Dagblaðið - 12.02.1979, Side 7

Dagblaðið - 12.02.1979, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979. Enginn venjulegur jassgaur 7 í einu orði sagt varð allt vitlaust. Það var ekki aðeins að Dizzy brilleraði einsog við bjuggumst auðvitað við, eða gerðum kröfu til af okkar nor- rænu, heimskulegu, og þó aðallega nauðaómerkilegi heimtufrekju, heldur var hann kallinn með eintóma snill- inga með sér, sem er eiginlega svoldið skrítilegt og sér á parti. Það er nefni- lega alls ekki algengt að svona gamlir gaurar þori að gefa ungum mönnum sjans, hvað þá að þeir beiti sér beinlín- is fyrir að þeir njóti sín. En þetta gerði klassiski jassinn var loksins að komast á blöð vestrænnar músíksögu og svingið var í algleymingi undir forustu Benny Goodmans og þeirra frænda, og þótti helviti gott. En þessir strákar, sem allir voru af- burðamenn sem hljóðfæraleikarar, og unnu einmitt í þessum nýviðurkennda bisniss sem „dansmúsíkantar”, fóru sumsé að hittast eftir'lokun á stað, sem hét að mig minnir Mintons Playhouse, til að ræða og athuga málin. Þarna varð til bebopið, sem setti Tónlist / semsé Mr. Gillespie, og fyrir bragðið fóru fram i Háskólabiói 11.2. 1979 yndislegustu hljómleikar sem ég hef heyrt hér á landi. Og hef ég þó heyrt þá marga góða. Það var víst 1942, svona um það bil sem Bandarikin þvældu sér inn í heimsstyrjöldina og hófu að því að virðist endalaus afskipti af gangi mála hérna í götunni, að nokkrir strákar uppi í Harlem í New York fengu eitt- hvað sem nú á dögum er kallað brjál eða imbi, en var stundum nefnt köllun þegar ég var yngri. Þeir hétu Charlie Parker, Thelonius Monk, Kenny Clarke og Charlie Christian, og svo bættist í hópinn gaur, sem lengst hefur gengið undir nafninu Dizzy Gillespie. Þetta var einmitt á þeim árum sem satt að segja allt á annan endann hjá jassgúbbonum hér í bænum um það leyti sem ég hefði átt að fermast, ef það hefði komið til mála, sem það gerði auðvitað ekki. Nú eru þeir allir dauðir, þessir strák- skrattar, sem gjörbreyttu jassinum og ollu slíku róti i partíum pabba og mömmu, að margir hafa ekki náð sér síðan. Allir dauðir, nema Dizzy. Og við erum svo hamingjusöm, og frek, og áreiðanlega stórsniðug, að fá hann hingað til að spila og spila og spila, á trompettinn. á mikrófóninn, á okkur púplikkumið o.s.frv., o.s.frv. En Gillespie þessi er enginn venjulegur jassgaur, sem svingar sér á milli klúbb- anna hálfur og sæll, og fleytir sér á meðfæddum smásálargáfum. Hann er harðsvíraður músikant, með full- komna teoritíska menntun sem tón- skáld og hljómsveitarstjóri, fyrir utan að vera einnmagnaðasti trompettleik- ari sem uppi er á byggðu bóli. En hann hefur líka staðið í ströngu á pólitíska sviðinu, af því hann er svertingi, og af því hann er stór og mikil manneskja. Hann mótmælti á sínum tima kristnu afturhaldi, hvitu og svörtu, með þvi að taka múhameðs- trú, og er liklega einn sá fyrsti sem kom fram hreinn og beinn sem „Black Muslim”. Við, sem erum svo heppin að fá að njóta tónlistar Dizzys, ættum nú að krjúpa saman í bæn um að draumur hans og allra góðra listamanna um réttlátt samfélag manna hér á jörð- inni, megi rætast. Kannski meira að segja áður en Alþýðubandalagið verður