Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.02.1979, Qupperneq 20

Dagblaðið - 12.02.1979, Qupperneq 20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979. 20 i Efstu liðin sigruðu i 1. deildinni i gær, svo Beveren hefur enn fjögurra stiga for- ustu. Hins vegar tókst Lokeren ekki að sigra Charleroi á útivelli. Þar varð jafn- tefli án marka en Standard sigraði í sin- um leik. Úrslit: Charleroi—Lokeren 0—0 Winterslag—Beerschot 1 — 1 Molenbeek—La Louviere 1 — 1 Beveren—Waterschei 2—0 FC Brugge—Beringen 2—1 Lierse—Anderlecht 0—1 Courtrai—Liege 0—0 Standard—Waregem 1 —0 Berchem—Antwerpen 1—0 Staðan er nú þannig: Beveren 19 34- -11 29 Anderlecht 19 43- -23 25 Lokeren 19 24- -19 23 FC Brugge 19 25- -18 23 Molenbeek 19 25- -21 22 Antwerpen 19 22- -16 22 Standard 19 23- -17 21 Waterschei 19 19- -16 20 Beringen 19 23- -21 19 Beerschot 19 24- -24 18 Charleroi 19 21- -25 18 Lierse 19 22- -24 17 Winterslag 19 23- -25 17 Waregem 19 14- -24 15 La Louviere 19 25- -41 14 Beerchem 19 12- -25 14 FC Liege 19 20- -31 13 Courtrai 19 10- -27 12 íþróttir Skot Kalla Joh. small í stöng og Fram sigraði — Fram sigraði HK í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik í gær 22-21 þar sem Karl Jóhannsson var millimetrum frá að jaf na tveimur sekúndum fyrir leikslok Fram sigraði nýliða HK 22-21 i hörkuviðureign 1 Laugardalshöll 1 gær- kvöld. Það var hvergi gefið eftir frá fyrstu minútu til hinnar siðustu og aðeins tveimur sekúndum fyrir leikslok small skot gömlu kempunnar Karls Jóhanns- Heimsmet Natalia Marasescu, Rúmeniu, setti nýtt heimsmet innanhúss i 1500 metra hlaupi kvenna á múti i Búdapest á laug- ardag. Hljóp vegalengdina á 4:03.00 min. Hún átti sjálf eldra metið, 4:05.00 sett á sama stað i febrúar i fyrra. Pétur skoraði tvívegis „Það var ekkert leikið i úrvalsdeild- inni htr i Hollandi i gær en við hjá Feyje- noord lékum æfingaleik við áhuga- mannaliðið Rosendal. Það var á vellinum hjá áhugamannaliðinu og Feyenoord sigraði með 7—0. Léttur leikur og ég skoraði tvö af mörkum Feyenoord,” sagði Pétur Pétursson, miðherjinn ungi frá Akra- nesi, þegar DB ræddi við hann i morgun. Pétur bjúst við, að knattspyrnan i Hollandi færi á fulla ferð um næstu helgi — en veður hefur verið slæmt og vellir vondir, svo ekki hefur verið hægt að leika. Leikmenn Feyjenoord fóru til Kanarieyja og æfðu þar i tiu daga i janú- ar. sonar i markstöng Fram — er stóð þvi uppi sem sigurvegari. Fjórði leikur Fram i röð sem vinnst með einu marki en Fram hefur nú 11 stig úr 10 leikjum. HK vermir hins vegar enn botnsæti 1. deildar með aðeins 4 stig. Þeir voru ólánsamir Kópavogsbúar i gærkvöld að hljóta ekki dýrmætt stig i 1. deild. Báðir leikirnir gegn Fram hafa nú tapazt með einu marki. Það var mikil stemmning i Höllinni og greinilegt að bæði lið ætluðu sér sigur, ekkert nema sigur. Þegar frá upp- hafi sat harkan í fyrirrúmi en leikurinn var þrátt fyrir það ávallt mjög skémmti- legur á að horfa. Viðureign ungra liða er setja markið enn hærra — eru enn í mót- un. Stefán Halldórsson, hinn 19 ára gamli Kópavogsbúi, var maður leiksins. Kraftur, snerpa og ákveðni þessa snjalla leikmanns kom vörn Fram hvað eftir annaö í vandræði. Og áður en yfir