Dagblaðið - 12.02.1979, Page 12
12
WBIAÐIÐ
frjálst, úháð dagblað
Útgefandt DagblaOUI h>.
FramkvnmdastJóH: Sveinn R. EyjóKsson. RHslJórí: Jónas Krístjónsson.
Fróttastjórí: Jón Birglr Pétursson. RKstJómarfuBtrúi: Haukur Heigason. Skrífstofustjórí rítstjómar
Jóhannes ReykdaL Iþróttir: Haikir Simonarson. Aðstoðarfréttaafjórar AtJi Steinarsson og Ómar Vaidi-
marsson. Manningarmál: Aöabteinn IngóHsson. Handrít Ásgrímur Páisson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefénsdóttir, Gissur Slgurðs-
son, Gunnlaugur A. Jónsson, HaBur HaHsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson,
Óiafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pélsson.
Ljósmyndir: Ámi Péll Jóhannsson, Bjamlelfur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Slgurðs-
son, Svoinn Þormóðsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þréinn ÞoHeifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Drelfing-
arstjóri: Mér E.M. HaUdórsson.
Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, éskriftadeild, augtýslngar og skrifstofur Þverholti 11.
Aðabimi biaðsins er 27022 (10 Ifnur). Áskrift 2500 kr. é m^nuði innanlands. i lausasöki 125 kr. ekitakiö.
Setning og umbrot Dagblaðið hf. Slðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siöumúla 12. Prentún:
Árvakur hf. Skoifunni 10.
Hún er kolbikasvört
„Flekkótt” er ekki rétta orðið um hina
nýju skýrslu Hafrannsóknastofnunarinn-
ar um hæfilega veiði á þessu ári. Hafi
fyrsta fræga skýrslan af þessu tagi átt
skilið að heita „svarta skýrslan”, má
nefna hina nýju skýrslu „kolbikasvarta”.
Ár eftir ár sígur á ógæfuhliðina, þrátt fyrir brott-
rekstur útlendinga úr fiskveiðilögsögunni. Ár eftir ár
mokum við upp sjálfu útsæðinu. Hrygningarstofn þorsks
komst í fyrra niður í 165 þúsund tonn. Aldrei áður hefur
hann verið jafnlítill.
í fyrra vildu fiskifræðingar, að veidd yrðu 270
þúsund tonn af þorski á árinu. Eins og áður vildu út-
gerðarmenn fara að ráðum þeirra og báðu stjórnvöld
um sanngjarnar reglur um takmörkun. Eins og áður
gerðu stjórnvöld of lítið of seint.
Afleiðingin var sú, að þorskaflinn fór upp í 330
þúsund tonn, langt upp fyrir hættumörk. Hinum sterku
árgöngum frá 1973 og 1976 var mokað upp, sumpart í
gúanó. Á netaveiðum fóru 30% í annan flokk og 20% í
þriðja flokk.
í fyrra var vandinn hinn sami og árin þar á undan.
Við höfðum heybrækur í ríkisstjórn. Þær þorðu ekki að
gera það, sem allir málsaðilar vissu, að þyrfti að gera.
Nú höfum við nýja ríkisstjórn. Engin sérstök ástæða
er til að bera meira traust til hennar en hinnar fyrri. En
hún er þó eina vonin, sem við höfum nú á elleftu stund.
Árið 1979 ræður úrslitum um endanlegt hrun þorsk-
stofnsins.
í þetta sinn er enn erfiðara að taka málið föstum
tökum en það var í fyrra, hittifyrra og árið þar á undan.
Svigrúmið hefur minnkað með hverju árinu. Dæmi, sem
áður var unnt að leysa utan ríkissjóðs, verður nú aðeins
leyst innan ríkissjóðs.
Vertíðin er góð um þessar mundir. Bátaflotinn er al-
mennt kominn með blýteina í veiðarfærin og heldur uppi
harðri samkeppni við skuttogarana. Það er alveg hægt
að búast við, að hámarksaflinn verði búinn um eða rétt
fyrirmitt ár.
Hvað tekur þá við? Á að leggja öllum þorskveiði-
flotanum? Þetta er ekkert smáræðis vandamál, jafnvel
þótt nú þegar verði gripið til strangari takmarkana, er
treint geti þorskveiðina fram eftir árinu.
