Dagblaðið - 12.02.1979, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979.
Frá
Taflfélagi
Seltjarnarness
Meistaramótiö hefst þriðju-
daginn 13. febrúar k1. 8. Inn-
ritun í kvöld í félagsheimilinu
eða í síma 22678 milli kl. 7 og
10.
*
Unglingamótið hefst í kvöld
kl. 8. Innritun milli kl. 7 og 8.
STJÓRNIN
Keflavík
Til sölu bílaverkstæöi í fullum gangi ásamt til-
heyrandi verkfærum. Góö kjör.
Iðnaðarhúsnæði, ca 260 ferm, selst hvort sem
er í einu eða tvennu lagi.
EIGNAMIÐLUN
SUÐURNESJA
Hafnargötu 57, Keflavík, sími 3868.
Hannes Ragnarsson, sími 3383.
ölfushreppur
Selvogsbraut 2 Þorlákshöfn óskar eftir að
ráða byggingarfulltrúa og umsjónarmann
verklegra framkvæmda hreppsins til starfa frá
1. apríl 1979. Tæknimenntun áskilin.
Nánari uppl. veitir undirritaður. Skriflegum
umsóknum, er greina frá menntun og fyrri
störfum, skal skila á skrifstofu Ölfushrepps.
Selvogsbraut 2 Þorlákshöfn fyrir 1. marz
1979.
Sveitarstjóri ölfushrepps.
A HOTEL
LOFTLEIOUM
ICEFOOD
ÍSLENSK
MATVÆLI H
kynnir framleiðslu
sína í samvinnu
við Hótel Loftleiði.
/F
Nú er það síldarævintýri í Blómasalnum á
Hótel Loftleiðum.
Þar bjóðum við hverskyns lostæti úr „Silfri hafsins"
feitri Suðurlandssíld, um 25 rétti: Marineraða síld,
kryddsíld á marga vegu og reykta síld, salöt og ídýfur,
ásamt reyktum laxi, graflaxi, reyksoðnum laxi og
smálúðu. Sannkallaður ævintýramálsverður
á tækifærisverði.
Notið tækifærið og snæðið kvöldverð í vistlegum
salarkynnum, sem skreytt er í þessu sérstaka tilefni.
ar ‘ "9 1 , :
HOTEL LOFTLEIÐIR
■E
Dagana 9.-18. febrúar
Verið velkomin á síld
Borðpantanir í síma 22322
Radartækjunum beint gegn hröðum akstri:
Milljón krónur í sektir
a einum degi
„Á hvaða hraða var hann þessi?” spyr löggan áður en kæruseðillinn var skrifaður.
„Já, þetta var líflegur dagur hjá
radarmælingamönnum,” sagði Hilmar
Þorbjörnsson varðstjóri í umferðar-
deildinni. -,,En svona taka menn batn-
andi færi þó enn séu klakahryggir stór-
hættulegir við flestar götur og því víta-
vert kæruleysi sýnt.”
1 gær var hraðamælingum haldið
áfram og verður svo meðan ástæða
þykirtil.
-ASt. Radartækið stillt á Kleppsveginum. DB-mynd Sveinn Þormóðsson.
Hinum megin hæðarinnar, sem á myndinni sést, var ökuhrað- „Komdu hérna i biðröðina. Þeir hafa varla við að skrifa
inn mældur og reyndist allt of mikill. Þetta var á Kleppsvegin- kærurnar.”
um og meirihluti bila var stöðvaður vegna ökuhraðabrota.
DB-myndir Sveinn Þorm.
Sá sem hraðast ók mældist á 101 km hraða
Nærri lætur að umferðarlögreglan í
Reykjavík hafi á fimmtudaginn sektað
ökumenn um milljón krónur fyrir of
hraðan akstur. Á fimmtudaginn hóf
lögreglan hraðakstursmælingar með
radar þvi mönnum var tekið að of-
bjóða hve hastarlega ökumenn spýttu
í er hraðaksturstækifæri skapaðist á
götum vegna hlákunnar.
Lögreglumenn fóru víðs vegar um
bæinn með radartækið og nálega 60
ökumenn fengu kærur. Lágmarkssekt
við of hröðum akstri er 12000 krónur
og fer stighækkandi eftir hraða. Fari
menn yfir 100 km hraða á
klukkustund liggur ökuleyfissvipting
við, og getur orðið við minni hraða ef
hraðaksturinn er framinn við slæm
skilyrði eða ekið er innan um gangandi
fólk og yfir göngubrautir farið.
Sá sem mældist á mestum hraða á
fimmtudaginn reyndist vera á 101 km
hraða. Sex aðrir mældust á 90—98 km
hraða og fjölmargir óku á 80—90 km
hraða.