lauk hafði Stefán skorað 12 mörk — flest sér- lega falleg með þrumuskotum. En það dugði HK ekki til — og þá fyrst og fremst vegna þess að enn kunna leik- mennirnir ungu með Karl Jóhannsson í broddi fylkingar ekki aö verjast. Vörnin er stóri höfuðverkurinn og ætli HK sér að halda sæti sínu í 1. deild þá hlýtur Axel Axelsson, þjálfari liðsins, að leggja megináherzlu á þennan veikleika. Þegar frá upphafi var mikill hraði í Höllinni. Bæði lið léku á fullu frá upp- hafi og það var engin lognmolla. Jafn- ræði var með liðunum — jafnt á öllum tölum upp í 9-9. En þá kom slæmur kafli HK — eins og raunar oftar í vetur. Rétt eins og leikmenn missi einbeitinguna og Fram skoraði þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks. Fram komst síðan í fjögur mörk yfir, 15-11, en með mikilli baráttu, þar sem hver einasti leikmaður HK hvatti hver annan, jöfnuðu þeir, 17-17, og náðu for- ustu á 21. minútu, 19-18, með marki — jú, hvers annars en Karls Jóhannssonar. Theódór Guðfinnsson, er i haust gekk úr Breiðabliki í Fram og hefur sýnt gífur- legar framfarir, jafnaði 19-19. Stefán Halldórsson kom HK enn yfir, 20-19, en tvö mörk Fram fylgdu, 21-20 og þrjár mínútur eftir. Ragnar Ólafsson jafnaði er tæpar tvær mínútur voru eftir, 21-21. Fram með knöttinn og þegar rétt mínúta var eftir fiskaði Birgir Jóhannsson víti. Gústaf Björnsson skoraði af öryggi. Sekúndurnar tifuðu hver af annarri en ekki fann HK glufu í vörn Fram. Er tvær sekúndur voru eftir skaut Karl Jóhannsson, aðþrengdur úr erfiðri stöðu, en skot hans fór i stöng — í raun vel gert hjá Karli en gæfan brosti ekki við honum. Fram hreppti því dýrmæt stig — 22-21. Fram er framtíðarlið — að stofni til, skipað ungum leikmönnum er sannar- lega eiga framtíðina fyrir sér. Atli Hilmarsson og Gústaf Björnsson eru þar fremstir en einnig Birgir Jóhannsson og Theódór Guðfinnsson, sem hefur komið skemmtilega upp í síðustu leikjum. Með þeim eru þeir Sigurbergur Sigsteinsson og Pétur Jóhannsson er skapa kjölfest- una i vörninni. Það er bjart frani undan hjá Fram, aðeins spurning hvernig tekst til að vinna úr þessum mannskap. Þá mun Hannes Leifsson væntanlega leika með Fram næsta vetur. Ef vel tekst til mun Fram skipa sér aftur á bekk meðal þeirra beztu á íslandi — og auðvitað á Fram hvergi annars staðar heima i ís- lenzkum handknattleik. HK hefur ekki yfir sömu kjölfestu að ráða og Fram né jafn glæsta sögu. En þau rúmlega tiu ár síðan HK var stofnað hafa sannarlega verið glæst og nú sæti i 1. deild. En HK vermir botnsætið og fyrst og fremst vegna þess að liðið skortir dýrmæta reynslu. Varnarleikur- inn er í molum, leikmönnum hættir til að missa einbeitingu. í sókninni ber oft á skemmtilegum töktum, og í gærkvöld flestum í kringum Stefán Halldórsson er vissulega sómdi sér vel í íslenzka lands- liðinu. Eini landsliðsmaður HK, Hilmar Sigurgíslason, var óvenju atkvæðab'till. Það vakti furðu mína, að hann var lengst af látinn spila inn á linu og eins hve lengi hann vermdi varamannabekk- ina. Þar er einnig skemmtilegur leik- maður, sem áreiðanlega er hægt að ná meir úr. Mörk fram skoruðu: Atli Hilmarsson 7, Gústaf Bjömsson 4, 2 víti, Theódór Guðfinnsson 5, Pétur Jóhannsson og Sigurbergur