Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 11
Eitt af fjölmörgum sýningaratriðum forsetans Amins.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979.
Mustafa Adrisi varaforseti var
annað fórnarlamb tortryggni forset-
ans. Hann slasaðist alvarlega i bíl-
slysi í námunda við Kampala í apríl
sl. og var fluttur til Kaíró til meðferð-
ar. Er hann kom aftur heim var hann
settur af.Adrisi er einnig múhameðs-
trúarmaður og naut hann fylgis tölu-
verðs hóps í hernum.
Mest hefur borið á andstöðu gegn
Amin meðal svonefnds SUM hóps,
en sá hópur berst fyrir „björgun
Uganda”. Þessi hópur lýsti yfir
stuðningi við Adrisi í síðasta mánuði.
SUM hópurinn hefur lýst sig ábyrgan
fyrir mörgum hermdarverkum innan-
lands, þar á meðal sprengjutilræði,
sem olli rafmagnsleysi í Kampala um
tíma.
Skriðdrekar gæta hernaðarlega
mikilvægra staða i Kampala, þar á
meðal póststofunnar og Amin forseti
er varari um sig en nokkru sinni fyrr.
Forsetinn hefur lifað af um 20 bana-
tilræði ávaldaárum sínum.
Forsetinn hefur haldið stuðningi
meirihluta hersins með því að sjá
fremur um efnalegar þarfir her-
manna en almennings í landinu. En
nú blasir við mikill efnahagsvandi i
Uganda. Bandaríkjamenn, sem verið
hafa helztu innflytjendur á kaffi frá
Uganda, settu viðskiptabann á
Uganda í haust vegna brota á mann-
réttindum. Þá deildi Amin harkalega
við rótgrónustu vini sína, Líbýu-
menn, í haust þegar forsetinn ásakaði
Líbýumenn um að senda vopn til
andstæðingsins Tanzaníu.
Til þess að afla stuðnings fór for-
setinn í skyndiferð til Saudi-Arabíu,
þar sem hann bað um fjárhagsaðstoð
og sendi nefndir til annarra araba-
ríkja í leit að stuðningi, þar á meðal
íraks og Egyptalands.
Ekkert hefur verið birt opinberlega
um stuðning arabaríkjanna, en
óstaðfestar fréttir herma að nýlega
hafi komið um þúsund manna herlið
frá arabaríkjunum til Kampala.
Um síðustu helgi sendi Amin erindi
til Einingarsamtaka Afríkuríkja, þar
sem hann fór fram á það að reynt
yrði að koma á vopnahléi milli
Uganda og Tanzaníu. Forsetinn
sagði að Uganda gerði engar landa-
kröfur til Tanzaníu en krafðist þess
að Tanzaníumenn yrðu á brott með
herliðsitt.
• „Þingflokkurinn vill enn þreyja þorr-
ann og góuna í bið sinni og von um að
hænan verpi egginu.”
Áhugaleysi ffstóru"
flokkanna
Oddvitar stjórnmálaflokkanna
hljóta að hafa velt því fyrir sér til
hvers allsherjaratkvæðagreiðsla af
þessu tagi gæti leitt. Sjáandi fram á,
að hún gæti leitt til þingkosninga á
næsta vori hafa þeir efalaust hugleitt,
hvort slík þróun væri æskileg fyrir
viðkomandi flokk hvers og eins. Ekki
er líklegt að framsóknarmenn séu
mjög áhugasamir fyrir því að ganga
til kosninga á næstunni, varla telja
þeir að flokkurinn hafi náð sér svo
eftir síðustu kosningar eða styrkzt
svo á nýjan leik, að kosningar nú
yrðu honum tilhlökkunarefni. Senni-
lega er afstaða sjálfstæðismanna
nokkuð svipuð, líklega lifa þeir í von-
inni um að ríkisstjórnin eigi enn eftir
að valda sem fletum stuðningsmönn-
um sínum vonbrigðum og jafnframt
telja þeir sig sjálfsagt þurfa meiri
tíma til þess að koma á nýjan leik upp
sæmilegri samheldni innan flokksins.
Hvers vegna var
ekki f rumvarpið
lagt fram?
