Dagblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979.
Bréf lögreglumanna til
dómsmálaráðherra:
„Léttið af
okkur
þessu
óþarfa
fargani”
„Það verður að ætla að lögregluþjón-
ar njóti þess réttar að vera ekki dæmdir
á ákærunni einni og ekki fram á mikið
farið að hún sé þá birt þeim ef borizt
hefur. Ekki er okkur kunnugt um við-
horf lögreglustjóra við önnur embætti,
en eðlilegt að hver éti úr sinu í þessu
máli og hið háa ráðuneyti ruglist ekki á
bakaranum og smiðnum.”
Félagsstofnun stúdenta:
BOKHALDSOREIÐA EDA
KOSNINGABOMBA?
„Komið hefur i Ijós að mikil bók-
haldsóreiða og óstjórn er á rekstri
Félagsstofnunar stúdenta og er Ijóst
að það hefur haft mikil áhrif á afkomu
fyrirtækisins.” Þannig segir i frétt í
blaði Vöku, félags lýðræðissinnaðra
stúdenta, en blaðið kom út I gær.
í fréttinni segir að ársreikningar
1976 hafi ekki verið lagðir fram fyrr
en tæpum tveimur árum eftir að reikn-
ingsári lauk og þá þannig að lítt hafi
verið á þeim byggjandi. Þegar sótt hafi
verið um aukafjárveitingu fyrir FS til
fjárveitinganefndar þá hafi ekki verið
hægt að verða við þeirri beiðni fjár-
veitinganefndar að skila greinargerð
um stöðu fyrirtækisins. Gefið er í skyn
að það hafi svo átt sinn þátt i að aðeins
fengust 29 milljónir i stað 64 milljóna
sem beðið var um.
DB bar þessa frétt undir Skúla
Thoroddsen framkvæmdastjóra FS.
Flann sagði vandann fólginn í þvi að
tölvuvinnsla sem tekin var upp 1977
hafi gengið mjög brösótt, m.a. vegna
þess að reiknistofnunin brann. Þá hafi
tölvuprógrammið verið rangt en það
ekki komið I ljós fyrr en seint á síðasta
ári og vinnslan dregizt óeðlilega af
þeim sökum. Þarna hafi sem sé verið
um ýmsa byrjunarörðugleika að ræða
vegna tölvuvinnslunnar en ekkert
benti til þess að um bókhaldsóreiðu
væri að ræða.
Vökumenn segja hins vegar að
drátturinn hafi stafað af því að fyrrum
framkvæmdastjóra FS, Jóhanni
Scheving, hafi láðst að skila inn til
Reiknistofnunar Háskólans svonefnd-
um villulista, sem sé leiðréttingarlisti
eftir fyrstu keyrslu bókhaldsins, fyrir
1977. Það hafi valdið því að útkoman
úr heildarútskriftinni varð tóm vit-
leysa og það sé meginástæðan fyrir
drættinum.
Aðspurður sagðist Skúli álita að hér
væri einungis um að ræða tilraun
Félagsstofnun stúdenta.
Vöku-manna til að búa til kosninga-
bombu.
Bókhaldið hefur nú verið afhent
endurskoðunarskrifstofu Gunnars S.
Magnússonar til skoðunar.
-GAJ
Málefni Kennaraháskólans:
„Sannfærður um að hægt
verður að finna lausn”
— segir Ragnar Arnalds
menntamálaráðherra
Nemendur Kennaraháskólans hafa verið óþreytandi að vekja athygli á vandamálum
skólans að undanförnu.
Hér hafa nokkrir þeirra sóttmenntamálaráðherrannheim, m.a. vopnaðir hljóðfærum.'
DB-mynd: Ragnar Th. Sig.
Þetta er kafli úr bréfi er Lögreglufélag
Reykjavikur hefur sent Steingrími Her-
mannssyni dómsmálaráðherra vegna til-
skipunar hans um að sjónvarpstæki
skuli fjarlægð úr lögreglustöðvum fyrir
30. júní.