Fiskifræðingarnir hafa undanfarin ár reynzt hafa rétt
fyrir sér í hinum árlegu aðvörunum. Nú hafa þeir lagt til
samdrátt í þorskveiðum, sem nemur ársafla 20 skuttog-
ara. Hvaða 20 togurum ætti að leggja?
Kák undanfarinna ára hefur leitt til þess, að afli á
sóknareiningu hefur minnkað. Sífellt fleiri skip skarka í
sífellt minni afla. Kostnaður í olíu og mannskap eykst á
hvern dreginn þorsk.
Áratugum saman voru þorskveiðin og síldveiðin sú
stóriðja, sem þjóðlífið byggðist á. Þaðan flæddi fjár-
magnið um allt ísland og bjó til nútímaríki á þessari af-
skekktu eyju.
Þessi tími er nú liðinn. Framleiðni í útgerð hefur
hrapað. Engin atvinnugrein er lengur til að halda uppi
þeim lífskjörum, sem við höfum vanið okkur á.
Með róttækum ráðstöfunum í ár má breyta þessu. Ef
við sættum okkur við 250 þúsund tonna þorskafla í ár og
270 þúsund tonna á næsta ári, getum við smám saman
komið hrygningarstofninum upp í 500 þúsund lestir árið
1983.
Þá getur útgerðin aftur orðið stóriðja íslands.
Ástæða uppgangs
hryðjuverkaíiópa
á Vesturiöndum
— Sovétmenn eru oftsinnis sakaðir um að veita þessum
hópum bæði f járhagslegan og siðf erðilegan stuðning
Á hverjum einasta degi berast
fréttir frá Vestur-Evrópu um
sprengjutilrasði, tilræði við fólk,
íkveikjur, morð og töku gisla í
pólitískum tilgangi. í sumum löndum
V-Evrópu eru stjórnleysi og
hryðjuverk orðin brýnt vandamál.
Athyglisvert er, að flestir málsvarar
„niðurrifs”aflanna þverneita öllum
tengslum við stjórnleysisstefnu. í flest-
um tilfellum segjast þeir „berjast gegn
heimsvaldastefnu” eða jafnvel vera
„marxistar”. Oft gefa þeir samtökum
sínum „glæsileg” nöfn, svo sem
„rauðu herdeildirnar”, „öreiga-
sellurnar”, „framsókn til
kommúnismans” o.s.frv. Til þess að
gera likinguna enn meiri hafa nútima
stjórnleysingjar tekið upp i pólitískt
orðasafn sitt marxiskar
kennisetningar. Hugmyndafræðingar
„rauðu herdeildanna” í V-Þýskalandi
hafa auk heldur vitnað í Lenin i þvi
skyni að sanna, að gagnrýni hans á of-
beldisaðgerðir einstaklingsins skírskoti
til þolandans en ekki gerandans. Þetta
er vísvitandi mistúlkun vegna þess, að
Lenin var einmitt mjög andvígur ein-
staklingsárásum á ráðherra. Hann rit-
aði:
....Reynslan af byltingunni og
gagnbyltingunni í Rússlandi hefur
sannað betur en tuttugu ára barátta
gegn ofbeldi sem hernaðaraðferð, að
flokkur okkar hefur rétt fyrir sér.”
Það eru hugmyndir maóista en ekki
falsaðar tilvitnanir í marxismann, sem
eru meginatriði þeirra nýjunga, sem
skotið hafa upp kollinum 1 kenningum
stjórnleysis- og ofbeldisaflanna.
Nútima hryðjuverkahópar lita á
kenningar „Mao Tse-tung um
vopnaða baráttu ekki aðeins sem
fræðilegar kenningar, heldur og sem
leiðsögn um aðgerðir.” Þessar
kenningar mæla með því, að áhang-
endur þeirra skuli líta á óeirðir sem
allsherjar ráð til jDess að ná þeim mark-
miðum, sem þeir hafa sett sér. („Alla
visku marxismans má draga saman i
eina setningu: Óeirðir eru réttlæt-
anlegar.” Mao Tse-tung). Þegar um er
að ræða upphlaup stjórnleysingja, þá
mynda þau röð einstakra ofbeldisað-
gerða, sem framkvæmdar eru undir
slagorði maóista: „Refsið einum
hundrað til viðvörunar.”
