Dagblaðið - 01.03.1979, Qupperneq 19
DISKÓ!
DISKÓU
DISKÓ!!!
DISKÓ!!!!
Saturday Night Fever dansar.
Greasedansar. Billjantín. Diskótek.
Diskódanskeppni. Þetta eru hlutirnir
sem líf fjölmargra islenzkra unglinga
snýst i kringum þessa dagana. Gamla
fólkið með síða hárið er bara frat og
helvitis hippar. Nú eiga allir að líkjast
sem mest honum Jóni Travolta og
Ólafíu. Þá eru þeir töff.
Tvær kvikmyndir, Grease og Satur-
day Night Fever, hafa valdið hugar-
farsbreytingu hjá fjölda unglinga.
Einna mest áberandi er viðhorf þeirra
til dansins. Til skamms tíma voru það
bara stelpustrákar sem fóru i dans-
skóla. Nú eru skólamir fullir út úr dyr-
um. Og ótrúlega mikill fjöldi þeirra,
sem sneri sér undan í hryllingi við það
eitt að líta dansgólf augum fyrir nokkr-
um mánuðum, er nú kominn út á sama
gólf og virðist skemmta sér prýðilega.
Þjóðkunnur maður, Ingólfur Guð-
brandsson forstjóri, sagði í ræðu fyrir
nokkrum dögum að þegar frá liði
myndu menn minnast ársins 1979 sem
árs dansins. Það er áreiðanlega margt
til í þeim orðum.
Diskótekin hafa mætt þessum sí-
aukna dansáhuga á miðri leið og efna
nú mörg til keppni i fótmenntinni.
Klúbburinn reið á vaðið með maraþon-
danskeppni para. Þar sýndi fjöldi ungl-
inga mikla elju og dansaði timunum
saman. Nokkru síðar gekkst æskulýðs-
staðurinn Dynheimar á Akureyri fyrir
maraþondanskeppni einstaklinga þar
sem stór hópur stóð sig með mestu
prýði.
Veitingahúsið Óðal og dagblaðið
Vísir efndu til íslandsmeistarakeppni
einstaklinga í diskódansi sem stóð í
margar vikur. Lokapsretturinn í þeirri
keppni vakti svo mikla athygli að færa
varð hann í eitt stærsta samkomuhús
landsins, Háskólabíó. Nú stendur yfir á
vegum Klúbbsins og ferðaskrifstofunn-
ar Útsýnar diskódanskeppni para og
hópa. Og þann 11. marz fer fram is-
landsmeistarakeppni unglinga í diskó-
dansi einstaklinga, para og hópa. Hátt
á annað hundrað unglingar hafa látið
skrá sig til þessarar keppni.
Ekki fer hjá því að þessi hugarfars-
breyting ungs fólks til dansins kalli á
skipulagsbreytingar veitingahúsa.
Dansgólfin, sem viðast hvar hafa verið
allt oflitil, eiga núaðstækka til muna.
Óðal hefur þegar látið breyta sínu gólfi
og til stendur að stækka eitt af dans-
gólfum Klúbbsins um helming. Hálf-
gert neyðarástand skapast í Hollywood
um helgar þegar sem flestir vilja fá sér
iJOHN TRAVOLTA — gæinn
msern öllu kom af stað. Með
^Haðalhlutverkum sínum í Satur-
^H|day Night Fcvcr og Grease er
ÆHshann orðinn fyrirmynd ungra
^^■manna á aldrinum fimm til
yjHSfimmtán ára. Innflytjendur
■^Bbrilljantíns mættu að skaðlausu
Hliciéra piltinn fyrir að varningur
Hþeirra er nú loksins farinn að
lseljast aftur.
snúning í einu og þannig er ástandið
áreiðanlega víðar. Heiðar Ástvaldsson
danskennari hefur bent á það árum
saman að dansgólf skemmtistaða séu
allt of lítii. Hann talaði alltaf fyrir
daufum eyrum — þar til nú.
Erlendis berast fregnir af því að
sama þróunin eigi sér stað. Vinsælustu
lögin í Englandi og Bandaríkjunum eru
nú diskólög. Gamlar rokkstjörnur hafa
margar hverjar aðlagað sig þessu
breytta hugarfari og eru nú farnar að
syngja diskó. Sem dæmi um slikar
stjörnur má nefna Rod Stewart, Rick
Wakeman, Herbie Mann, Mike Old-
field og hljómsveitirnar Rolling Stones
og Blondie.
íslenzkir tónlistarmenn fara sér hæg-
ar í sambandi við diskótónlistina.
Margir hverjir hafa þeir á henni djúpa
fyrirlitningu, . líkt og brilljantingæjar
ársins 1963 hötuðust við Bítlana, Roll-
ing Stones og allt það síða hár og árás-
arkenndu tónlist sem þeim fylgdi.
Dæmið hefur gjörsamlega snúizt við.
-ÁT-
Annað paranna tveggja sem sigraði i Klúbbkeppninni síðasta sunnunagskvöld.
Þau heita Sigurður Einarsson og Fanney Gunnlaugsdóttir. Hin Ivö, sem kom sl u-
fram í lokabaráttuna, eru Reynir Kristinsson og Ragnheiður Lára Hanson. * I il
hægri er einn dansarinn úr flokki Heiðars Ástvaldssonar sem sigraði i hóp-
keppninni. DB-myndir RagnarTh.
Styrkið og fegriö líkamann
Ný 4ra vikna námskeið hefjast 5. marz
FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi.
MEGRUNARLEIKFIMI — vigtun — mæling — holl ráð.
SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira.
Innritun og upplýsingar aiia virka daga kl.
13—22 ísíma 83295.
Sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — nudd.
\
0 ) JúdódeiidArmanns
Ármúia 32.