Dagblaðið - 13.01.1979, Blaðsíða 4
4.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 197.°.
DB á ne ytendamarkaði
Þurrt heilhveiti-
brauð og feitt kjöt
handa fuglunum
Húsmóðir i Grindavík hringdi:
„Mig langar til þess að biðja ykkur
að upplýsa fyrir mig hvað á að gefa
smáfuglunum ef ekki er til fuglafóður.
Það kemur nefnilega stundum fyrir að
það fæst ekki.
Ég hef verið að gefa þeim mulið
franskbrauð en svo var einhver sem
sagði mér að það gæti verið hættulegt/
Raddir )
neytenda)
það gæti bólgnað út í maganum á
þeim.”
Syar:
Við hringdum til Ásgeirs
Guðmundssonar iðnskólakennara, því
hann er okkar heimildarmaður um
flest sem viðkemur fuglafóðrun. Hann
sagði að ef ekki væri hægt að fá' fugla-
fóður væri langbezt að gefa
snjótittlingunum þurrt mulið
heilhveitibrauð. Hins vegar taldi hann
að þrestir væru ekki spenntir fyrir
sliku fóðri. Þeim þykir langbezt að fá
feitar kjöttuttlur.
SELFOSS LÆGRI
EN VID HUGÐUM
Okkur varð á í messunpí/þegai viö á landinu. Að vísu tókum við skýrt
vorum á dögunum að Huéleiða hve fram að ekki væri hægt að fullyrða
misdýrt væri að lifa á ýms/im stöðum neitt um framfærslukostnaðinn á
Upplýsingaseöill
til samanburðar á heimiliskostnaói
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlegast sendið okkur þennan svarseðil. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi i
upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu
af sömu stærð og yðar.
Kostnaóur í des. mánuói 1978
Matur og hreinlætisvörur kr____________________________
Annað kr_______________________
Alls kr.
BJB YIK W
Fjöldi heimilisfólks
grundvelli neyzlukostnaðarkönnunar
okkar. Til þess er hún enn ekki orðin
nógu viðamikil. En við vorum að ræða
um mistökin sem urðu.
Samkvæmt útreikningi okkar var
mestur kostnaður á Selfossi eða
rúmlega 28 þús. kr. á mán. að
meðaltali á mann. Einnig var tekið
fram að hæsti seðillinn sem barst fyrir
nóv. hefði verið frá Selfossi með
um 45 þús. kr. mánaðarkostnað. Hið
rétta er, samkvæmt þeim gögnum
sem okkur hafa borizt að mánaðarleg-
ur meðaltalskostnaður á Selfossi er
rúmlega 17 þús. kr. á mann. Þannig
myndi Selfoss falla úr efsta sæti alla
leið niður i 17. með 17.155 kr. í meðal-
talskostnað á mann. Hæsti seðillinn
verður þá úr Sandgerði með 35.680 kr.
á mann.
Um leið og beðizt er afsökunar á
þessum mistökum, viljum við enn
ítreka, að ekki var ætlazt til að
hugleiðingar okkar um kostnað á ýms-
um stöðum á landinu væru teknar sem
hinn endanlegi sannleikur. Var það
raunar margítrekað I greininni.
Tölurnar fyrir hvern staö voru
einvörðungu ætlaðar til þess að fólk
gæti, ef það vildi, borið saman bú-
reikninga sína við þá, sem byggju við
sömu viðskiptakjör og það.
-A.Bj.
Skinkurúllur
með aspargus
Venjulegur matur, eins og fiskur og
lambakjöt, er ekki dýrt hér á landi i
dag. Hins vegar er enginn vandi aö
hleypa búreikningunum upp úr öllu
valdi með því að hafa rétti eins og
skinku og aspargus (spergil) með fyllt-
um tómatbátum á borðum. Hráefnið í
slikan rétt fyrir fjóra reiknast okkur til
að kosti nálægt 3.000 kr. eða rétt um
750 kr. ámann.
8 sneiðar skinka
1 dós aspargus
1 1/2 dl rjómi
4 msk. majones
rifin piparrót eða tómatpúrf
4 tómatar
grænt salat.
Uppskrift
dagsins
Það er ekki hægt að neita því að þetta
er girnilegur réttur, enda kostar hann
lika sitt.
Safinn er látinn renna af
aspargusinum og skinkusneiðunum
vafið utan um nokkra stilka
Rúllurnar látnar á fat. Rjóminn er
þeyttur og hrært saman við majonesið
sem síðan er bragðbætt annaðhvorí
með svolítilli rifinni piparrót, tómat-
krafti (2—3 tsk.) eða góðu sinnepi.
Tómatarnir eru holaðir að innan og
majonesblandan látin í þá og þessu
raðað ofan á græn salatblöð, eins og
sjá má á myndinni. Með þessu má
gjarnan bera fram volg, löng brauð,
-A.Bj.