Engin þessara „nýjunga” hefur þó
gætt „niðurrifs”kenningar stjórn-
leysingja neinu frumlegu inntaki.
Kjarni þeirra er óbreyttur. Þeir treysta
á vald og ofbeldi sem allsherjar ráð til
þess að ná þeim markmiðum, sem þeir
hafa sett sér. Skirskotanir nútíma
stjórnleysingja til maóismans benda til
skyldleika þessara stefna, sem báðar
eru jafn framandi marxismanum.
Nægir að minna á það mat, sem 25.
flokksþing KFS lagði á hugmynda-
fræði og stefnu maóista. Það er of
vægt að orði komist að segja, að
maóísk hugmyndafræði og stefna sé
ósamþýðanleg kenningum marx-
leninismans: Þær eru algerar andstæð-
ur þeirra. Samt halda sum vestræn
blöð áfram að halda því fram af
ráðnum hug, að nútíma stjómleysis-
stefna sé „grein af marxismanum”.
ítalska blaðið La Domenica del
Corriere gekk meira að segja svo langt
að halda því beinlínis fram, að nútima
hryðjuverkamenn fengju ekki aðeins
hugmyndir sínar frá, heldur gengjust
þeir og undir þjálfun i skemmdarverka-
starfsemi i sérstökum búðum í einu af
sósíalísku rikjunum. SpringerblaSið
Die Welt i V-Þýskalandi fullyrti, að
stjórnleysingjar nytu stuðnings vissrar
leyniþjónustustofnunar, sem er „í
þjónustu kommúnista er fylgja
Moskvustefnunni”.
Hryðjuverkamenn fá vissulega
stuðning erlendis frá. En ekki þaðan
sem höfundar fyrrnefndra rógskrifa
segja. Hvatamenn nútíma ofbeldis-
stefnu er að finna í hinum vestrænu
löndum sjálfum, fyrst og fremst meðal
þeirra, sem nota ofbeldi til þess að
koma fram pólitískum markmiðum
sínum.
Hvers vegna ieyfðu erindrekar v-
þýsku leyniþjónustunnar þrem
hryðjuverkamönnum að sleppa
lausum i ágúst 1978? Það er staðreynd
að fjöldi vitna hafði borðið kennsl á
glæpamennina. Þeir voru ljósmynd-
aðir af lögreglunni, sem hélt því fram
á sama tima, að hin grunaða þrenning
hefði notað bil með fölsku númers-
skilti. Hvernig gat það gerst, að allir
verðir Moabit-fangelsisins í V-Berlín
létu tvær konur ógna sér, sem höfðu
komist inn i fangelsið á fölsuðum
vegabréfum og með vopn og tókst aö
frelsa stjórnleysingjann Till Meyer?
Önnur staðreynd. Hryðjuverkamað-
urinn Hans-Joachim Klein, sem lög-
reglan hefur árangurslaust leitað að
síðan 1975, er hann tók þátt i að ræna
ráðherrum OPEC-landanna, hefur
leitað sér hælis í ísrael og stendur nú
undir vernd ísraelsku leyniþjón-
ustunnar. Hvernig gat þetta gerst?
Ránið og morðið á Aldo Moro, sem
félagar úr „rauðu herdeildunum”
stóðu að, hefur knúið marga ítali til
þess að líta á hryðjuverkavandamálið
frá nýju sjónarhorni. Sú spurning
hefur vaknað: Hafa ekki voldugri öfl,
og þá einkum bandariska
leyniþjónustan, verið viðriðin þennan
vandlega undirbúna glæp? Það er
staðreynd, að litið var á þennan fyrr-
verandi forsætisráðherra ítaliu sem
óæskilega persónu af vissum öflum, og
það ekki aðeins vissum öflum handan
Atlantshafsins. Þetta er ekkert leynd-
armál. Nýlega voru birt sérstök leyni-
leg fyrirmæli til erindreka bandarisku
leyniþjónustunnar erlendis, skjal FM
30—31, sem staðfesta þennan grun.
