Dagblaðið - 13.01.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 13.01.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1979. BIABIÐ ÚtB«fandb DagblaSWI hf. Framkvmmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfeaon. Rttstjóri: Jónas Krtstjánsson. Fréttastjórl: Jón Blrytr Pétursson, RttstjómarfuRtrúi: Haukur Halgason. Skrtfstofustjóri rttstjómar Jóhannes ReykdaL iþróttir Halur Stmonarson. Aðstoóarfréttaetjórar Atfi Steinarsson og ómar Valdi- marsson. Menntngarmál: Aöabtélnn Ingótfsson. Handrtt Ásgrtmur Pátsson. Btaóamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragl Slgurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Slgurös- son, Gunnlaugur A. Jónsson, Haflur Hattsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Páisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlelfur Bjamleifsson, Hörflur VHhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Þormóflsson. Skrtfstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þortelfsson. Sökistjóri: Ingvar Svoinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. HaHdórsson. Rltstjóm Siflumúia 12. Afgralflsla, óskriftadeild, augtýsingar og skrtfstofur ÞvertioitJ 11. AAalslmi bbflsins er 27022 (10 Ifnur). Áskrtft 2600 kr. á mánufli innanbnds. I lausasölu 125 kr. aintakifl. Setning og umbrot Dagbiaflifl hf. Siflumúb 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siflumúb 12. Prantun: Arvakur hf. SkeHunni 10. Illskárri evrópsk kúgun Harðstjórn Rómarkeisara, sem lands- fg menn hafa nokkuð kynnzt í sjónvarps- þáttum, hefur að líkindum ekki jaðrað við ógnarstjórn þá, sem fólkið í Kambódíu hefur þolað síðustu ár. Eftir valdatöku kommúnistahreyfingar Rauðu kmeranna í apríl 1975 voru landsmenn ofurseldir vit- firrtri stjórn, byggðri á hryðjuverkum og þrælabúðum. Fagna má falli þessarar stjórnar, en jafnframt er ekki unnt að spá Kambódíumönnum farsælli framtíð. Stjórn Rauðu kmeranna laut í lægra haldi fyrir innrásarliði frá Víetnam, þar sem búa fornir erkiféndur Kambódíu- manna. Innrásarliðið hefur vafalaust notið verulegs stuðnings landsmanna, sem vildu taka nokkra áhættu við að kollvarpa ógnarstjórninni, þótt kaupa yrði kött- inn í sekknum. Hitt blandast mönnum vart hugur um, að Kambódía er með þessu orðið leppríki Víetnam og þar með óbeint leppríki Sovétmanna. Kambódíumenn geta einskis annars vænzt af sínum fornu féndum, sem nú hafa ráð þeirra í hendi sér, en þeir fari sínu fram í skeytingarleysi við hagsmuni íbúanna. Svo hörmulega hefur því farið eftir langvinna baráttu Kambódíumanna fyrir frelsi undan nýlenduoki, að þeir eru enn einu sinni komnir undir hæl erlendra yfir- drottnara. Nýlendukúgun Frakka i þessu landi um langt árabil komst hvergi í hálfkvisti við kúgunarveldi síðustu ára. í frægi bók íslenzkri er sagt, að það hafi verið íslendingum lán á sínum tíma, að nýlenduveldið var veikt, sem þjakaði þjóðina. Á sama hátt var það lán Kambódíu- manna og annarra þjóða Indókína, hversu veikt nýlenduveldi Frakka jafnan var. Sú kaldhæðnislega staðreynd blasir við, að kúgun almennings í Kambódíu óx við sjálfstæði það, sem svo lengi hafði verið barizt fyrir, en minnkaði ekki. Kambódía hlaut sjálfstæði undan