Dagblaðið - 01.03.1979, Side 3

Dagblaðið - 01.03.1979, Side 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979. 3 „Kosningasvikin”: Athugasemd við frétt DB af aðalfundi NLFR Bjarni Kjartansson skrifar: Það stakk mig óneitanlega að sjá birta mynd af mér í DB þann 26.2. þar sem sterklega er gefið í skyn að ég hafi staðið í kosningasvindli á aðal- fundi NLFR í Háskólabiói síðastlið- inn laugardag því þótt nafns míns hafi ekki verið getið þá segir þekkjan- leg ljósmynd sína sögu. Sé ég mér ekki annað fært en að gera athuga- semdir og leiðréttingar við þennan fréttaflutning. í greininni er því hald- ið fram að ungur maður hafi rétt konu bunka af seðlum í fatahenginu sem líktust atkvæðaseðlum. Og síðar: „Upp úr miðjum fundi gerð- ist svo sú tilraun til kosningasvika sem lýst var hér að framan.” Það er jú rétt að fyrir fundinn afhenti ég ungri konu, sem ég er vel kunnugur, blaðsnepla í fatahenginu en þeir voru alls óviðkomandi málefnum NLFR. Þykir mér ekki sæmandi blaðamanni að fleipra svo án þess að hafa nokkuð fyrir sér í málinu.Líklegt þykir mér að konan, sem stakk nokkrum seðlum i kjörkassann, sé sizt of ánægð með að fá mynd af sér á forsíðu blaðsins undir yfirskriftinni: „DB Ijósmynd- aði kosningasvikin”. Það kom í ljós eftir fundinn að málið er í raun þann- ig vaxið að nokkrir einstaklingar söfnuðu saman atkvæðaseðlum fé- laga sinna og spöruðu þeim sporin. Er það í hæsta máta eðlilegt því kjör- kassinn blasti við almenningssjónum fyrir neðan sviðið og fundarstjóra hafði láðst að tilkynna hvenær kosn- ing til landsfundar NLFÍ skyldi fara fram! í stuttu máli sagt, þá hefur ekki verið sýnt fram á að kosninga- Hljómsveitin Viliage People: „Þorparar” ekki góð þýðing 9642—7980 skrifar: Að undanförnu hef ég orðið var við að nafnið á bandarísku hljóm- sveitinni Village People hefur verið þýtt yfir á íslenzku sem Þorpararnir. Þetta er misskilningur sem mig lang- ar til að leiðrétta. Hljómsveitin dregur nafn sitt af borgarhluta í New York sem heitir Greenwich Village og er þekktur um öll Bandaríkin og jafnvel víðar fyrir að íbúarnir þar eru að yfirgnæfandi meirihluta homosexualt fólk. Meðlimir hljóm- sveitarinnar eru allir frá þessu hverfi og eru hver fyrir sig fulltrúi ákveðinna stétta í þjóðfélaginu, það er að segja stétta sem venjulega eru ekki settar í samband við homosexualt fólk t.d. herinn, verka- menn, lögreglan eða kúrekar. Þetta gera þeir til að leggja áherslu á að „homrna” er að finna í öllum starfs- greinum og þjóðfélagshópum, en ekki bara meðal hárgreiðslumanna og ballettdansara. Þetta sést ljóslega ef athugaður er klæðaburður hljóm- sveitarmeðlimanna. í nöfnum og textum laganna sem hljómsveitin hefur gert fræg kemur þetta jafnvel enn betur í Ijós. Samanber San Fransisco og Hollywood sem þekktar eru fyrir háa hlutfallstölu „homma” meðal íbúanna, Fire Island, sem er einn vinsælasti sumardvalarstaður „homma” í Bandarikjunum. Village People, sem skýrir sig sjálft, Macho, sem þýðir karlmannlegur karlmaður, Cruiser, sem þýðir hér að vera á veiðum eða að „pikka” upp og Y.M.C.A., en víða um heim má finna gististaði með þessu nafni sem eingöngu eru ætlaðir karlmönnum, eins og Y.W.C.A. er eingöngu ætlaðir kvenmönnum. (Y.M.C.A. stendur fyrir K.F.U.M. og Y.W.C.A. stendur fyrir K.F.U.K.) Eini textinn sem ekki fjallar