Þótt upphlaup Vilmundar á þing-
inu hafi sett Alþýðubandalagið upp
að veggnum er ekki víst að það
myndi kvíða því að ganga til kosn-
inga nú. Hið sama gildir um Alþýðu-
flokkinn, hann myndi ekki fúlsa við
þvi að ganga til kosninga á grundvelli
þeirrar miklu og harðskeyttu baráttu
gegn dýrtið og verðbólgu, sem hann
hefur háð allt frá því fyrir síðustu
kosningar. En kosningar á næstunni
eru sennilega möguleiki sem er úr
sögunni um sinn, a.m.k. Engu að
síður er þingsályktunartillaga Vil-
mundar þakkarverð, því að hún
sýnir, að þingflokkur Alþýðuflokks-
ins er enn ekki af baki dottinn og vill
snúa fleytunni upp í vindinn. Hitt
getur verið umhugsunarefni fyrir
áhugamenn hvers vegna þingsálykt-
unartillaga sá dagsins ljós en ekki
lagafrumvarpið sjálft. Það hefur
Iengi legið í loftinu, og raunar verið
samþykkt á fundum í Alþýðuflokkn-
um að verði ekki frumvarp forsætis-
ráðherrans fljótlega lagt fyrir þingið
ætti flokkurinn sjálfur að leggja það
fram. Það gerist ekki, heldur hið
óvænta, að með þingsályktunartil-
lögu er krafizt þjóðaratkvæða-
greiðslu. Sjálfsagt er skýringin á
þessu sú, að enn vill þingflokkurinn
þreyja þorrann og góuna í bið sinni
og von um að hænan verpi egginu og
unginn komi úr skurninu. Þings-
ályktunartillagan hefur þá verið
nokkurs konar ögrun eða a.m.k.
brýning.
Sigurður E. Guðmundsson
framkvæmdastjóri.
11
FIOREGG
OKKAR
„Þúsundáraríkið” mun aldrei sjá
dagsins ljós á jörðunni. Það er
draumur sem reynt hefur verið að
framkvæma en ávallt mistekist.
Aðferðirnar við sköpun þessa ríkis
hafa spannað allt litróf mannlegrar
hugsunar. Þar hefur verið á ferðinni
fegursta hugmyndafræði byggð á
þrauthugsaðri fræðikenningu og
harðsviruð og ómennsk valdbeiting.,
En hvort sem upphaflegi grunnur-
inn hefur verið byggður á mennskum
eða ómennskum forsendum hafa all-
ar tilraunir til að koma á „þúsund-
áraríkinu”, hinu varanlega þjóð-
skipulagi, alltaf mistekist.
Hin jákvæða viðleitni í þessa átt
hefur strandað á þeim eiginleikum
mannsins sem felast i þröngsýni og
eigingirni hans og því að stjórnendur
hafa misst yfirsýnina og ekki tekist
að halda þessum eiginleikum í skefj-
um og oft hafa stjórnendur sjálfir
fallið í sömu gryfjuna.
Sérstaða íslands
Það er þó dálítill munur á því að
finna þjóðfélagi viðunandi form eftir
stöðu þess í efnahagslegu og menn-
ingarlegu tilliti. Það er til að mynda
mikill munur á aðstæðum þjóða, sem
eiga litlar auðlindir eða illa nýttar, og
þeirra þjóða, sem náð hafa valdi á
auðlindum sínum, hafa fullt frelsi og
búa við svokallað „lýðræðisfyrir-
komulag” í stjórnun.
ísland er eitt þeirra tiltölulega fáu
landa sem hafa yfir að ráða miklum
auðlindum og frelsi til að nýta þær
sjálfir og skipta þjóðarauðnum eftir
eigin mati. Og auðlindir íslendinga
Brotalöm
lýðræðisins
Það virðist orðið eitt aðalvanda-
mál í lýðræði okkar íslendinga, að
val forustumanna er komið í afar
hæpinn farveg. Þegar upp er staðið,
virðist það meira tilviljun, hverjir
veljast til forustu. Það er ef til vill
þess vegna sem afskipti af stjórn-
málum eru búin að fá á sig það orð
að það séu ekki endilega alltaf bestu
mennirnir sem fást til þessara mikil-
vægu starfa. Og þó að hæfir menn
væru fyrir hendi, þyrftu þeir áður að
fara í gegnum síu flokkakerfisins eða
standa fyrir mjög ógeðfelldu lýð-
skrumi til að komast í aðstöðu til að
taka þátt í að móta og reka þjóðfé-
lagið. Þetta er meiri eldraun en
margir einstaklingar vilja ganga
gegnum.