Höfundar fyrirmælanna leggja til, að
unnin verði ýmisss konar skemmdar-
verk, m.a. að komast inn í raðir rót-
tækra „vinstri” hópa, svo sem „rauðu
herdeildanna”, í því skyni að skapa
ringulreið, óróa, og að ræna pólitísk-
um leiðtogum sem eru í andstöðu.
Þessar leiðbeiningar voru samdar sér-
staklega fyrir „vinveitt” lönd, þ.e.
bandamenn Bandarikjanna í Nato.
Sagt er i einum af leynilegum fyrir-
mælum CIA, að þessar aðgerðir skuli
fremja í því skyni að láta almenning
halda, að byltingarsinnar standi að
þeim. Slíkar aðgerðir á ekki aðeins að
vinna með tilstilli ógrunsamlegra
stjórnleysingja, heldur og nýfaista og
jafnvel glæpamanna.
Dæmið um „rauðu herdeildirnar”
sýnir hvaða braut höfundum þessarar
áætlunar tókst að ryðja. Fyrst var
þessum hóp meintra róttækra „vinstri-
sinna” breytt í gróðrarstöð fyrir
dulbúna nýfasista í lok sjöunda ára-
tugarins. Eftir byltinguna í Portúgal
1974 fannst nafn Curcio, eins af frum-
kvöðlum „rauðu herdeildanna” I
skjölum Againter, vestur-evrópskrar
nýfasistamiðstöðvar, sem hafði
höfuðstöðvar sinar i Lisabon. Hann
var talinn öðrum til fyrirmyndar. Sagt
var, að hann væri snjall við að lauma
dulbúnum nýfasistum inn í raðir
„rauðu herdeildanna”. Einnig var sagt
i skjalinu, að þessir hópar „stunduðu
áróður og fremdu ofbeldisaðgerðir likt
og sú starfsemi væri unnin af and-
stæðingum okkar, kommúnistum”.
Þegar i ljós kom eftir morðið á Aldo
Moro, að nýfaistar og „rauðu” hryðju
verkamennirnir höfðu sama heimilis-
fang í Róm, þá kom það engum á ó-
vart.
Það er einnig þess vert að fjalla um
þá staðhæfingu, að hryðjuverkamenn
fái sérstaka þjálfun. Sumum er vissu-
lega kennt það sérstaklega að hand-
fjatla vopn og sprengiefni, einkum í
herstöð Nató á Sardiníu og í búðum
nýnasista í Bæjarlandi, þ.e. undir
leiðsögn leyniþjónustumanna frá
Bandaríkjunum, Vestur-Þýskalandi og
Ítalíu. Vestur-þýska blaðið Unsere
Zeit hefur t.d. ritað um þetta. Hryðju-
verkamennirnir fá líka yfirleitt allt
sem þeir þarfnast til þess að fram-
kvæma verknað sinn, eftir sömu
leiðum.
Saga stjórnleysis- og ofbeldistefnu er
samofin starfsemi leyniþjónustanna.
Hinar siðartöldu koma erindrekum
sinum inn i raðir baráttuhópa á öllum
timum. Reglan er, að skipulagning og
framkvæmd ofbeldisaðgerða er i sam-
ræmi við óskir yfirvalda. Það er t.d.
staðreynd, að Napóleon III. keisari
Frakklands fyrirskipaði lögreglunni,
sem átti erindreka sína í hópi stjórn-
leysingja, að sviðsetja „dramatiska
morðtilraun við sig". Þótt þessi verkn-
aður væri unninn eftir forskrift og
með samþykki lögreglunnar, kom það
ekki í veg fyrir að stjórnvöld refsuðu
stjórnleysingjunum harðlega, en þá
grunaði ekki einu sinni að þeir hefðu
verið notaðir sem leikbrúður. Keisar-
inn notaði þessa misheppnuðu morð-
tilraun við sig sem afsökun fyrir því að
berjast gegn „óvinum ríkisins” með
þvi að setja kúgunarlöggjöf. Beindist
hún einkum gegn stjórnarandstöðunni
en alls ekki gegn ofbeldismönnunum.