Sigsteinsson 2, Erlendur Davíðsson og Birgir Jóhannsson 1 mark hvor. Mörk HK: Stefán Halldórsson 12, 3 víti, Jón Einarsson, Ragnar Ólafsson og Hilmar Sigurgíslason 2 hver. Berg- steinn Þorsteinsson, Kristinn Ólafsson ogKarl Jóhannsson 1 markhver. Þeir Valur Benediktsson og Jón Her- mannsson dæmdu leikinn. - H Halls. (AHH Sjálfsmark La Louviere — rændi liðið stigi gegn einu af efstu liðunum í Belgíu, Molenbeek „Þetta var mjög gott stig, sem við hlutum i Briissei gegn Molenbeek. Eng- inn hafði gefið La Louviere hina minnstu möguleika gegn einu af toppliðum deild- arinnar á útivelli — og svo vorum við mjög óheppnir að hljóta ekki bæði stigin,” sagði Þorsteinn Bjarnason, landsliðsmarkvörður úr Keflavik, þegar DB ræddi við hann i Belgiu i mrogun. Molenbeek náði jafntefli 1—1, þegar einn leikmaður La Louviere skallaði knöttinn f eigið mark nokkrum minútum fyrir leikslok. „Það var grátlegt að fá þetta mark á sig. Molenbeek fékk aukaspyrnu og knötturinn stefndi beint í fangið á mér, þegar einn varnarleikmaður La Louviere greip inn í. Ætlaði að skalla knöttinn i hom en tókst ekki betur til en knöttur- inn flaug í markið. Breytti um stefnu svo ég gat ekki komið neinum vörnum við. Það var grátlegt og mikil óheppni að hljóta ekki bæði stigm,” sagði Þorsteinn ennfremur. „Það er greinilegt að allt er að breyt- ast til hins betra hjá La Louviere. Við náðum forustu i leikum snemma í síðari hálfleik, þegar belgíski landsliðsmaður- inn Dardenne skoraði mjögfallegt mark. Og þannig stóð þar til sex mínútum fyrir leikslok að Molenbeek jafnaði. Karl Þórðarson lék siðari hálfleikinn og átti ágætan leik — betri en í fyrsta leiknum gegn Courtrai. Kalli byrjaði ekki þar sem þjálfarinn Leon Semmling vildi hafa sína leikreyndustu leikmenn með — en Semmling hefur mikið álit á Karli og ég hef trú á því að hann hafi tryggt sér sæti i liðinu með leik sínum í gær. Hann er að ná upp hraðanum og úthaldinu. Það er auðvitað erfitt fyrir mig að dæma um eigin leik. Ég er þó á þvl að þetta sé einn albezti leikur, sem ég hef leikið. Kominn í miklu betri æfingu en nokkru sinni fyrr — gripin mjög góð,” sagði Þorsteinn ennfremur. Sporting að ná Real Madrid Jón Pétur reyndist FH-ingum erfiður i gær — skoraði átta mörk, fimm úr langskotum, sumum langt utan af velli. DB-mynd Hörður ÓliBi vam — Stórsnjö Snjöll markvarzla þeirra Brynjars Kvaran og Ólafe Benediktssonar fleytti íslandsmeisturum Vals yfir erfiðan þröskuld f gær i 1. deildinni I handknatt- leiknum. Valur sigraði þá FH í Hafnar- firði með fjögurra marka mun, 20-16, eftir að Ólafur Benediktsson hafði varið fimm vitaköst FH-inga i leiknum. Mark- varzia Óla Ben. var svolítið sveiflugjörn i gær. Hann lék fyrstu sautján minúturnar i marki Vals — og var óvenju slakur. Varði þó eitt víti frá Geir Hallsteinssyni — og svo kom Brynjar Kvaran i mark Úrslit i 1. deild á Spáni í gær urðu þessi: Zaragoza—Sporting 1-0 Sociadad—Celta 1-0 Vallecano—Recreativo 1—1 Sevilla—Burgos 1—1 Racing—Bilbao 1-1 Valencia—Las Palmas 3-1 Salamanca—Barcelona 1-0 Real Madrid—Hercules 0-0 Staða efetu hða: Real Madrid Sporting Sociadad Atl.Madrid Sevilla Las Palmas irz is

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.