Frakklandi árið 1953. Mestan hlut að því átti Norodom Sihanouk prins af fornri konungsætt, sem hafði verið krýndur rúmum áratug fyrr. Sihanouk naut nokkurs fylgis landslýðs, einkum bænda. Stjórn hans var viðundandi, eftir því sem gerist í þessum heimshluta, en stóð ekki lengi. Hægri menn tóku völdin árið 1970, og Kambódía lenti á valdasvæði Bandaríkjanna. Landsmenn guldu eftir það fimm ára stríðs milli hægri einræðisstjórnar og Banda- ríkjanna annars vegar og Rauðu kmeranna og Víet- nama, með stuðningi kommúnísku stórveldanna, hins vegar. Stríðstímabilið gekk nærri almenningi í landinu en fyrst kastaði tólfunum, er Rauðu kmerarnir náðu völdum. Stjórn þeirra var háð Kínverjum og lenti í eldi valdatafls hinna kommúnísku stórvelda. Kommúnistastjórnin í Vietnam var hins vegar á vegum Sovétmanna. Að undirlagi þeirra og vegna forns fjand- skapar við Kambódíumenn eldaði hún grátt silfur við stjórn Rauðu kmeranna. Víetnamar náðu undirtökum í grannríkinu Laos eftir valdatöku kommúnista þar. Þeir undirbjuggu innrás í Kambódíu, sem nú hefur heppnazt og reyndist auðveldara vegna haturs landsmanna á stjórn sinni. Víetnamar munu nú herða tökin á Kambódíu- mönnum, svo að þeir æmti ekki eða skræmti á þeirri göngu, sem þeim er búin sem leppríki Víetnams í þágu Sovétríkjanna. Sannarlega er illa komið þjóð, sem neyðist til að líta með nokkrum söknuði aftur til tíma evrópskrar nýlendu- kúgunar. Danmörk: Réttarfari hrakar dómarar og lögregla fara ekki að lögum „Viö höfum enga ástæöu til aö vera hreykin af réttaröryggi borgaranna hér í Danmörku,” sagöi formaður dómsmálanefndar danska þingsins nýlega í blaðaviðtali. Helztu ástæð- urnar fyrir að því hefði hrakað á und- anförnum árum taldi formaðurinn einkum vera tvær. 1 fyrsta lagi hefði þingið verið of tregt til að veita nægi- legt fé til dóms- og lögreglumála og dómarar og lögreglumenn færu ekki eftir þeim lögum, sem þeim væru sett og ætluð væru til að bæta úr göllum fyrra kerfis. Dómsmálanefnd þingsins kannaði mörg mál úr dómskerfinu og byggir formaðurinn niðurstöður sínar á þeim könnunum, auk þess sem hann hefur kennt við lagadeild Kaupmannahafn- arháskóla. Hann telur að á vissan hátt hafi réttarörygginu hrakað. Meðal annars vegna þess að mjög langan timaverðuryfirleitt að bíða þar til mál, sem áfrýjað hefur verið, kemst til úr- skurðar á æðri dómstigum. Einnig bendir Ole Espersen á að þess séu dæmi að þingið hafi sett lög sem ætluð hafi verið til úrbóta á rétt- arfari en ekki gætt þess að gera jafn- framt kleift að þau séu framkvæman- leg. Formaður dómsmálanefndarinnar telur að þess gæti of mikið í störfum lögreglunnar að hún ákveði sjálf hvernig fara á með þá sem grunaðir eru um ýmis afbrot. Þetta telur hann ófært og segir að með þessu háttarlagi hafi ýmis lagaákvæði orðið að algjör- um pappírsgögnum, sem enginn tekur mark á. Espersen benti á að fólki væri ekki tryggður sambærilegur réttur varð- andi rekstur mála sinna fyrir dómstól- um. í þeim efnum kæmi efnahagsleg staða þeirra sem fyrir rétti væru mjög inn í málið. Svo dæmi væru tekin þá ætti yfirlæknir með háar tekjur auð- veldara með að leita réttar síns og tryggja sér sem hæfastan lögmann en þeir sem tekjulægri