Dagblaðið - 02.03.1979, Page 13

Dagblaðið - 02.03.1979, Page 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979. 13 í tilefni af eldvarnarviku JC: Hvemig er heimili þitt búið undir eldsvoða? Frá fyrstu tið hefur eldur verið okkur mönnunum nauðsynlegur og þannig mun það verða meðan lif finnst á jörðu. Óbeizlaður eldur getur hins vegar verið hinn miskunnarlausi eyðingarmáttur. Hefur þú einhvern tima ihugað hvað gæti komið fyrir á þínu heimili ef eldur yrði laus? Þú gætir t.d. misst ástvin eða týnt eigin lífi vegna þess að þú hafðir ekki kynnt þér fyrirbyggjandi ráðstafanir. Við skulum þess vegna fara í eftirlits- ferð um heimilið og sjá hvað við getum fært til betri vegar, er varðar eldvarnir. 1. í forstofu hússins ætti að vera eitt 6 kg ABC dufthand- slökkvitæki á þar til gerðum snaga á vegg og ætti það ætið að vera aðgengilegt. 2. Síðan skulum við athuga vartöflu hússins og aðgæta hvort réttir vartappar séu þar. Ómetanlegt er öryggisins vegna að hafa lekastraumsliða á rafkerfr hússins. 3. Er við komum inn i eldhús skulum við aðgæta hvort myndazt hafi ló á bakvið ísskápa og eldavél, einnig að sigti í gufugleypi sé hreint. Leiðslur á kaffivél, brauðrist, hraðsuðukatli og öðrum rafmagnsáhöldum séu teknar úr sambandi eftir notkun og séu heillegar. Hafa skal asbestteppi, 120x 120,á áberandi stað i eldhúsi, þannig að hús- móðirin gæti hæglega náð til þess ef eldur kemur upp í feitipotti eða pönnu. 4. Aðgæta skal í stofu og borðstofu að rafmagnssnúrur séu aldrei undir gólfteppum, slikt gæti hæglega valdið skammhlaupi. Það er þægilegt að hafa arin og hann setur aðlaðandi svip á íbúðina, en það verður að búa vel um arininn. Það er algjör nauðsyn að hafa hlíf fyrir framan hann. 5. Ef þú leggst til hvílu, mundu að reykja ekki. 6. Háaloftið er dæmigerður staður til þess að setja í hluti sem þú ætlar að nota aftur, en gerir líklega aldrei. Láttu risið þitt ekki verða að eldgildru, hreinsaðu það. 7. Ef olíukynding er i húsinu ætti að yfirfara hana tvisvar á ári og sjá svo um að öll öryggistæki hennar séu i fullkomnu lagi, og að góð umgengni sé í kyndiklefa. Dæmi eru til þess, að eldsvoðar hafa! orðið, þó svo að góð hand- slökkvitæki hafi verið til staðar, en vegna vankunnáttu viðkomandi ánotkun þeirra, hafa þau ekki komið að gagni. Eru hér nokkur dæmi. a. Eldur kom upp í vélarrúmi báts, er lá í höfn, en verið var að vinna í vélarúmi. Þá gerðist það að einn bátsverji greip næsta hand- slökkvitæki en gat ekki fengið það til að virka, þar sem hann vissi ekki að fjarlægja þyrfti öryggispinna þess. Varð af þessu stórtjón. b. í öðru tilfelli var vatnshand- slökkvitæki í húsi, en eigandi hafði tæmt tækið og sett í staðinn steinolíu, var það gert til þess að lifga upp eld í arni. Nokkrum mánuðum seinna var gripið til tækisins af öðrum aðila til þess að slökkva eld, sem komið hafði upp í kjallara hússins. Afleiðingar urðu stórtjón og inaður brenndist. c. Börn voru að leik með eldspýtur í heimahúsi og kveiktu í dívani. Er