Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.02.1979, Qupperneq 17

Dagblaðið - 12.02.1979, Qupperneq 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979. Söngsveitin Fflharmonía og Sinfóníuhljómsveit íslands: Næstkomandi fimmtudagskvöld munu Sinfóníuhljómsveit Islands og Söngsveitin Fílharmonía ásamt einsöngvurunum Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur sópran, Sigurði Björns- syni tenór, og Halldóri Vilhelmssyni bassa flytja eitt af stórverkum tón- bókmenntanna, óratoríuna Sköpunina eftir Joseph Haydn undir stjórn Marteins Hungers Friðrikssonar. Þetta er 19. starfsár Söngsveit- arinnar Fílharmoniu og er vart þörf á að kynna söngsveitina frekar, þar sem hún hefur vissan sess i tónlistarlífi . landsins, með flutningi allra helztu kórverka tónbókmenntanna í gegnum árin. Þó ber að nefna þátt söngstjórans Marteins Hungers Friðrikssonar, sem tók við stjórn kórsins fyrir þremur árum eftir nokkra lægð frá andláti stofnanda Söngsveitarinnar, dr. Róberts Abrahams Ottóssonar. Með mikilli eljusemi og áhuga hefur Marteini tekizt að ná fram þeim gæðum og reisn sem kórinn hafði að bera í tið Róberts. \ Um hundrað manns skipa Söngsveitina Fílharmóniujvið uppfærsluna á Sköpuninni; myndin er tekin á æfingu I Háskólabiói síðastliðinn laugardag. DB-mvndir Kristján Ingi. FLYTJA EITT AF STÓRVERK- Óratoríuna Sköpunina samdi Joseph Haydn á árunum 1795—1798. Verkið er í hefðbundnum óratoríustíl, samið fyrir fjórraddaðan kór, þrjá einsöngv- ara og hljómsveit. Er þetta eitt af hans stærstu verkum og er talið að engin af tónsmíðum hans hafi borið nafn hans jafn víða. Verkið tekur hátt á aðra klukkustund í flutningi. Áður hefur Sköpunin tvivegis verið flutt hér á landi. Hún var frumflutt árið 1939 í Bilaskála Steindórs af kór Tónlistarfélagsins og karlakórnum Kátir félagar ásamt Hljómsveit Reykjavikur undir stjórn Páls ísólfs- sonar. Síðan var hún flutt af Söng- sveitinni Filharmoníu og Sinfóníu- hljómsveit íslands úndir stjóm dr. Róberts Abrahams i Háskólabíói árið 1973. Þess má að lokum geta að í byrjun UM TONBOKMENNTANNA — óratoríuna Sköpunina í Háskólabíó næstkomandi fimmtudagskvöld marz hefjast æfingar á Níundu sinfóníu Beethovens sem sennilega er eitt þekktasta og vinsælasta verk allra tíma. Verkið verður flutt i byrjun júní i Háskólabíói. Við flutning verksins verður að fjölga mikið í öllum röddum kórsins, og verða nýir félagar raddprófaðir á næstunni. Eins og fyrr segir verður óratorían Sköpunin fiutt næstkomandi fimmtudagskvöld og hefst í Háskóla- bíói kl. 8.30. KIE. Hér má sjá stjórnandann, hljómsveitina og kórinn á æfingu I Háskólabíói. Marteinn Hunger Fríðriksson stjórnandi otar sprotanum. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Menntun í þágu atvinnuveganna argus Miðakaup og endumýjun Þeir sem misstu af miðakaupum í janúar, gefst nú kostur á að eignast miða og spila með. Hæstu vinningar í 2. flokki eru 2 milljónir sem verða að 10 milljónum á trompmiða. Vinsamlega endurnýjið tímanlega og forðist þröng síðasta daginn. Við drögum 13. febrúar. 2. ftokkur 9 @ 9 - 36 - 207 — 378 — 7 947 — 8.586 36 - 8 622 2 000.000 1.000.000. 500.000 100.000. 50.000. 25.000. 75.000,- 18.000 000 • 9.000.000 ■ 18 000.000 ■ 20.700.000.- 18.900.000.- 198.675.000 ■ 283.275.000- 2.700.000- 285.975.000-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.