Dagblaðið - 02.03.1979, Qupperneq 5

Dagblaðið - 02.03.1979, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979. HEIMILISLÆKNIR SVARAR Getur „sprengipilla” bjargað frá skyndidauða? K.T.H.spyr: Nú getur snöggt kransæðakast valdið ótimabærum dauða. Væri hugsanlegt fyrir heilbrigða að ganga með tungurótar„pillu” á sér sem var- úðarráðstöfun, ef þeir sjálfir eða ein- hver nærstaddur fengi slíkt kast? Ég hef sjálf verið nærstödd, þar sem sjúklingur fékk slíkt kast og náði ekki lifandi til læknis. Þess vegna langar mig að spyrja hvort þessi svo- kallaða „sprengipilla” gæti komið aðgagni í slíkum tilvikum. Svar: Skyndidauði í svona tflvikum or- sakast yfirleitt af bráðu drepi í hjartavöðvanum og meðfylgjandi hjartsláttartruflunum. Á slík fyrir- bæri verkar nítróglýcerin („sprengi- pilla”) ekki, þótt það dugi vel gegn brjóstverkjum, sem stafa af hjarta- öng, þ.e. súrefnisskorti i hjartavöðv- anum. Það verkar þannig á krans- æðaköst sem stafa af þröngum kransæðum, svo fremi sem ekki sé komið, eða yfirvofandi, drep i vöðv- ann. Nítróglýcerin veldur oft tals- verðum höfuðverk, svima o.fl. óþægindum, þannig að gild ástæða þarf að vera til töku þess. Niður- staðan er því sú að sprengipillur komi ekki í veg fyrir skyndidauða og þar sem þær þar að auki valda óþægileg- um aukaverkunum sé ekki gagnlegt að nota þær eins og þú stingur upp á. í því sambandi má minna á að lang- flest brjóstverkjaköst orsakast af öðru en kransæðaþrengslum. Ókleift getur verið fyrir þolanda verkjarins að greina þarna á milli og því hætt við að nítróglýcerinát yrði langt úr hófi ef allir gengju með pillur í vasan- um til þessara nota, aukaverkanir og óþægindi einnig. Hvað er laroxyl? Helga Jónsdóttir, Urðarbraut 10, Kóp. hringdi: Mig langar til að spyrja heimilislækninn þriggja spurninga um lyfið laroxyl. 1. Á hvaða líkamshluta verkar það? 2. Hverjar eru aukaverkanir þess? 3. Hvað má taka það lengi? SVAR: „Laroxyl” ereitt sérheita efnisins amitriptylin, sem einnig er selt hér- lendis undir nafninu „tryptizol”. Um efni þetta hefur áður talsvert verið fjallað i þáttum þessum og svörin því stutt nú. 1. Þetta er geðlyf, ætlað að gera þunglyndi bærilegra eða helst aflétta því. 2. Mestar í byrjun, syfja, munnþurrkur, truflun á sjónskerpu og þvaglátum. Hjartasjúklingar gæti sérstakrar varúðar. 3. Konti lyfið að gagni eru engin tak- mörksett notkunarlengd. SKYNDIMYNDIR Vandaöar litmyndir i öll skírteini. barna&fþlsk/ldu- ÚTBOÐ Tilboð óskast í smíði 2. áfanga póst- og síma- húss í Kópavogi. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu umsýslu- deildar, Landssímahúsinu við Austurvöll, gegn 30.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu umsýsludeild- ar mánudaginn 19. marz kl. 11 árdegis. Póst- og símamálastofnunin. Starf bæjarstjóra í Hafnarf irði Starf bæjarstjóra í Hafnarfirði er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. marz nk. Starfið veitist frá og með 1. júlí nk. Umsóknir með upplýsingum um mennt- un og störf skulu sendar undirrituðum, að Strandgötu 6, sem veitir nánari upp- lýsingar. Bæjarstjórinn í Hafnarf iröi. Kristinn Ó. Guðmundsson. Ijósmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 „Multiple sclerosis” er ólæknandi veiki 3721—6143 spyr: Hvað er M.S.? Ég veit að þetta er stytting á latnesku orði, en mig lang- ar að vita hvaða sjúkdómur þetta er j og hversu langt getur hann leitt » sjúklinginn. (Sumir kalla þetta dauðalömun). > SVAR: „Multiple sclerosis” er skamm- stafað M.S. og þýtt „mænusigg” á islensku. Þetta er hrörnunar- sjúkdómur í miðtaugakerfi, þ.e. skemmdir á taugafrumum, sem geta orðið hvar sem er í heila eða mænu, þannig að einkenni verða mjög fjölbreytileg. Orsök er óþekkt, helst er talið að um hægfara veirusýkingu geti verið að ræða. Þetta er kvilli tempraðra og kaldra landa, algengari hjá konum og byrjar oft snerhma á fullorðinsárum. Gangur sjúkdómsins er mjög mismunandi en einkennist venjulega af veikindaköstum með góðri líðan á milli. Einkenni geta verið frá öllum hlutum miðtauga- kerfis; sjóntruflanir, minnkaðir kraftar vöðva, stundum lamanir, dofi, svimi, titringur og skjálfti út- lima o. fl. o. fl. Sjúkdómurinn er ólæknandi og veldur þolanda að tokum örkumlum með miklum lömunum þannig að t.d. sýkingar eiga hægara um vik en ella. Fólk lifir með þetta i nokkra mánuði og allt upp í marga áratugi, engin leið er að spá fyrirfram um hraðgengi sjúkdómsins. Meðferð fer eftir einkennum, ekki hafa enn fundist lyf er haft geta áhrif á sjálfan sjúkdóminn. IGEGN FRÁ HINU HEIMSÞEKKTA FYRIRTÆKISEM ALLIR ÞEKKJA njóta mikilla vinsœlda um allan heim, enda hefur RANK ávallt verið ífararbroddi með nýjungar á tœknisviðinu. Inline blackstripe myndlampi, spennuskynjari, snertirásaskipting, aðeins 6 einingar í stað 14, kalt kerfi, spónlagður viðarkassi í stað plastfilmu sem flest önnur tœki eru með. Frábœr mynd- og tóngæði, sannfærizt sjálf SJÓNVARP & RADIO VITASTÍG 3 SÍM112870 Verð 22" frá kr. 425.500 26" frákr. 513.000. Gerið verðsamanburð.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.