væru og minna mættu sin í þjóðfélaginu. Formaöur nefndarinnar telur einnig að mjög mikilvægt sé að þeir sem með framkvæmd löggæzlu og dómsmála fara séu sjálfstæðir i starfi. Bendir Að stökkva í tjömina Fíflalæti Sá ágæti krati Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðismálastofnunar rikisins, skrifar grein í Dagblaðið sl. mánudag, undir heitinu „Óróleikinn i Alþýðu- flokknum.” Sigurður fjallar um fifla- læti þau sem þingmenn flokksins hafa haft í frammi á Alþingi og sem Svavar Gestsson ráðherra réttilega kallaði eða líkti við sandkassaleik. Vinnubrögð þingflokks Alþýðuflokksins (14) hafa verið svo dæmalaus að virðingu Al- þingis hefur stórhrakað. Þóttust þó þessir menn ætla að hefja störf þingsins til vegs á ný þar sem stofnun- in nyti ekki tilhlýðilegrar virðingar. Siðan þing kom saman í haust hafa þessir þingmenn þó með góðum stuðn- ingi manna eins og Ólafs Ragnars Grímssonar nánast gulltryggt að skripasamkoma sé réttnefni Alþingis. Það sem að varast o.s.frv. Það sorg- lega er að með grein Sigurðar er það staðfest að fiflaskaparmálin eru ekki aðeins verk strákanna heldur stendur flokksstjórn Alþýðuflokksins að þess- um fíflalátum og ekki nóg með það heldur boðar Sigurður að fíflalátunum verði haldið áfram er þing kemur sam- an á ný. Barnaskapur Á unga aldri henti þaö mig á hlaup- um með tjarnarbakkanum að ég kom að skóflu er lá þvert í vegi mínum. Ég ætlaði að stökkva í boga út fyrir skófluna og inn á bakkann aftur en að vonum lenti ég í tjörninni, förin varð ekki lengri og blautur og drullugur mátti ég snúa heim, vissulega reynsl- unni ríkari. Fyrir síðustu kosningar þóttust kratar hafa ráð við öllum vanda þjóðarinnar, enda væri hann heldur alls ekki mikill, vandamálið væri aðeins það að stjórnarflokkarnir þyrðu ekki að takast á við vandamálin. Þessir riddarar einfaldleikans kom- ust síðan fjölmennir á þing og aðeins einn þeirra, Árni Gunnarsson, hefur síðan viðurkennt að efnahagsvandi þjóðarinnar sé miklu meiri en hann hafi gert sér grein fyrir, fyrir kosningar. Þetta er drengileg viður- kenning og sómi fyrir Árna að vera sá maður að viðurkenna þetta opinber- lega. Það eru gífurleg vonbrigði að lesa svo greinina eftir Sigurð, sem að ó- reyndu hefði mátt ætla að væri ekki einn af riddurum einfaldleikans eða barnaskaparins i Alþýðuflokknum. Ef grein hans er rétt skilin virðast flestir framámenn Alþýðuflokksins vera reiðubúnir að stökkva í tjörnina, með jafn mikilli einfeldni og barnaskap og égforðum. Óróleikinn í Alþýðuflokknum Sigurður vitnar í orð Stefáns Val- geirssonar framsóknarþingmanns en hann mun hafa sagt i viðtali við Tímann: „Óróleikinn í Alþýðuflokkn- um er innbyrðisvandamál.” Sigurður er ekki sammála og telur þennan óróleika vera vandamál annarra flokka. Það er ugglaust alveg rétt hjá honum og ekki nóg með það, óróleik- inn í Alþýðuflokknum er trúlega nær því að vera þjóðfélagslegt vandamál. Óróleikinn i flokknum eru kröfur krata um stór skref til lausnar efna- hagsvanda þjóðarinnar. Sigurður kallar Alþýðubandalag og Framsóknarflokk verðbólgusigurveg- ana úr 1. desember slagnum. Sigurður á við það að þessir flokkar hafi gengist inn á of miklar kauphækkanir 1. des. Sigurður á viö það að framsókn og Alþýðubandalag fundu leið til sam- komulags við verkalýðsfélögin og að vinnufriður hélst. Alþýðuflokkur vildi ganga lengra í kjaraskerðingu og því er óróleiki í flokknum. Alþýðuflokkurinn vill taka stór skref í baráttunni við efnahagsvanda þjóðarinnar. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra er gæt- inn maður og flokkur hans mótaði á síðasta flokksþingi og raunar á mörg- um undanförnum flokksþingum stefnu sem leiðir til hjöðnunar verðbólgu og lausnar á efnahagsvand- anum. Ólafur Jóhannesson reynir nú að feta eftir þessari stefnu í ríkisstjórn með Alþýðubandalagi og Alþýðu- flokki, sem hefur á síðustu misserum einmitt tekið mið af flokksþingssam- þykktum Framsóknarflokksins er hann hefur mótað tillögur sínar. Hvað veidur þá óróleikanum annað en það að Alþýðuflokkurinn vill stökkva út fyrir skófluna en Ólafur vill fara hæg- ar og klofa bara yfir hana. Stóru skrefin hjá Alþýðuflokki eru margvisleg, m.a. samdráttur i rikisút- gjöldum, raunvextir og fleira. Meðal hugmynda krata er m.a. að finna hug- myndir um að takmarka yfirvinnu. Flestir og jafnvel kratar viðurkenna að efnahagsvandi þjóðarinnar sé mikill. Það þarf tæpast að rekja að talsmenn allra, eða nær allra, atvinnu- greina kvarta mjög, tala um fjárþröng og að loka þurfi fyrirtækjum, væntan- lega er mörgum Ijóst að þrátt fyrir ár- vissan barlóm margra atvinnurekenda • ef nú atvinnuástand og hagur fyrir- tækja með versta móti. Kemur margt til m.a. háir vextir, takmarkað lánsfé, frjálsari innflutningur og siðast en ekki síst óhóflegar álögur á fyrirtækin. (Þær álögur eru komnar svo langt að Krístinn Snsland nú má vænta skattsvikafaraldurs enda tala atvinnurekendur um slíkt nú sem nauðvörn og hefur sú afsökun ekki heyrzt áður). Útlit og horfur at- vinnuveganna eru þvi sannarlega ekki bjartar og vísast að verulegur sam- dráttur verði í landinu. Við þessi skilyrði ætti alvarlega hugsandi mönnum að vera Ijóst að stór skref leiða til öngþveitis eða jafnvel neyðar- ástands. Vandaðir menn og óþokkar Vegna þess að ég ætla, að krata- strákarnir séu nú svo vel upplýstir um þjóðarhag að þeir viti hvert stóru skrefin leiða, þá er ekkert hægt að kaila þá annað en samviskulausa óþokka. Þeir sem vitandi vits heimta ráðstafanir sem leiða til atvinnuleysis eru ekkert annað en óþokkar og ekki batnar hlutur þeirra þegar tillit er svo tekið til þess, að flestir eða allir eru þeir ríkisstarfsmenn sem í engu mundu tapa í launum þó svo að bullandi atvinnuleysi væri með þjóð- inni. Vandaðir menn standa við þau orð sína að leysa vanda þjóðarinnar með samráði við verkalýðsfélögin, í sam- ráði við þau verða ekki tekin stór stökk sem leiða til atvinnuleysis. Gömlu kratarnir og uppalningar valdakrata frá viðreisnarárunum sjá viðreisnarárin í dýrðarljóma valdanna sem flokkur þeirra hafði þá, þessa menn dreymir um ný viðreisnarár. Þá varð mesta atvinnuleysi í sögu landsins, sem lýðveldis, þá flúðu Islendingar atvinnuleysið til annarra landa, þá voru móðuharðindi af mannavöldum. Vegna þess að ég vil ekki trúa að kratarnir séu yfirvegaðir óþokkar þrátt fyrir allt, verður ekki

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.