Dagblaðið - 12.02.1979, Síða 10

Dagblaðið - 12.02.1979, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979. Að halda sér vakandi Nú er hægt að fá keypt 1 Japan sér- stakt tæki sem heldur ökumönnum vakandi við aksturinn þött heitt sé i veðri og umferðin gangi hægt. Er það sett á ennið og vilja menn kalla þetta rafeindaknúinn heilakæli. Verðið er um það bil jafnvirði fjörutiu þúsunda islenzkra króna. Sjámmord númer ertt verður framið í hljóðfœraverzlumnni Tónkvísl í kvöld kl. 7. Hljoðfæraleikarar: Pólmi Gunnarsson, Sigurður Karlsson, Guðmundur Ingólfsson, Björgvin Gísla son og Lárus Grímsson. Gæðin framar ollu. MIKIL OVISSA OG BAK1IAR FARINN / -•' — orðrómur um sjálf smorð hans—hundruð hafa fallið í óeirðum um helgina — herinn virðist ætla að vera hlut- laus í átökunum — f ylgismenn Khomeinys fagna sigri Tilkynnt hefur verið i íran að Baktiar forsætisráðherra hafi sagt af sér. Einnig hefur verið sagt frá því í út- varpsfregnum þaðan að hann hafi framið sjálfsmorð. Engin staðfesting hefur þó fengizt á síðarnefndu fregn- inni og alls óvíst um afdrif Baktiars, sem var skipaður forsætisráðherra rétt áður en keisarinn fór úr landi. Hann hlaut einnig traust íranska þingsins, sem enn hefur ekki lýst yfir vantrausti gegn honum. í útvarpsfregnum i gær var sagt frá því að stuðningsmenn Khomeinys trú- arleiðtoga, sem nú er talinn valda- mestur manna í íran, hafi gert húsleit á heimili Baktiars skömmu eftir að hann lýsti yfir afsögn sinni í gær. Ekki var nánar skýrt frá tilgangi eða árangri leitarinnar. Ekki var heldur gefið í skyn að sjálfsmorð Baktiars hafi verið í tengslum við húsleitina. Miklar óeirðir voru í Teheran um helgina. Fregnir bárust um að her- menn hefðu barizt gegn stuðnings- mönnum Khomeinys og hafi í það minnsta tvö hundruð manns fallið. Einnig hafa borizt fregnir af bardög- um á milli lífvarðar keisarans og liðs- manna úr flugher landsins. Margir stuðningsmenn Khomeinys eru sagðir innan hans. Herstjórnin í lran tilkynnti í gær að öllum hermönnum væri skipað að koma til búða sinna. Ætlar herinn að sögn ekki að hafa frekari afskipti af stjórnmáladeilum í landinu. Þrátt fyrir þessa tilkynningu var uppi orðrómur um bardaga á milli hermanna og stuðningsmanna Khomeinys í nótt. Ef svo reynist að Shapur Baktiar fráfarandi forsætisráðherra hafi ráðið sér bana er fallinn frá einhver ötulasti andstæðingur keisarastjórnarinnar. Mun hann meðal annars hafa verið fangelsaður sex sinnum af stjórnmála- orsökum. Hann var 63 ára að aldri og hlaut menntun sína sem lögmaður í Beirut og París. Eins og fleiri jafnaldr- ar hans i íran var hann vel heima i franskri menningu. Stjórnmálaskoð- anir Baktiars eru taldar nálgast stefnu sósialdemókrata í Evrópu. Abel Muzorewa biskup, einn þerra svertíngjaleiötoga, sem tök sætí I bráöabirgðastjórn Ians Smith forsætísráðherra. Hann heldur nú fundi viðs vegar um landið og hvetur svarta til að samþykkja nýja stjórnarskrá sem greiða á atkvæði um I apríl næstkomandi. Ródesía: Drepsóttir og sjúk- dómar munu aukast Ef borgarastyrjöldinni í Ródesíu heldur áfram öllu lengur er veruleg hætta á að drepsóttir breiðist út um landið og sjúkdómar komi harðar niður en áður á almenningi. Svo segir í yfirlýs- ingu frá læknasamtökum landsins. Þar kemur fram að í bardögum á milli her- manna stjórnarinnar í Salisbury og svartra þjóðernissinna hafi bæði sjúkra- hús og læknamiðstöðvar um alla Ródesiu verið eyðilagðar. Einnig mun mörgum litlum sjúkra- húsum og miðstöðvum hafa verið lokað. Sérstaklega mun þetta éiga við þær stöðvar sem liggja nærri frumskógum landsins þar semskæruliðar hafa verið hvað öflugastir og bardagar mestir. Þetta ástand mun koma verst niður á svörtum íbúum Ródesíu. Vitað er að milljónir svartra eru nú án nokkurrar læknishjálpar, sem þó var komin í sæmi- legt horf áður en hernaðarátök hófust í landinu fyrir um það bil sex árum. Læknarnir benda einnig á að farið sé að bera á ýmsum hörgulsjúkdómum bæði meðal barna og fullorðinna. FATÆKTIN TEKUR TOLL í NAPOLÍ Tveir smádrengir, sex og átta mán- aða, létust í gær I Napolí á ítaliu. Mun dánarorsök þeirra hafa verið sú sama og sextíu og eins barns, sem látizt hefur af veirusjúkdómi á síðastliðnu ári. Læknar jhafa einangrað veiruna og telja hana upprunna i fátækrahverfum borgarinn- ar. öll þau börn sem látizt hafa eru úr fá- tækum fjölskyldum. Þau börn betur stæðra sem sýkzt hafa munu öll hafa lif- að af. Sjúkdómurinn leggst á öndunarfæri barna og hefur valdið miklu hugarangri fólks í Napoli því framan af var ekki vit- að um beina orsök þó böndin bærust brátt að örbirgð og fábreyttu atlæti.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.