grípa átti til handslökkvitækisins úr næsta húsi reyndist tækið tómt og varð þarna milljóna skaði. d. Bóndi nokkur'hafði fengið gefins 6 kg þurrduftshandslökkvitæki. Á leið sinni heim kom hann að bifreið er eldur hafði orðið laus í. Með tækinu kom hann í veg fyrir stórtjón. Nokkrum mánuðum seinna heimsótti eftirlitsmaður bóndann er sagði honum frá at- burðinum. Eftirlitsmaðurinn óskaði eftir að fá að sjá tækið. Eftir nokkra leit fannst það í kjallara hússins, kom þá í Ijós að tækið var tómt og því óvirkt. Kynnið ykkur notkun hand- slökkvitækja og meðferð þeirra. Munið að kynna yður hvernig boða á út slökkvilið og hver slökkviliðsstjóri umdæmisins er. Til hans getið þið leitað varðandi ráðleggingar um brunavarnir. Hefur þú nokkurn tímann setzt niður með fjölskyldu þinni og rætt við hana um hvað gera skuli ef kviknar í hjá ykkur og hvernig þið eigið að bjarga lífi ykkar? Mikill fjöldi húsbruna verður á tímanum frá miðnætti og fram til klukkan 6 um morguninn. Venjulegur maður, sem vaknar af værum blundi er oft dálítið vankaður. Ef hann vaknar við elds- voða getur hann orðið algerlega ruglaður, þótt hann sé annars hinn gætnasti. Ef hann hefði áður verið búinn að hugsa um undankomuleið yrði hann kannski rólegri. Láttu börnin þín leika sér við að hugsa um undankomuleið. Ef mögulegt er ættuð þið að upphugsa tvær undan- komuleiðir úr hverju herbergi. Gættu þess vel að allir viti um báðar leiðirnar. Hafðu brunaæfingar heima hjá þér, svo allir séu öruggir um und- ankomuleiðir. Traustar og vel lokaðar dyr tefja eldinn í nokkrar mínútur, sem þú átt að nota til þess að fiýja. Opnaðu ekki dyrnar ef hurðin er heit viðkomu eða ef reykur síast inn milli stafs og hurðar. Mundu það, opnaðu þær ekki. Notaðu dyrnar sem öryggislás Komistu ekkiút um dyrnar þá notað elum: bað er mjög áríðandi að akveða að allir í fjölskyldunni skuli hittast á einum ákveðnum stað, ef þeir flýja húsið í eldsvoða. Það hefur alltof oft komið fyrir að foreldrar, sem finna ekki eitthvert barna sinna og vita ekki að það er sloppið út og óhult, halda að það sé lokað inni í húsinu og brjótast inn til þess að bjarga því en bíða svo sjálf bana að óþörfu. Tekið saman af Gunnari Péturs- syni og Guðmundi Haraldssyni. Brunamálastofnun ríkisins. Kldvarnarkynning í barnaskóla í Reykjavík. Alla þessa viku hefur Slökkvilið Reykjavíkur í samráði við JC-Reykjavík gengizt fyrir slíkum kynningum í skólum. DB-mynd Hörður. A r Stokkseyri Nýr umboðsmaður Dagblaðsins á Stokkseyri er Guðbjörg Hjartardóttir Eyrarbraut 16, sími 99—3324. ^BLAÐÍÐ STÓR AFSLATTUR A HÚSGAGNAÁKLÆÐUM 100% dralonefni í mörgum litum, einnig hin vin- scelu skýjuöu plussefni í úrvali. Gerið góð kaup strax. VÖNDUÐ OG GÓÐ VINNA Tökum að okkur klœðningar á öllum gerðum bólstraðra húsgagna, komum heim og gerum til boð yður að kostnaðarlausu. VERZLUNIN HÚSMUNIR Á HORNI VITASTÍGS OG HVERFISGÖTU Sími verz/unar 13655 Sími verkstæðis - 39530 0 & r

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.