Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 8. MARZ1979- 57. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. ' Kókaínmálið íKaupmannahöfn:} LOGREGLAN LEITAR NU TVEGGJA TIL VIÐBÓTAR —sem komu á hótelið þegar handtökumar stóðuyfir. Þrírfslendingargætu losnaðí dag Flest bendir nú til að þrir íslendinganna, þau Sigríður Péturs- dóttir, Valtýr Þórðarson og Franklín Steiner verði látin laus í dag úr varð- haldinu vegna kókaínmálsins í Kaup- mannahöfn. Unnið hefur verið að rannsókn á framburði þeirra og þeirra þriggja íslendinga, sem eftir sitja en trúlegast þykir nú orðið að kókaínið og önnur þau fíkniefni, sem fundust í fórum íslendinganna og Ungverjans; hafi verið ætluð til sölu í Svíþjóð. Ekkert þeirra hefur þó játað það, eða nokkra aðild að meintu dreifmgarmáli. Svo virðist sem lögreglan tiér i Kaupmannahöfn reyni nú ákaft að hafa upp á þeim tveimur íslend- ingum, sem bar að þegar handtök- urnar fóru fram sl. föstudag. Lögreglumenn áttu stutt orðaskipti við íslendingana, en þeir fengu síðan að fara og er vitað að þeir fóru yfir til Svíþjóðar. -HP, Kaupmannahöfn. m >' Hótelið Fimm svanir í Austurbrú í Kaupmannahöfn, þar sem handtök- urnar fóru fram. Þar hafa nokkrir Islendinganna búið í allan vetur. Fíkniefnamálið f Kaupmannahöfn: Samband milli kpkaínsins og Mexíkóferðar tveggja? —sjá fleiri fréttir á bls. 8 Skoðanakönnun DB um fylgi flokkanna: „Fylgi Alþýðuflokks stóð á leirfótum” segir dr. Gunnar Thoroddsen sér stað. Sighvatur Björgvinsson, for- maður þingflokks Alþýðuflokksins, sagði, að Alþýðuflokksmenn hefðu verið kosnir til að koma verðbólg- unni niður, en það hefði ekki tekizt semskyldi. -HH. — sjá ítarlega frásögn afniðurstöðum skoð- anakönnunarinnar ábls.4-5 „Fylgi Alþýðuflokksins stóð á leir- fótum,” sagði Gunnar Thoroddsen, formaður þingflokks sjálfstæðis- manna, um niðurstöður skoðana- könnunar DB um fylgi flokkanna. Menn væru orðnir þreyttir á ,,þing- leikurum” flokksins. Niðurstöðurnar voru vantraust á ríkisstjórnina. „Ekki tjáir að deila við dómarann,” sagði Ólafur Jóhannes- son forsætisráðherra um könnunina. Ólafur Ragnar Grímsson (AB) sagði, að könnunin sýndi tilfærslur, sem menn hefðu á tilfinningunni, að ættu VETUR KONUNGUR HEFUR EKKISAGT SITT SÍÐASTA ORÐ Það var heldur kuldalegt um að litast hjá þessum skipverjum á Bjarna Herjólfssyni í gær og greinilegt að vetur konungur hafði ekki sagt sitt síðasta orð þrátt fyrir ótímabærar hug- myndir ýmissa þar um. í gær tók að snjóa hressilega á Suðvesturlandi og ekkert lát var á því í morgun og var víða orðið nokkuð þungfært í Reykja- vík. Þó var enn fært víðast í nágrenni höfuðborgarinnar eins og á Hellisheiði og Suðumesjum. Veðurspáin segir, að hann komi til með að ganga á meí éljum á Suðvesturlandi í dag og taki að snjóa á Norður- og Austurlandi. -GAJ/DB-mynd Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.