Segir í bréfinu að tilskipun ráðuneytis-
ins um skömmtun fjölmiðla til handa
lögregluþjónum verði að teljast móðgun.
Tilkynnt er að aðalfundur félagsins
muni fjalla um tillögur um varnir í þessu
mannréttindamáli, m.a. könnun á laga-
hliðþess.
1 lok bréfsins segir „að stjórn LFR
væntir þess að þér, hr. dómsmálaráð-
herra, afturkallið þessa tilskipan svo af
okkur verði létt óþarfa fargani.”
- ASt.
Atvinna
Er ekki einhver ungur maður sem
vill komast á 55 hekt. sveitabæ á
Jótlandi? Kvikfjár- og svinarækt.
Æskilegt að hefja störf sem fyrst.
Anders Kristian Vind
Nielsen,
Birkogðrdsvej, Fðhrholdtvej 9
Alling, 6823 Anssger,
Danmark.
I\Z/
K'NLEIIU
HÁSKÓMBÍÓI 1-2KL.22
Dizzy
eilIESDIE
KVINTETT
SÖNGKONA
Sheymnne Wright
örfáir mióar tht________
seldir við innganginn
„Ég tel að sá mikli og lifandi áhugi
sem kennarar og nemendur hafi sýnt á
hag skólans sé mjög lofsverður, og ég er
sízt á móti því að þeir berjist fyrir hags-
munum sínum,” sagði Ragnar Arnalds
menntamálaráðherra á blaðamanna-
fundi sem hann boðaði til í tilefni af
þeirri miklu umræðu sem átt hefur sér'
stað um málefni Kennaraháskólans að
undanförnu.
Ragnar sagði að það væri ljóst að
þróazt hefði vandræðaástand i hús-
næðismálum skólans. Hann sagði að
augljóst væri að gera þyrfti bráðabirgða-
ráðstafanir og hann botnaði ekkert í því
hvers vegna ekki hefði verið útvegað
nægilegt leiguhúsnæði fyrir skólann.
„Það sem við getum fyrst og fremst
gert nú er að undirbúa næsta vetur með
góðum fyrirvara,” sagði Ragnar og bætti
því við að hann væri sannfærður um að
hægt væri að finna lausn á vanda-
málinu. Nefndi hann sérstaklega þá
möguleika að taka húsnæði á leigu eða
að setja upp færanlegar kennslustofur
sem væri mjög hagkvæm bráðabirgða-
•lausn. Þá nefndi hann einnig hugmy'ndir
sem áður hefðu komið fram um
breytingar á tilhögun æfinga-
kennslunnar, sem fælu i sér að henni
væri komið fyrir í starfandi grunn-
skólum. Það kæmi vel til álita þar sem
„Við hljótum að verða að treysta
verktakanum og því að hann sjái um sín
mál — annars þyrftum við engan
verktaka,” sagði Pétur Sigurðsson, for-
maður Alþýðusambands Vestfjarða, er
DB leitaði til hans vegna milljónakrafna,
sem gerðar hafa verið vegna smíði or-
lofsheimila sambandsins og fleiri verka-
lýðsfélaga í Vatnsfirði.
Krafa hefur verið gerð á hendur
verktaka, sem ASV réð til að annast
byggingu tólf orlofsheimila í Vatnsfirði.
Hefur framkvæmdin gengið all-
börnum í Hlíðunum og austurbænum
hefði fækkað mjög en börnin I æfinga-
skólanum kæmu einmitt af því svæði.
Um bókavarðarmálið sagði Ragnar
að það væri ekkert nýtt vandamál. Ekki
hefði fengizt fjárveiting til þessa em-
bættis undanfarin ár, en menntamála-
ráðuneytið hefði jafnan gripið inn I og
leyst málið og sagðist hann ætla að svo
yrði enn. Hann sagði að heimild væri í
fjárlögum til að ráða tvo kennara og yrði
væntanlega önnur af þessum stöðum
notuð fyrir bókavörðinn.
