Dagblaðið - 12.02.1979, Side 3

Dagblaðið - 12.02.1979, Side 3
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 12. FEBRUAR 1979. Lenti íarekstri: Daggjald bílaleigubíls greitt ekki kílómetragjald Bileigandi spyr: Nýlega var ekið aftan á bifreið mína og hún stórskemmd. Hún stóð kyrr, þegar óhappið gerðist, og átti ég enga sök á þvi. Ég bý hér i Reykjavík en stunda vinnu á Suðurnesjum, ek til og frá, allt að 140 km á dag. Það var því mjög bagalegt fyrir mig að missa bilinn, sér- staklega þar sem umboðið, sem seldi mér bílinn, er frægt fyrir seinagang í útvegun varahluta. Hafa menn þurft að bíða allt upp í heilt ár eftir varahlut- um þaðan. Er þó flogið tvisvar á dag milli íslands og landsins þar sem vara- hlutirnir eru framleiddir. Nú greiðir tryggingafélag bílaleigu- bil fyrir mig þangað til ég fæ minn eigin bíl í lag. En það er ófáanlegt til að greiða meira en daggjaldið og vill að ég borgi kílómetragjaldið sjálfur. Segir það að til sé hæstaréttardómur fyrir þessari skiptingu. Getur þátturinn komizt að því fyrir mig og sjálfsagt aðra hvort þetta sé rétt? Svar: Lögfræðingur, sem DB hafði sam- band við, tjáði blaðinu að hann vissi ekki um hæstaréttardóm þar sem bein- línis væri tekið fram að kílómetragjald skyldi tjónþoli sjálfur greiða. Hins vegar væri til réttarvenja, sem sjá mætti í mörgum dómum, að bætur í tilvikum sem þessum væru miðaðar við daggjöld bílaleigubifreiða á hverj- um tíma. Væri ljóst að löggjafinn liti svo á að kilómetragjaldið ætti að mæta rekstrar- og viðhaldskostnaði bifreiðarinnar. - GHP Hvemig kemst ég í Tónabæ? Allt í klessu. Billaus? Nei, það er ekki hægt. Bflaleigubil? Já, en á ég að borga hann? Er það réttlátt að tjónþoli eigi að greiða kflómetragjaldið? Hann er f rétti!!! DB-mynd Sv. Þorm. Hvað viltu vita? Guðjón H. Pálsson. A.Þ. skrifan Undanfarna föstudaga hafa verið haldin böll í Tónabæ fyrir unglinga fædda 1963 og eldri. Hvernig get ég komizt inn í Tónabæ? Ég er fædd 1964 og er með unglingum fæddum 1963 í bekk en er eins og fyrr segir einu ári yngri. Ég kemst ekki inn á böll. Nafnskírteinið mitt sýnir fædd 1964. Og ekkert þýðir að segja dyra- vörðum frá að ég sé einu ári á undan í skóla. Það er óskaplega leiðinlegt að komast ekki inn á ball með sinum skólafélögum. Svar: Æskulýðsráð Reykjavikur sér ekki um rekstur á skemmtunum unglinga i Tónabæ. Þá fimmta og tuttugasta og 'sjötta janúar sl. voru haldnar skemmt- anir. Annan föstudaginn var aldurs- takmarkið ’63 en hinn ’64. En að sjálf- sögðu gilda nafnskirteinin á böll ef þeirra er krafizt. En á meðan Æsku- lýðsráð sá um rekstur skemmtananna var hægt að fá sérstakt skírteini sem gilti á skemmtanir þeirra, þá uppá- skrifað af kennara eða foreldri, ef unglingar voru á undan sinum jafn- öldrum í skóla. Exorcist I endur- sýnd? H.G. hringdi: Verður kvikmyndin Exorcist I endursýnd í Austurbæjarbiói? Svar: Nei. Leigutiminn er útrunninn og búið að eyðileggja filmuna. Hér er Linda Blair (Regan) og Ellen Burstyn (Chris MacNcil) f einu atrió- anna úr Exorcist, myndinni sem er bú- ið að fleygja á haugana. Nýja saumavélin, semgerir alla saumavirmu auðveldari en áður: NECCHI sitoia * | i§ NECCHl SILTJIQ saumavélar eru búnar öllum kostum eldri véla auk ýmissa nýjunga. Með NECCHI SlLUia saumavél er unnt að sauma nánast hvaða efni sem er - allt frá þunnum teygjuefnum til þykkra gallabuxnaefna. NECCHI SILUia saumavélar eru búnar mynsturveljara með liteinkenni. Þetta einfalda fyrir- komulag gerir allar stillingar við val á saumgerð fljótlegri og öruggari en áður hefur tíðkast. NECCHI SlLOia saumavélar eru með sérstökum búnaði, þannig að nálin hreyfist með því sem ncest fullum krafti á hvaða hraða sem er.Þannig er unnt að sauma jafrrvel mjög þykk efni á litlum hraða. NECCHI SlLOia saumavél vegur aðeins um 12 kg með tösku og öllum fylgihlutum. Hún er því sérlega létt í meðferð og flutningi. Nákvcemt eftirlit við framleiðslu og sölu ásamt traustri þjónustu tryggja hámarksnotagildi NECCHI saumavéla. NECCHI SILOia saumavélum fylgir nákvcemur leiðarvísir á íslensku um notkun og viðhald. Útsölustaðir víða um land. gKs Einkaumboð á íslandi: FALKIN N Suðurlandsbraut 8 - sími 84670 Pekking fÞíónust Sendum bæklinga, ef óskað er Spurníng dagsins Ferðu oft í kirkju? Reynir Magnússon blikksmiður: Nei, það geri ég aldrei nema kannski við fermingar og þess háttar. Guðmundur Ingason, vinnur hjá Pósti og sfma: Já, ég geri talsvert að þvi. Fer svona einu sinni í mánuði. Jóhannes Gunnarsson, mjólkurfrxðing- ur: Nei, allsekki. Gestur Pálsson, byggingameistari: Já, ég fer svona sex sinnum á ári vegna trúará- stæðna og svo er jú alltaf gaman að hlusta á sönginn og syngja með. Einar Guðmundsson slökkviliðsmaðun Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég fer nokkrum sinnum á ári og geri það aðal- lega af trúarástæðum. / Davið Daviðsson sölumaður: Nei, það geri ég ekki. Kannski svona tvisvar á ári.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.