Þarna er á ferðinni ein stærri
brotalöm lýðræðisins. Og þarna er að
.finna eina aðaðorsökina fyrir þeirri
þróun sem ríkt hefur undanfarna ára-
tugi í stjórnun landsins.
Þeir sem gengið hafa í gegnum
hafa mál þeirra farið inn í dóms-
kerfið og seint eða aldrei komið
þaðan aftur eða jafnvel fyrnst.
Þetta dæmi er tekið vegna þess að
það er Ijós vitnisburður á öðru sviði
um veikleika lýðræðisins. Verkn-
aður þeirra aðila, sem komast þessar
leiðir, er ekkert annað en þjófnaður.
Það er verið að brjóta lög landsins
um eignarréttinn. Þessi tegund af-
brota er hinsvegar litin öðrum augum
en venjuleg afbrot. Þegar um er að
ræða lítilfjörleg afbrot eða beina
þjófnaði, jafnvel atferli síbrota-
manna, er oft tekið rösklega á málun-
um í dómskerfinu. Viðkomandi
verður að hlíta frelsissviptingu strax
og fangavist siðar og er talinn hættu-
legur samfélaginu.
Stórtækir afbrotamenn, sem nota
tæknileg vinnubrögð, eru oft með-
höndlaðir á allt annan hátt. Þeir fá
iðulega áralangan aðlögunartima án
frelsissviptingar og margir þurfa
aldrei að svara endanlega til saka
nema þá til málamynda. Allt bendir
líka til þess að flestir þessara aðila lifi
ævina langa án þess að komast
nokkru sinni undir manna hendur.
„Lögbrotin hverfa inn
koma þaðan aftur.”
kerfið og fæst
síuna verða að halda áfram skrípa-
leiknum meira og minna, þegar í
valdastólana er komið, og þeir hafa
ekki efni á því að hafa að nokkru
marki aðrar skoðanir en þeir þrýsti-
hópar innan og utan flokkanna sem
að baki þeirra standa.
Það er einnig ákaflega mikill galli á
lýðræðisfyrirkomulaginu, að eftir að
æðsta valdastofnun landsins hefur
verið kosin, labbar þjóðin aftur heim
til sín og hefur engin afskipti af gangi
mála þangað til á næsta kjördegi.
En þó stærsti hluti almennra kjós-
enda hafi ekki mikil persónuleg af-
skipti af störfum alþingis beint, eru
aðilar úti í þjóðfélaginu, sem hafa
veruleg áhrif á stjórnun þjóðfélags-
ins, skiptingu þjóðarkökunnar og
þróun efnahagsmála.
Hraf n Sæmundsson T veir tannlæknar
eru ekki faldar í jörðu og illnýtanleg-
ar, heldur hefur tekist að ná valdi á
þeim og ausa upp verðmætunum,
meira að segja með svo mikilli tækni
að víða liggur við rányrkju.
Auðlindir íslendinga eru ekki
fræðilegt hugtak, heldur eru þær
nýttar nú þegar að því magni að þessi
dvergþjóð hefur mikið til skiptanna
og allir gætu haft yfrið nóg.
En þarna kemur að sama veikleik-
anum og áður er að vikið. Það
strandar á manninum sjálfum að
skipta. Sumir fá of mikið en aðrir of
lítið. Þetta vafasama fyrirkomulag
hefur raunar fengið heitið „frelsi” og
þó að það sé gallað og óréttlátt þá
veigra menn sér við að skipta á því og
ófrelsi eða einræði. Tilraunir i mann-
kynssögu með það fyrirkomulag eru
það geigvænlegar, að heldur vilja
menn búa við galla lýðræðisins en
taka þá áhættu.
Innan lýðræðisfyrirkomulagsins er
hins vegar mikill sveigjanleiki.
Ekkert er því til fyrirstöðu að hægt sé
að reka þjöðfélagið af sæmilegu viti
innan þessa ramma. Það er þó ekki
alltaf gert og hlýtur það að stafa af
einhverjum veikleika hjá þeim sem
sjá um framkvæmd og rekstur þjóð-
félagsins á hverjum tima.
