Dagblaðið - 12.02.1979, Side 4

Dagblaðið - 12.02.1979, Side 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979 „Flugmenn — Það hefur vonandi ekki farið fram hjá ykkur barátta kennaraháskóla- nema fyrir baettri námsaðstöðu, hús- næði, tækjakosti og auknum skilningi á gildi kennaramenntunar. Hlutverk skólans hefur tekið miklum breyting- um undanfarna áratugi. Uppeldishlut- verk heimilanna hefur færst að miklu leyti yfir á skólana. 1 almennri námsskrá grunnskólans segir um hlutverk skóla. Skólinn á: a) „ ... að stuðla að þroska einstakl- ings sem sjálfstæðs og gagnrýnins þjóðfélagsþegns ..." b) .....að gera nemendur færa um að afla upplýsinga og vega þær og meta...” c) „ ... að geta stuðlað að siðgæðis- þroska nemenda, með því að hvetja til frjálslegra umræðna um efni sem fela í sér mat á réttu og röngu ...” d) ....að reyna að efla félagsþroska — auka hæfni til að setja sig í spor annarra, taka tillit til annarra, skiptast á skoðunum og vinna með öðrum ...” Þetta eru aðeins nokkur dæmi, ef- laust mætti telja endalaust upp. Sam- fara þessu hafa einnig orðið breytingar á kennarahlutverkinu. Þær eru fyrst og fremst fólgnar í þvi að kennarinn verður skipuleggjandi í staö þess að vera stjórnandi. Hann á að leiðbeina nemendur við námið, vekja og við- halda námsáhuga. Þannig verður skólastofan vinnustofa en ekki réttar- salur. Kennari velur nýjar kennsluað- ferðir og viðfangsefni sem hæfir þroskastigi, áhuga og gctu nemand- ans. Hvernig til tekst er háð hæfni kennarans og menntun. Þess vegna erum við i þriggja ára sérhæfðu há- skólanámi til þess að geta framfylgt þessum kröfum og valdið kennarahlut- verkinu sómasamlega. Aðaláherzlan í námi okkar er lögð á hinar ýmsu uppeldisgreinar sem fjalla um þarfir og þroska einstaklingsins. Það er grátlegt hvc yfirvöld sýna þessu litinn skilning. Má það helzt sjá á til lögum menntamálaráðherra um að veita réttindalausum kennurum, sem Opið bréf tilforeldra: „KENNARAHASKOU Á HEUARSNÖS” kennt hafa í 4 ár eftir stúdentspróf, réttindi með 10 vikna bréfaskóla. Er þá okkar nám einskis virði? Ekki má þó skilja þetta svo að við séum alger- lega á móti því að réttindalausir kenn- arar öðlist réttindi. Þeim skal heldur gert kleift að afla sér viðbótarmennt- unar, Samkvæmt tillögum nefndar skipaðri af fyrrverandi menntamála- ráðherra. I þeirri nefnd sátu rektor Kennaraháskóla íslands, deildarstjóri menntamálaráðuneytis og fulltrúar allra stéttarfélaga. Foreldrar! Börn ykkar dvelja meiri hluta dagsins í skóla í 10 ár. Er ykkur alveg sama hverjum þið felið uppeldi þeirra í hendur? Er ykkur sama um menntun þeirra? Teljið þið ekki að vel menntaðir kennarar leiði til betri skóla og betri menntunar barna ykkar? íhugið þetta vandlega! Þetta er mál allrar þjóðarinnar! Vaknið og sýnið stuðning við baráttu okkar. Björk Jónsdóttir Helga Brynleifsdóttir Linda Konráðsdóttir tilvonandi kennarar. Nemendur Kennaraháskóla tslands vekja athygli alþingismanna á kröfum slnum. Raddir lesenda þið hafið kastað virðingu á starfi ykkar fyrir borð” Heimilis- iæknir Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar manns þáttarins „Heimil- islæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. Erlendur Magnússon skrifar: Orð fulltrúa flugmanna í sjónvarp- inu sl. föstudagskvöld voru svo furðu- leg og vanhugsuð að ég get ekki orða bundizt og ekki bættu þeir það álit sem almenningur hefur á þeim. Það er leitt til þess að husga að flugmenn Flug- leiða skuli ekki hafa betri leiðtoga því ég efast um að mestur hluti starfstétt- ar þessarar sé haldinn sama furðulega hugsanagangi og þeir tveir menn sem þeir völdu úr hópi sínum til að standa fyrir máli sínu fyrir framan almenn- ing. Á meðan Flugleiðir eiga í harðri samkeppni á alþjóðavettvangi og nokkrir rekstrarörðugleikar viröast eiga sér stað gera flugmenn allt sem í þeirra valdi stendur til að draga mátt úr þessu þjóðþrifafyrirtæki á sviði samgöngumála. Vanhugsaðar aðgerðir koma niður á flug- mönnum líka Þaö sem vakti furðu mína var ann- ars vegar setning sem fulltrúi FÍ-Flug- leiðaflugmanna sagði: að hver væri sjálfum sér næstur í málum sem þeim sem til umræðu voru. Mikið er hug- myndaheimur þessa manns takmark- aður. Gerir hann sér virkilega ekki grein fyrir því að með aðgerðum þeim sem hann hefur m.a. staðið fyrir er hann að veikja sina eigin stöðu? Gerir hann sér ekki grein fyrir því að verði Flugleiðir fyrir áföllum eykur það á líkurnar að draga verði saman seglin og þá fækka starfsmönnum, þar á meðal starfsfélögum hans. Hann telur sig kannski öruggan þar sem hann hefur nógu háan starfsaldur (seniority) og er kannski bara að hugsa um eigin hag en ekki starfsfélaga sinna sem færri starfsár eiga að baki. Tekjum hagrætt Hitt sem vakti furðu mína var sú furðulega og vanþroskaða skoðun full- trúa LL-Flugleiðaflugmanna að stjórn Flugleiða hagræddi bókhaldi sínu svo að tilteknar rekstrareiningar (Atlants- hafsflugið) sýndu taprekstur. Það liggur við að maður óttist að stíga upp í flugvél sem maður þessi stjórnaði! Ef hann telur upplýsingar til þess ætlaðar að gera sér slíkan hugarburð hjá stjórnanda, hvort sem um forstjóra Flugleiða eða flugstjóra DC-8 er að ræða, þá er ekki von á góðu. Hverjum þeim sem sér og v1ll skilja er ljóst að upplýsingar, t.d. um bókhald, eru til þess ætlaðar að meta stöðu og gera framtíðaráætlanir en ekki ti! þess að byggja dagdrauma og hugarburð á. Kæru flugmenn, það var ekki al- menningur sem kastaði virðingu flug- manna fyrir borð, þið sáuð til þess sjálfir. Eina leiðin til þess að öðlast virðingu ykkar á nýjan leik er að taka höndum saman og leysa þá togstreitu sem er innan raða ykkar og veita Flug- leiðum starfsfrið og styrkja Flugleiðir, ykkur sjálfum til góða, sem og öðrum starfsmönnum og allri þjóðinni. Kyrrstæöar fiugvélar á Kefiavíkurfiugvelli. DB-mynd Snorri Snorrason

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.