þurrkaðaf töflunni. Nei, þarer nú til of mikils mælst. Leifur Þ. Dizzy Gillespie á sviðinu f Háskólabíói með hljómsveit sinni i gærkvöld. DB-mynd RagnarTh. V Vestf irðingar til- búnir til að taka við rafmagni frá byggðalínu — 600-700 milljóna kostnaður vegna keyrslu dfsilvéla Annar áfangi Mjólkárlinu er nú fullgerður, en það er línan frá Breiðadal til Bolungarvikur fyrir byggðina við Djúp. Fyrri áfanga frá Mjólká lauk i fyrra. Þá hefur og verið unnið við byggingu aðveitustöðvar og er hún nú tilbúin. Að sögn Ólafs Kristjánssonar stjórnarmanns í Orkubúi Vestfjarða er þessi línulagning stærsta verkefni starfs- manna Orkubús Vestfjarða. Línan frá Mjólkárvirkjun í Breiðadal er 35 km og 274 staurasamstæður og liggur línan hæst 760 m yfir sjávarmáli. Línan frá Breiðadal til Bolungarvíkur er 17 km og liggur hún hæst 750 m yfir sjó. Vestfirðingar eru nú tilbúnir til þess að taka við dreifingu frá byggðalinunni. „Það er mjög þýðingarmikið að fá raf- magn til Vestfjarða frá byggðalínunni,” sagði Ólafur. „Ef Mjólkárvirkjun tengist ekki byggðalinunni haustið 1980 eins og ,ráðgert er verðum við að greiða 600— 700 milljónir króna í kostnað vegna keyrslu disilvéla til rafmagnsframleiðslu. Kostnaður við rafmagnsframleiðslu með dísilvélum er fjórum sinnum hærri en það verð sem hægt er að selja rafmagnið út fyrir til rafhitunar. Þetta er því mjög þungur baggi á Orkubúinu.” „Það sem nú liggur á borðinu,” sagði Ólafur, „er að skipta Vestfjörðum i svæði, þar sem annaðhvort verður not- uð fjarvarmaveita eða rafhitun. Það er nauðsynlegt fyrir bæjar- og sveitarfélög að vita það fyrir, hvort kerfið verður notað varðandi alla skipulagninguna. Sem dæmi má nefna að nýja byggðin i Bolungarvík verður rafhituð en eldri byggðin notarfjarvarmaveitu. Tryggja þarf öryggi Vestfirðinga með því að fá loforð stjórnvalda um tengingu vesturlínu og hugsa um Arnfirðinga og Patreksfirðinga, sem eru háðir sæstreng yfir Arnarfjörð.” -BB/JH. Búðardalur: Vilja hef ja leirvinnslu — stærstu leirnámur landsins við bæjardyrnar íbúar Búðardals hafa nú mikinn áhuga á að nýta sér allan þann leir sem í jörðu er í plássinu og nágrenni þess, en þar eru mestu leirnámur landsins. Meðal afurða sem vinna má úr honum eru flísar til flisalagna i heimahúsum. Aðal leirsvæðið er í mynni Laxárdals á um 5 ferkílómetra svæði, að mestu í eigu hreppsfélagsins. Liklegt er talið að 3 til 5 efstu metrar leirmyndunarinnar þar séu nýtanlegir. Talsverðar rannsóknir hafa farið fram undanfarin ár á svæðinu og hafa heima- menn nú ákveðið að koma á kynningar- og umræðufundi um hugsanlega leir- vinnslu í Búðardal. Verður hann haldinn eftir viku og er þar vænzt sér- fræðinga til að skýra frá rannsóknum og niðurstöðum. páskaferdir <§> til ÍRLANDS þessum vinsælu og ódýru ferdum hef ur verió bedid ef tir meö óþreyju Brottfarardagar: 12/4 - 16/4 - 5 dagar - 0 vinnudagartapast - kx 98.000 11/4 - 17/4 - 7 - - 1 - 113.000 11/4 -25/4 - 14 - 6 - - 185.000 Nú er um aó gera aó panta strax, þvi þessar feróir seljast á ótrúlega skömmum tíma. 'TSamvinnuferðir® LANDSÝN AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMI 27077 ■GS/AF. Búðardal.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.