Dagblaðið - 01.03.1979, Page 7

Dagblaðið - 01.03.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR l.MARZ 1979. Fjðr í Rfó A.m.k. 30 manns voru myrtir og 27 drepnir í umferðarslysum á fjögurra daga kjötkveöjuhátíð i Río de Janeiro, en hátiðinni lauk í gær. BAZARGAN HÓTAI? AÐ SEGJA AFSÉR — láti róttækir og trúarsinnar ekki af andstöðu sinni Mehedi Bazargan forsætisráðherra írans, sem aðeins hefur verið tvær vikur við völd, hefur hótað afsögn, ef bæði róttækir hópar og trúarhópar láti ekki af andstöðu sinni. Báðir þessir hópar ásamt fleirum stóðu að þvi að fella keisarann, en siðan hefur samkomulagið ekki verið upp á marga fiska. í útvarpsávarpi gagnrýndi Bazarg- an aðstoðarráð Ayatollah Khomeinys, en það var Khomeiny, sem útnefndi Bazargan forsætisráð- herra. Þá gagnrýndi hann og aðgerðir róttæklinga allt frá því að keisaran- um var steypt. Styrkur hinnar nýju stjórnar kemur í Ijós á næstu dögum. Þá sést hvort hægt verður að hefja oliuút- flutning á nýjan leik, en efnahagur írans byggist að miklu leyti á olíuút- flutningi. Hinn 30. marz nk. verður síðan atkvæðagreiðsla meðal þjóðar- innar um það hvort upp skuli tekið lýðveldi múhameðstrúarmanna. Líf stjórnarinnar byggist á úrslitum þess- ara mála. Börn bak við rimla i Auschwitz. Fæst þeirra sluppu þaðan lits. H0L0CAUST RYFUR ÞOGNINA Bandariski sjónvarpsþátturinn Holo- caust hefur vakið mikil viðbrögð og umræður viða um heim þar sem þáttur- inn hefur verið sýndur. Þátturinn fjall- ar um hryðjuverk nasista á stríðsárun- um og blómatíma þriðja ríkisins. Nú er verið að sýna þáttinn i Dan- mörku og er umræðuþáttur fyrirhug- aður í sjónvarpinu á eftir hverjum þætti. Umræðuþáttur verður í kvöld, föstudagskvöld, laugardagskvöld og sunnudagskvöld. Norsk yfirvöld höfðu ákveðið að þátturinn yrði ekki sýndur þar í landi, en breyttu síðan ákvörðun sinni. Þá er verið að sýna framhaldsþáttinn i V- Þýzkalandi og hefur hann vakið mikla umræðu. Þar hefur sú þögn er umlukið hefur hryðjuverk þýzkra nasista á stríðsáarunum verið rofin. Margir eldri Þjóðverjar sjá nú nakinn sannleikann um Auschwitz og útrýmingarbúðirnar í fyrsta sinn. WrnlÁTrA Sýningarsaíur Togund Arg. Verð Rat 132 GLS 78 3.900 þús. Fíat 132 GLS. 77 3.500 þús. Rat 132 GLS 76 2,900 þús. Rat 132 GLS 75 2.300 þús. Rat132 GLS 74 1,800 þús. Bronco '66 1.550 þús. Lada station 74 1.050 þús. Nova 74 2.350 þús. Mazda 818 76 2.500 þús. Rat 131 Sp. ■77 2.800 þús. Fíat 131 Sp. 76 .300 þús. Rat 131 Sp. station II 3.400 þús. Rat 128 CL 77 2.450 þús. Rat 128 Sp. 76 2.000 þús. Rat 128 75 1,200 þús. Rat 128 74 900 þús. Wagoneer '66 1.500 þús. Skoda Amigo 77 1.450 þús. Cortina 71 900 þús. Toyota Corolia 77 3.100 þús. Rat 127 CL 78 2.400 þús. Rat127 77 1.900 þús. Rat .127 Sp. 76 1,700 þús. Fiat 127 76 1.550 þús. Rat127 74 900 þús. Rat 125 P station 78 2.000 þús. Rat 125 P station 77 1.850 þús. Fiat 125 P 78 7 ogp þýs Fiat 125 P 77 1.700 þús Rat125 P 76 1.550 þús. // FlAT EINKAUMBOO A ISLANDI //1 // DAVÍÚ SIGURÐSSON hf. // 1 #/ BlOUMULA 38. SlMI B8SBB. /# 1 Ltt-"" ’ 1 Kosningar á Spáni í dag: Suarez spáð naumum sigri Spánverjar ganga til kosninga í dag til þess að ákveða hver fari með stjórn landsins næstu fjögur ár. Skoðanakannanir benda til þess að fylgi stjórnarflokksins, miðdemó- krata, sé mjög svipað fylgi stjórnar- andstöðuflokksins, sósialíska verka- mannaflokksins. Þar takast á Adolfo Suarez forsætisráðherra og foringi stjórnarandstöðunnar Felipe Gonzal- es. Munurinn er þó heldur Suarez í vil, en ólíklegt þykir að annar flokkurinn fái hreinan meirihluta eða 176 sæti af 350 í þinginu. Miðdemókratar höfðu 158 sæti á þingi, en sósíalíski verkamannaflokk- urinn 125 sæti. Bæði Suarez og Gonzales hafa lagt áherzlu á það að flokkar þeirra þyrftu að ná meiri- hlutafylgi í kosningunum, en í einka- viðtölum hafa þeir báðir viðurkennt að ólíklegt sé að svo fari. Flestir stjórnmálasérfræðingar telja að flokkur Suarez vinni nauman sigur, þannig að hann komi til með að mynda samsteypustjóm með litl- um flokki á þingi. Kosningaspjöld í Madrid til stuönings Suarez. ídag OPNUM VIÐ Á NÝJUM STAÐ SÍÐUMÚLA 20 Gluggatjaldaefni, áklæði, teppi, húsgögn, lampar eldhúsinnréttingar Bandaríkin: ■ ■ Hótun gegn Israel? ICpCll hft Haft var eftir Moshe Dayan utan- ríkisráðherra ísraels í gær, að Carter Bandaríkjaforseti hefði sett ísraels- mönnum og Egyptum þá kosti, að ef þjóðirnar næðu ekki samkomulagi um friðarsamning innan tíu daga, myndi Bandaríkjastjórn endurskoða afstöðu sína til ríkjanna í Mið-Austurlöndum. Talsmaður Carters forseta neitaði þegar þessum fréttum en spurði jafn- framt hvort Dayan hefði látið sér þetta um munn fara. Fulltrúar á ísraelska þinginu, Knesset, sögðu þetta hótun Bandaríkjastjórnar gagnvart ísrael. Dayan utanríkisráðherra gerði grein fyrir því að hann hefði sagt varnar- málanefnd þingsins frá þvi að mögu- leiki væri á því að ísraelsmenn fengju ekki að vita um nýja stefnu Banda- ríkjamanna í löndum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Sími 36677 Opið kl. 10—18. — Opið í hádeginu. Opið á laugardögum kl. 10—12.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.