. The Surprising Island of the Atlantic. Eins og heiti bókarinnar ber með sér er Vorum að fá inn þennan fallega Scout II árg. 74 til sölu eða skipta. 8 cyl., sjálfskiptur með öllu. Nú er rétti tíminn fyrir jeppa. Til sýnis á staðnum. BHakaup, Skeifan 5, Sími 86010 - 86030 þetta almenn kynningarbók um landið og er höfuðáherzlan lögð á hið mynd- ræna. í henni eru um 70 myndir, allar i litum og er bókin 96 bls. að stærð. A.I. Reykjavík: Árekstrarnir aldrei fleiri Gífuriegur fjöldi árekstra varð i Reykjavík i fyrradag eða alls 38. Sagðisl Guðmundur Hermannsson yfirlög regluþjónn ekki muna eftir öðrum eins fjölda á einum sólarhring i mjög langan tíma. Ekki varð slys á fólki nema í einu tilfelli en það var er tveir bilar lentu saman í Safamýri á móts við hús nr. 5 og var farþegi i öðrum bilnum fluttur á slysadeild. Guðmundur sagði að lang- flestir árekstrarnir hefðu verið smávægi- legir, tilkomnir vegna hálkunnar og mjórra akbrauta. -GAJ- Skattskýrsl- um rignir yf ir landslýð Nú er verið að senda út skattframtals- eyðublöð til framteljenda um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ríkisskattstjóra eiga almennir launþegar að skila framtali fyrir miðnætti hinn 31. þessa mánaðar. Félög og einstaklingar með atvinnurekstur hafa aftur á móti lengri frest eða til loka febrúarmánaðar. Launamiðum á að skila til skattstofu í síðasta lagi hinn 19. þessa mánaðar. Dagblaðið mun birta leiðbeiningar um framtal og fleira varðandi skatt- skýrsluna undir lok mánaðarins, þegar flestir eru að huga að sinu framtali. -ÓG. Útköllum slökkvi- liðsinsfækkar Töluverð fækkun varð á fjölda útkalla slökkviliðsins í Reykjavik árið 1978 miðað við árið á undan. Er hér um að ræða 14% minnkun á útköllum. Við nánari samanburð á út- köllum kemur i ljós að þessi minnkun stafar aðallega af fækkun á útköllum, þar sem tjón var ekkert. Fjöldi sjúkraflutninga hefur haldizt svo til óbreyttur allt frá árinu 1973 eða um 10 þús. á ári. -GAJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.