Raunverulega er alþingi og
ríkisstjórn ekki svo lítið stjórnaðutan
frá. En það er ekki meginþorri kjós-
enda, sem stendur fyrir þessum af-
skiptum. Þar eru oft á ferðinni
minnstu og sterkustu þrýstihóparnir
og ýmsar valdastofnanir tengdar
framkvæmdavaldinu og svo forusta
verkalýðshreyfingarinnar, sem að
visu telst fulltrúi fjölmennra þjóðfé-
lagsstétta.
Hægt væri að rekja fjölmörg
dæmi um það, hvernig lýðræðið
hangir víða á bláþræði. Mörg þessara
dæma eru smá miðað við heildina.
Þarna eru á ferðinni örlitlir þrýsti-
hópar sem sett geta stjórnvöldum
stólinn fyrir dyrnar. Nýlegt dæmi um
slíka smáhópa eru tveir tannlæknar
sem knúið gátu fram lagabreytingu,
sem gengur í þá átt að lögbundin rétt-
indi almennings voru afnumin. Þetta
og önnur hliðstæð dæmi sýna fram á,
að jafnvel innan ramma lýðræðisins
er auðvelt að misnota þessi réttindi á
óhugnanlegan hátt.
Stærri dæmi um veikleika lýðræð-
isins er, þegar lög eru ekki virt og
lagabrot látin viðgangast, ef vissir
aðilareigaíhlut.
Undanfarin ár hefur það verið
auðveldur leikur fyrir þá sem brjóta
lögin, að nota seinvirkt dómskerfi til
að sleppa við að þurfa að standa
ábyrgir gerða sinna. Þó að þessi teg-
und manna hafi jafnvel orðið uppvís
að beinu misferli í einhverri mynd,
Þetta er órökstudd ályktun, en flestir
sem þetta lesa vita mætavel að einka-
neysla margra athafnamanna og þátt-
taka þeirra i sameiginlegum rekstri
þjóðfélagsins passar ekki saman.
Þetta er opipbert leyndarmál.
Síðasta skóladæmið um þetta er nú
aðgerast á meðal okkar.
Einn angi af rannsókn þeirri sem
gerð hefur verið á innflutningsversl-
uninni er sá að talið er nær öruggt að
innflytjendur stingi undan umboðs-
launum i verulegum mæli og steli
þeim einnig undan skatti. Þótt látið
væri liggja á milli hluta, hvort lög
landsins um verslun og viðskipti séu
góð eða vond, þá er hér verið að
brjóta þessi lög. Undanfarin ár hafa
komið upp á yfirborðið fjölmörg
álíka mál. Þau hafa öll horfið inn í
kerfið og fæst komið þaðan aftur.
Hvað þolir
réttarríkið?
í þessu sambandi hlýtur sú spurn-
ing að vakna og verða stöðugt nær-
göngulli, hvað það fjöregg okkar,
sem við köllum lýðræði og frelsi,
þolir lengi þessa meðferð. Eru ekki
einhver takmörk fyrir því, hvað rétt-
arriki þolir lengi að lögin séu ekki virt
af hluta þegnanna og að þeim haldist
það uppi?
Þar við bætist að lögin sjálf vernda
í mörgum tilfellum ótrúlegt óréttlgeti
og misrétti, og þar brestur einnig i
undirstöðum lýðræðisins.
Þeir aðilar, sem kosnir eru i lýð-
ræðislegum kosningum til setu á
æðstu valdastofnun landsins, komast
upp með að láta viðgangast, að land-
inu er ekki nema að hluta stjórnað
eftir þeim lögum, sem þessi sama
valdastofnun hefur sett. Fram-
kvæmdavaldið, sem að sjálfsögðu
heyrir undir alþingi, framfylgir oft
ekki lögunum nema þá seint og síðar
meir eða aldrei.
Það hlýtur að vera mjög hættulegt
til lengdar, að reynt skuli þannig til
hins ítrasta á það stjórnarfarslega
fyrirkomulag, sem kallað er lýðræði.
Það fyrirkomulag sem hefur þó ýmsa
jákvæða öryggisventla til verndar
þegnunum og er þrátt fyrir galla sína
það skásta sem völ er á við núverandi
aðstæður.
Hrafn Sæmundsson
prentari.