Dagblaðið - 02.03.1979, Síða 15

Dagblaðið - 02.03.1979, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR2. MARZ 1979. I Iþróttir Iþróttir 19 Iþróttir Iþróttir I Islenzka unglingalandsliðið ásamt Garðari Alfonssyni þjálfara. Kristin, Sif, Helgi, Guðmundur og Broddi. DB-mynd Bjarnleifur. f Strákarnir i Val, sem ætla að setja íslandsmet. Neðrí röð frá vinstri: Snorri Ægisson, Guðjón B. Guðjónsson, Jónas Geirsson og Helgi Sigurðsson. Aftari röð, Sigurður Sveinbjörnsson, Þorsteinn Sigurðsson, Sigurður Erlingsson og Pétur H. Sigurðsson. Landsliðsþjálfarinn eldar ofan f þá —Strákarnir í 2. flokki Vals ætla í maraþonknattspyrnu, og Lárus Loftsson unglingalandsliðsþjálfari sér Strákarnir í Val eru staðráðnir í því að setja nýtt íslandsmet í innanhúss- knattspyrnu nú um helgina — það er 2. flokkur Vals. Þeir ætla að byrja á morgun klukkan tvö og leika stanzlaust unz nýtt met hefur litið dagsins Ijós en Menntaskól- inn við Sund — sigraði í svigkeppni Flokkasvig fyrir framhaldsskóla. Mótið haldið við Hamragil við ÍR skál- ann á miðvikudag. Skíðafélag Reykjavikur sá um framkvæmd móts- ins. Sól skein í heiði, frost 10 stig og skiðafærí gott. Sveitir 12 skóla mættu til leiks. Hlið voru 42 og úrslit urðu: 1. Menntaskólinn við Sund 131,7 í sigursveitinni voru: Kristinn Sig- urðsson, Jónas Ólafsson, Einar Úlfs- son, Helgi Geirharðsson. 2. íþróttakennaraskólinn 146,3 í henni voru: Valþór Þorgeirsson, Hans Kristjánsson, Margrét Baldvins- dóttir, Anna Dýa Erlingsdóttir. 3. Réttarholtsskóli 146,8 í henni voru: Hafliði Harðarson, Inga Traustadóttir, Árni Garðarsson, Kristin Guðmundsson. Innan skamms verður keppt I boð- göngu fyrír framhaldsskólana, þátt- taka tilkynnist sem fyrst til Skiðafélags Reykjavíkur. um eldamennskuna íslandsmetið eiga Selfyssingar, 30 klukkustundir og 33 mínútur. Það var sett um siðustu helgi. Strákarnir hafa undanfarið gengið í hús og safnað áheitum. Og það er margt, sem þarf að hugsa um þegar ráðizt er í maraþonknattspyrnu. Sjá um læknisaðstoð, búninga og mat. Þar ættu strákarnir að vera vel birgir því sjálfur unglingalandsliðsþjálfarinn, Lárus Loftsson, ætlar að elda ofan í þá en hann er kokkur á Múlakaffi. Það ætti ekki að væsa um strákana um helgina. Punktamót ung- linga á Dalvík — haldið um síðustu helgi Punktamót unglinga var haldið á Dalvík dagana 24. og 25. febr. Skráðir þátttakendur voru 142, ræstir voru 122. Úrslit urðu sem hér segir: Stórsvig, drengir 13—14ára 1. Daníel Hilmarsson, Dalvik 117.35 2. Ingi J. Valsson, Ak. 120.44 3. Sveinn Aðalgeirss., Hús. 120.58 Stórsvig, stúlkur 13—15ára. 1. Nanna Leifsd., Ak. 117.13 2. ÁstaÁsmundsd., Ak. 122.82 3. Kristín Símonard., Dalv. 124.39 Stórsvig, drengir 15—16ára. 1. Björn Olgeirsson, Hús. 110.07 2. Elías Bjarnason, Ak. 113.81 3. Ólafur Harðarson AK. 116.12 Stórsvigsbrautir voru 1050 m lang- ar. Hæðarmism. 220 m. 36 hlið. Svig, stúlkur 13—15 ára 1. Nanna Leifsd., Ak. 84.90 2. Lena Hallgrímsd. Ak. 89.88 3. Þórunn Egilsd. R. 90.54 Svig, drengir 13—14 ára 1. Daníel Hilmarsson, Dalv. 79.15 2. Bjarni Bjarnason, Ak. 82.22 3. Gunnar Svanbergss., Ak. 85.18 Svig.drengir 15—16ára 1. Björn Olgeirs., Hús. 74.91 2. Ólafur Harðars., Ak. 79.16 3. Guðmundur Jóhanness., ísaf. 79.48 Svigbrautir voru 600 m langar. Hæðarmismunur 110 m. Hlið 45. Jón Halldórsson, Dalvík. ísland mætir Færeyingum —tvívegis íblaki — í kvöld norður á Akureyri, bæði í karla og kvennaflokki íslenzku karia og kvennalandsliðin leika um helgina landsleiki í blaki við Færeyinga, í kvöld norður á Akureyri og á morgun í Hagaskóla. íslendingar hafa undantekningariaust sigrað lær- eyinga í blaki karla en leikur kvenn- anna er fyrsti landsleikur þeirra og því er kvennaleikurinn stórt spurningar- merki. íslenzka karlalandsliðið í kvöld verður eingöngu skipað leikmönnum frá „þreim þrem sterku”. Það er ÍS, UMFL og Þróttur. Þeir