Dagblaðið - 13.01.1979, Blaðsíða 22
-—salur
JÓLAMYND 1978
Dauðinn á Níl
AGATHA CHRISTKS
PfTHt IISHHOV ■ ]iHf BIRKIN • 10B CHIliS
BfTIt OAVIS ■ MU fARROW • JONfTNCH
OUVUHlKSfY ' LS.KHUfi
■ UCKWARÐfN
.jmumkws DfiIHOHTHfHllf
Frábær ný ensk stórmynd, byggð á sögu
eftir Agatha Christie. Sýnd við metað-
sókn víða um heim núna.
Leikstjóri: John Guillermin
íslenzkur texti.
Bönnuðbörnum.
Sýnd kl. 3,6 og 9.
Hækkað verð.
Convoy
Spennandi og skemmtileg ný ensk-
bandarísk Panavision-litmynd, með Kris
Kristofferson, Ali MacGraw — Leik-
stjóri: Sam Peckinpah.
Islenzkur texti.
Sýnd kl. 3.05,5.40,8.30 og 10.50.
salur
Chaplin Revue
Tvær af hinum snilldarlegu stuttu
myndum Chaplins sýndar saman:
AXLIÐ BYSSURNAR og PÍLA-
GRÍMURINN
Sýndkl. 3.15,5.10,7.10,9.10og 11.10.
.. salur D
Baxter
Skemratileg ný erisk fjölskyldumynd íi
litum, um"lítinn dreng með stór vanda-j
mál.
Britt Ekland ■
Jean Pierre Cassel
Leikstjóri Lionel Jsfjries
Sýndkl. 3,15,5.15, tYs, 9.15 og 11.15. .
1
GAMLA BIO
8
aM.11475
Lukkubíllinn
í Monte Carlo
(Herbie Goes to Monte Carlo)
Skemmtilegasta og nýjasta gamanmynd
Disney-félagsins um brellubílinn Herbie.
Aðalhlutverk: Dean Jones og Don
Knotfs.
íslenzkur texti
Sýndkl.5,7 og9.
HAFNARBÍO
8
i )kuþórinn
LAUGARDAGUR
AUSTURBÆJARBÍÓ: í kúlnaregni (The GauntJet),
aöalhlutverk: Clint Eastwood kl. 5, 7.10 og 9.15.
Bönnuö innan 16 ára. íslenzkur texti. Hækkað verð.
GAMLA BÍÓ: Lukkubillinn i Monte Carlo kl. 3, 5,7
og9.
HAFNARBÍÓ: Sjá auglýsingu.
HÁSKÓLABÍÓ: Himnaríki má biða (Heaven Can
Wait), aöalhlutverk Warren Beatty, James Mason og
Julie Christie kl. 5, 7 og 9. Hækkað verð. íslenzkur
texti.
LAUGARÁSBÍÓ: Ókindin II (Jaws II), kl. 5,7.30 og
10. Bönnuð innan 16 ára. íslenzkur texti. Hækkað ,
verð.
NÝJA BÍÓ: Silent Movie kl. 3,5,7 og 9.
REGNBOGINN: Sjá auglýsingu.
TÓNABlÓ: Bleiki pardusinn leggur til atlögu (The
Pink Panther Strikes Again) kl. 5,7.10 og 9.15.
SUNNUDAGUR
AUSTURBÆJARBÍÓ: í kúlnaregni (The Gauntlet),
aöalhlutverk: Clint Eastwood kl. 5, 7.10 og 9.15.
Bönnuö innan 16 ára. íslenzkur texti. Hækkað verð.
GAMLA Bló: Lukkubíllinn í Monte Carlo kl. 3,5,7
og9.
HAFNARBÍÓ: Sjá auglýsingu.
HÁSKÓLABlÓ: Himnaríki má bíöa (Heaven Can
Wait), aöalhlutverk Warren Beatty, James Mason og
Julie Christie kl. 5, 7 og 9. Hækkað verð. íslenzkur
texti.
LAUGARÁSBÍÓ: ókindin II (Jaws II), kl. 5, 7.30 og
10. Bönnuö innan 16 ára. Ísienzkur texti. Hækkað
verð.
NÝJA Bló: Silent Movie kl. 3,5,7 og 9.
REGNBOGINN: Sjá auglýsingu.
TÓNABÍÓ: Bleiki pardusinn leggur til atlögu (The
Pink Panther Strikes Again) kl. 5,7.10 og 9.15.
Afar spennandi og viðburðahröð ný
ensk-bandarísk litmynd.
Leikstjóri WALTER HILL
íslenzkur texti.
Bönnuðinnan 14ára.
Hækkað verð.
Sýndkl. 5,7,9 og 11.
Kvikffiyndtr
Notalegt umhverfi
Sími11440
Hefur þú komið á Borgina eftir
breytinguna? Stemmningin sem
þar rikir á helgarkvöldum spyrst
óðfluga út. Kynntu þér málið af
eigin raun.
MÓTEL BORG
d
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1979.
Útvarp
Sjónvarp
D
r \
ORRUSTAN UM BRETLAND - sjónvarp íkvöld kl. 21.45:
SVIÐSMYNDIN EKKINÓGU
SANNFÆRANDI
Bíómynd sjónvarpsins i kvöld er
Orrustan um Bretland sem er frá árinu
1969. Guy Hamilton er leikstjóri og i
aðalhlutverkum eru Laurence Olivier,
Michael Redgrave, Michael Caine,
Trevor Howard og Curd Jtlrgens.