um karlmenn er í laginu I love the women, (Who know they are women), en það lag er tileinkað ýmsum af þeim leik- og söngkonum, sem hafa verið í miklu uppáhaldi meðal „homma” í Banda- ríkjunum, t.d. Barbara Streisand, Betty Davis, Judy Garland, Carol Channing, Gloria Gaynor, Dianna Ross eða Lisa Minelli, svo eitthvað sé nefnt. Ef þið endilega þurfið að snúa nafninu yfir á islenzku ráðlegg ég ykkur að finna eitthvað meira viðeig- andi, sjálfum finnst mér ekkert athugavert við að kalla þá einfaldlega Village People. Með þökk fyrir birtinguna. svindl hafi átt sér stað en Dagblaðið þykist þess megnugt að sýna hvernig svindlið hafi farið fram og birtir myndir af þeim einstaklingum sem i því eiga að hafa staðið. Þokkaleg blaðamennskaþað. Fleira má tína til þessum frétta- flutningi til hnjóðs. Lengst af fund- arins sat Ijósmyndari Dagblaðsins skammt frá mér á fremsta bekk. Hann vakti athygli mína á því að þær fáu manneskjur sem komið höfðu að kassanum, höfðu sumar stungið álit- legum bunka af seðlum í kassann. Að vonum brá mér nokkuð ónotalega i fyrstu og hélt að um kosningasvindl gæti verið að ræða. Það fyrsta sem ég gerði var að koma boðum um þetta til Jóns Gunnars Hannessonar stjórn- armanns, sem síðan gerði fundar- stjóra viðvart. Það er því þokkaleg mótsögn að ég hafi siaðið i meintu svindli frammi í anddyri og gert hlut- aðeigandi aðilum viðvart síðar. En það er náttúrlega hægur leikur að dylja allar mótsagnir með þvi að þegja um þá hluti sem stinga í stúf við það sem haldið er fram. Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra en vil þó benda á eitt í lokin. Viðkomandi grein í Dagblaðinu er undirrituð JK og vita þeir sem vita vilja að þar skrifar Jónas Kristjánsson. Ég ætla mér sizt að fara að setja út á Jónas persónulega þótt mér þyki skrif hans ekki bera honum vel söguna. Fn Jónas stendur í tengslum við þau öfi í NLFR sem hvað hörðust eru í and- stöðunni gegn „unga fólkinu” og fer öruggum heimildum af því að stinga hafi átt upp á honum í framboð. í Ijósi þessa verður því að skoða skrif Jónasar um málið, sem eru vægast sagt einsýn og hleypidómafull. L 'wmr Ulnc-oíc-lun* flítrtrlciluu* ER ÞAÐ SEM VIÐ BJOÐUM GESTUM OKKAR UPP A I KVOLD I örit itntouii Hefur stundaö nám í klassískum gitarleik við LICEO óperuna í Barcelona undanfarin ár. Hann hefur haldið tónleika bœði hér heima og á Spáni, og hlotið mikið lof fyrir leikni sína I kvöld gefst gestum ÓÐALS kostur á að sjá og heyra þennan unja og mjög svo efnilega listamann. 1 \ ÍÍ J Hann kemur í heimsokn í CLUB1. LOGGINS & MESSINAOG BROWNSVILLE STATION verða á videoskerminum íPertthúsíð VERÐUR MEÐ SÍNA VINSÆLU KAFFIDRYKKI A BOÐSTOLUM Heiða Gylfadóttir: Já, ég fékk bollur og finnst þær góðar. Ég borðaði yfir mig. Spurning dagsins Fékkstu bollur á bolludaginn? Slcriðnr Sóley Guðnndóltir: Já, ég fék k bollur, en ég fékk samt enga magapinu. Hulda Aradótlir: Já, ég fékk bollur, en mig langar ekki í fleiri núna. Nei, ég fékk enga magapínu. Narfi Rúnarsson: Nei, ég fékk engar bollur heima hjá mér. Sigurður Daníelsson: Já, ég fékk boll- ur. Nei, bara eina og finnst þær ekkert góðar. Fidel Helgi: Já, ég fékk bollur en bara eina hérna á barnaheimilinu á bollu- daginn. Svo fékk ég 4 bollur heima hjá mér daginn áður.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.