eru Kjartan Páll Einarsson, ÍS, Leifur Harðarson, UMFL, Guðmundur E. Pálsson, Þrótti, Benedikt Höskuldsson, Þrótti, Jason ívarsson, Þrótti, Gunnar Árna- son fyrirliði, Þrótti, Böðvar Sigurðs- son, Þrótti, Samúel Örn Erlingsson, UMFL, Haraldur Geir Hlöðversson, UMFL, Indriði Arnórsson, ÍS, Sigfús Haraldsson, ÍS. Halldór Jónsson þjálf- ar bæði liðin en Hreinn Þorkelsson, UMFL mun leika síðari leikinn í Haga- skóla. íslenzka kvennalandsliðið, sem mætir Færeyingum á Akureyri i kvöld er þannig skipað: Anna Guðný Eiríks- dóttir, ÍS, Helga Jónsdóttir ÍS, Björg Björnsdóttir, Þrótti,SigurhannaSigfús- dóttir, Þrótti, Sólveig Þráinsdóttir Þrótti, Erna Þórarinsdóttir, ÍMA Margrét Jónsdóttir, ÍMA, Björg Jóns dóttir, Völsungi, Ásdis Jónsdóttir Völsungi, Laufey Skúladóttir, Völs ungí, Kristjana Skúladóttir, Völsungi Jóhanna Guðjónsdóttir Völsungi. Kvennaleikurinn hefst í Skemmunni í kvöld klukkan 18, en karlaleikurinn kl. 20. Á morgun fara siðan fram síðari landsleikirnir, þá leika konurnar kl. 14 og karlarnir kl. 16 í Hagaskóla. Landsleikir við Færeyinga íborðtennis — að Varmá í kvöld ísland leikur i kvöld landsleik við Færeyinga í borðtennis að Varmá og hefst landsleikurinn kl. 8.30. Keppl verður i karlaflokki, og unglinga- flokkum, eldri og yngri. Þeir Tómas Guðjónsson, KR, Stefán Konráðsson, Víkingi, og Hjálmtýr Hafsteinsson, KR, skipa íslénzka karlalandsliðið. Og i eldra unglingaliðinu eiga KR-ingar tvo lands- liðsmenn, þá Örn Fransson og Tómas Sölvason, en Bjarni Kristjánsson, UMFK, er einnig i eldra unglinga- liðinu. í yngra unglingaliðinu eru Jóhannes Hauksson, KR, Stefán Birkisson, Erninum, og Einar Einars- son, Víkingi. Á morgun verður síðan opið mót í Gerpluhúsinu í Kópavogi og hefst það kl. 2.30. Á NM unglinga í Málmey — íslenzka unglingalandslidið á Norðurlandamótið íbadminton íslenzka unglingalandsliðið i bad- minton fær erfitt verkefni um helgina á Norðurlandamótinu i badminton, sem fram fer í Málmey. Fimm íslenzkir unglingar hafa verið valdir, en keppendur verða frá öllum Norðurlöndunum, 75 talsins, þar af langflestir frá Sviþjóð og Danmörku, 28 frá hvorri þjóð. Fyrirfram má búast við að unglingar frá Sviþjóð og Danmörku setji mestan svip á NM. íslenzku unglingarnir mæta i fyrstu leikjum sínum, öllum nema tveimur, keppendum frá Sviþjóð og Danmörku. Sjálfsagt verður þar við ramman reip að draga. En í einliðaleik kvenna keppir Kristín Magnúsdóttir við finnska stúlku og í tvenndarleik lenda þau Sif Friðleifsdóttir og Guðmundur Adolfsson í baráttu við Finna. íslenzka unglingalandsliðið er skip- að: Kristín Magnúsdóttir, TBR, Sif Friðleifsdóttir, KR, Broddi Kristjánsson, TBR, Guðmundur Adolfsson, TBR, Helgi Magnússon, í A. Fararstjóri verður Garðar Alfons- son.____________________________ Gunnar meistari íkrambúl Gunnar Hjartarson, vann Kjarlan K. Friðþjófsson í úrslitum íslandsmótsins í krambúl. Það var gífurleg spenna á Klapparstígnum og sigurinn gat lent hvört heldur hjá Gunnari eða Kjartani. Gunnar fór með sigur af hólmi, 500— 490, tæpara gat það vart verið. Mótið var með útsláttarfyrirkomu- lagi en menn féllu þó ekki út fyrr en á öðru tapi. íslandsmeistarinn fyrrver- andi, Stefán Aðalsteinsson, tapaði i undanúrslitum fyrir Gunnari Hjartar- syni. Gunnar var með eitt tap fyrir úr- slitaleikinn, tapaði fyrir Kjartani í fyrstu umferð. Kjartan K. Friðþjófsson sigraði Sverri Þórisson, íslandsmeistara í snóker 300—294. En Kjartan var taplaus fyrir, og mátti tapa einum leik. Þeir voru því þrír með eitt tap á bakinu og var dregið um hver færi beint í úrslit. Það varð hlutskipti Gunnars en Kjartan sigraði Sverri síðan örugglega, 300—227 í síð- ari leiknum og lék því til úrslita. Kjart- an er íslandsmeistari í 1. flokki svo hársbreidd munaði að hann yrði tvöfaldur íslandsmeistari.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.