Kvikmyndahandbókin okkar gefur
'Orustunni um Bretland aðcins tvær
Istjörnur af fjórum mögulegum. 1 henni
|er sagt að þó að myndin hafi kostað 12
Imilljónir dollara (4,3 milljarða íslenzkra
jkróna) hafi greinilega allt of lítið farið í
að gera sannfærandi sviðsmynd. Allar
þær ofnotuðu manngerðir sem komu
fram í myndum frá árunum upp úr 1940
séu gengnar aftur á tjaldinu. Þar séu
ruddalegir þýzkir hershöfðingjar og
ungir brezkir flugmenn, sem eru skotnir
niður í sinni fyrstu flugferð.
Myndin lýsir raunverulegri orustu um.
Bretland árið 1940 og varnaraðgerðum
Breta. En þessari orustu er aðeins skotið
jinn í hinn, á köflum, væmna söguþráð.
| Flugvélamódel eru notuð til þess að
jsýna niðurskotnar flugvélar og eru sen-
Hreinsað til I London cftir loftárás.
urnar ekki alltaf mjög sannfærandi að
mati skrifara kvikmyndahandbókar.
En kvikmyndin um orustuna við Bret-
land er örugglega nokkuð góð sem sögu-
leg skáldsaga. Orustan um Bretland var
lengi í minnum höfð fyrir tíðar og miklar
loftárásir á London. Brezki herinn og þá
sérlega flugmenn hans þóttu standa sig
alveg frábærlega vel gegn ofurefli. Einn
íslendingur var meðal þessara djörfu
flugkappa. Það var Þorsteinn Jónsson
sem enn er fiugmaður, þó í friðsam-
legum tilgangi sé.
DS.
V_____________
1 r—---------^
BEIN LÍNA — útvarp
sunnudagskvöld
kl. 19.25:
Svavar Gests-
son viðskipta-
ráðherra
svarar
Rita og Kris eru orðin forrlk, en bæði muna sultartima.
KVÖLDUÓÐ
— útvarp laugardag kl. 21.20:
RITA OG KRIS
Áreiðanlega verður mikið álag á sim-
um útvarpsins i kvöld, þvi margs er að
spyrja.
Einhverja langar áreiðanlega til að
vita hvað liður rannsóknum ráðherrans
á innflutningsverzluninni — en sam-
kvæmt könnun er verðlagsstjóri lét gera
í vor virtist innkaupsverö á vörum til
íslands hærra en til annarra
Norðurlanda.
Aðrir munu spyrja um vaxtamál
bankanna, en Svavar hefur æðstu
umsjón með þeim. Vitað er, að
Seðlabankinn vill nú hækka bæði
innláns- og útlánsvexti — og telur að
þvi aðeins að það sé gert verði um
raunvexti að ræða. Alþýðuflokkurinn
styður þetta mál, en Svavar og Alþýðu-
bandalagið vilja ekki hækka vextina.
Loks — og það er langstærsti vandinn
— má spyrja um éfnahagsstefnu ríkis-
stjórnarinnar, en þrir ráðherrar, einn frá
hverjum flokki, sitja nú á rökstólum til
að ákveða hana tvö ár fram í tímann.
Kemur brátt til þeirra kasta að ákveða
hversu mikið kaup skuli hækkað nú
þann 1. marz næstkomandi. Ríkisstjórn-
in hefur lýst því yfir að hún vilji helzt
ekki hækka kaup meira en 5%, en
verðlag á lífsnauðsynjum hefur nú þegar
hækkað um meira en því svarar og ekki
ótrúlegt að í marz muni. 5%
kauphækkun vera of lág til að vinnandi
fólk haldi óskertum kaupmætti launa
sinna.
IHH.
V_________________________________t
Ásgeir Tómasson og Helgi Pétursson
annast hálfsmánaðarlega þennan þátt,
þar sem leikin er ljúf og blíðleg dægur-
tónlist. 1 kvöld flytja þeir eingöngu lög
sungin af þeim frægu hjónum Ritu
Coolidge og Kris Kristoffersyni og segja
frá ævi þeirra.
Kris er nú rúmlega fertugur og á
fjölbreytt lif að baki. Hann lauk há-
skólaprófi í ensku frá Oxford, því hann
langaði að verða rithöfundur en fór
síðan í herinn og varð þyrluflugmaður.
Þegar hann kom aftur á jörðina fór
hann til Bandarikjanna, þar sem hann
hugði á fé og frama, nú sem tónskáld og
söngvari. En það gekk illa, hann mátti
sætta sig við að þvo gólfin í hljóðverum
Columbia-félagsins í Nashville. Loks
varð hann kunnur af lagi sínu „Me and
Bobby McGhee” sem Roger Miller söng.
Upp úr þvi fór þetta allt að lagast og
mörg lög hans eru nú mjög fræg, svo
sem „Why me” og „Help me make it
through the night.”
Þessa dagana er hann samt þekkt-
V____________________________________
astur fyrir kvikmyndaleik sinn. Regn-
boginn sýnir þessa dagana myndina
Convoy, þar sem hann leikur. Af öðrum
myndum hans má nefna „The sailor
who feli from grace with the sea” og A
star is born”. 1 þeirri seinni leikur hann
móti Barböru Streisand.
Rita Coolidge fór tveggja ára gömul
að syngja í kirkjukór og hefur sungið
mikið síðan. En lengi var hún ævinlega
til- aðstoðar i bakröddum og sló ekki í
gegn fyrr en árið 1977, að lög hennar
„Higher and higher”, „The way you do
the things you do” og fleiri komust hátt
á vinsældalistana.
Rita og Krist giftu sig árið 1973, en
það ár léku þau saman í myndinni Pat
Garrett og Billy the Kid, sem reyndar
er frægust fyrir tónlist Bob Dylans.
En öll lögin í þættinum í kvöld eru
sungin af þeim hjónum og mundu flokk-
ast undir svokallaða „Country and west-
ern” stefnu.
-IHH.