Um kennaraskortinn sagði Ragnar
að hann efaðist um að hlutfallið væri
þar óhagstæðara en í HÍ og það væri
staðið ákaflega fast gegn því að fjölga
fastráðnum mönnum í „kerfinu” yfir-
leitt.
Um málefni réttindalausra kennara
sagði Ragnar m.a. að vissir praktískir
annmarkar væru á þvi að ætlast til þess
að fólk sem búið væri að stunda kennslu
árum saman færi að setjast á skólabekk í
tvö ár, þó það væri e.t.v. rökrétt frá
menntunarlegu sjónarmiði. Ragnar
sagðist aðeins hafa sett fram lauslegar
hugmyndir um þessi mál og því hefði
það komið sér mjög á óvart að heyra
kennaraskólanema upplýsa fjölmiðla um
ákvarðanatöku hans í þessu máli og
brösulega. Þrettán manna hópur
iðnaðar- og verkamanna vann við
smiðina í sumar og fram á haust. Undir
lokin varð verktakinn fjárvana og gat
ekki borgað vinnulaun. Nemur sjálf
launakrafan um 6.5 milljónum en með
öllum tengdum gjöldum nálgast heildar-
upphæðin tiu milljónir.
„Við vorum með verksamning við
þennan verktaka um skil á húsunum sl.
haust. Framkvæmdunum lauk hins veg-
ar ekki, því hann varð peningalaus og
skuldaði vinnulaunin,” sagði Pétur
kynni það að torvelda að náð yrði sam-
stöðu. Stefna ráðuneytisins væri
tvimælalaust sú að sem flestir gætu
aflað sér þessara réttinda og langa
starfsreynslu yrði að meta mikils.
„Það yrðu mér mikil vonbrigði ef
Sigurðsson. „Þá vorum við búnir að
borga honum samkvæmt samningum
nálægt hundrað milljónum. Hann vísaði
kröfunni fyrst í stað á okkur og taldi sig
eiga meiri peninga hjá okkur en við
teljum það frekar vera öfugt.”
Pétur sagði enn fremur að verktakinn
hafi visað kröfunni til fyrirtækis sem
hann á sjálfur a.m.k. helming í ásamt
konu sinni og þriðja manni, en það muni
vera einhvers konar undirverktaki hjá
honum. „Hann skuldar víðar úttektir í
efni og vinnu,” sagði Pétur, „en við
teljum þann vera kominn út úr dæminu
og erum að ganga frá endanlegu
uppgjöri við hann — hvernig sem það
fer nú á endanum.”
Grétar Þorsteinsson hjá Trésmíða-
félagi Reykjavíkur — sem á eitt hús-
anna í Vatnsfirði og hefur nokkra
kennaranemar færu að hindra það að
þessi fjölmenni hópur réttindalausra
kennara ætti möguleika á að afla sér
þeirra réttinda,” sagði menntamála-
ráðherra að lokum.
inaðarmannanna innan sinna vébanda
— sagði í samtali við fréttamann
blaðsins að launakröfunni hefði verið
vísað til lögfræðings verkalýðshreyfing-
arinnar til innheimtu. „Verktakinn hefur
viðurkennt skuldina,” sagði Grétar, „en
innheimtuaðgerðir til þessa hafa engan
árangur borið.” Grétar staðfesti að Tré-
smiðafélagið hefði haft milligöngu um
að útvega mönnunum bankalán fyrir
jólin til að reyna að greiða úr brýnustu
vandræðum þeirra.
Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir hefur
DB ekki tekizt að ná tali af
verktakanum. Orlofsnefnd Alþýðusam-
bands Vestfjarða hyggst nú sjálf annast
endanlegan frágang húsanna, sem eru
mjög vel á veg komin, og hefja notkun
þeirra íjúníísumar.
-GAJ-
Orlofsheimili ASV íVatnsfirði: " Milljóna launa-
kröfur í lögfræðiinnheimtu