Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979. Togarinn Maí „gefinn” úr landi: Síðutogurum má breyta í loðnuskip C — með litlum tilkostnaði ) Árni Jóhannsson hringdi: Ég var mjög á móti því á sínum tíma að togarinn Maí yrði seldur úrj landi en þeir létu hann fjúka til Noregs fyrir 122 milljónir. Þeir hefðu átt að breyta honum í loðnuskip, það var mín skoðun, en Þvímeira frelsi— því meiri velmegun Valfrelsi er þjóðmálaafl sem leitar að leiðum til að bæta og fullkomna lýðraeðiðílandinu. Drög að stef nuskrá Stefnuskrá Valfrelsis er aðallega byggð á breyttum stjórnarháttum til að auka lýðræðið i landinu, t.d. með því að hinir almennu kjósendur taki þátt í atkvæðagreiðslum um mikil- væg málefni, með þjóðaratkvæða- greiðslum og málefnakosningum innan kjördæma og sveitarfélaga. Að sanna að hagsmunir launþega og vinnuveitenda geti og verði að fylgj- ast að, t.d. með bættri, sanngjarnari og heilbrigðari skattlöggjöf. Að koma á atvinnulýðræði þannig að launþegum sé gefinn aukinn kostur á - að taka beinan þátt í fjárfestingum m athafnalifsins. Að lækka skatta, þá sérstaklega útsvar og tekjuskatt, um 5% á ári þangað til heildarskattar eru í algjöru lágmarki, t.d. 20% af heildarveltu þjóðarinnar. Að fyrir byggja skattsvik. Að fyrirbyggja tvísköttun. Heilbrigðis- og tryggingamál, þ.á m. eftirlaun, skal eigi skorða| heldur efla. Setja skal á verðtryggðan lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Að taka upp staðgreiðslukerfi skatta. Skattgreiðendur sem hafa undir lág- markstekjum. (krónutala breytist á ári hverju). Þurfi ekki að telja fram dlskatts, nemaþeir óskiþess. Útvega skal öllum sem óska nægilegt fjár- magn til arðbærra framkvæmda, þ.á.m. húsnæðis til eigin nota, með hagstæðum kjörum. Gera skal ísland að kaupmáttarhæsta landi i heimi Það verður að hætta að refsa íslend ingum fyrir að vera íslendingar og stöðva innheimtu tolla á flutnings- gjöldum til landsins, þá sérstaklega með íslenzkum farkostum. Að koma lífæðum þjóðarinnar, þ.e. vega- kerfinu, í fyrsta flokks ástand. Stofn- setja almenna upplýsingaþjónustu, aðgengilega fyrir aUa landsmenn, t.d. við Hagstofuna. Leggja skal niður allar Ustakosningar og kjósa með persónubundnum kosningum. Val frelsismenn munu taka þátt afgreiðslu allra mála sem koma upp hverju sinni. Því meira frelsi því meiri velmegun. Með skynsemi skal land byggja. Ábyrgflarmaður Valfrclsis, Sverrir Runólfsson. svo kaupa Hafnfirðingarnir í staðinn annað skip, Eldborgu, fyrir tæpa 2' milljarða. Þetta nýja skip ber aðeins tæpum 100 tonnum meira en Mai. Á sama tíma er Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar að kvarta yfir stórtapi. Svona er farið með fjármunina þegar menn eiga ágætisskip sem má breyta með litlum tilkostnaði. Þá gefa þeir skipið úr landi og kaupa dýrt skip i staðinn. Það er ennþá eftir hér á landi einn af síðutogurunum gömlu, þ.e Harðbakur á Akureyri. Ég vona að stjórnvöld skoði hug sinn vel áður en þau láta hann úr landi í stað þess að breyta honum í loðnuskip. Togarinn Maí. DB-mynd Hörður. ; Ánægð með barnatímann Raddir lesenda Ragnheiður Thorarensen hringdi: Margir eru að finna að barna- tímanum í sjónvarpinu en ég er hins vegar mjög ánægð með þennan barnatíma og mér finnst hann sér- staklega athyglisverður. Hann er bæði fróðlegur og skemmtilegur og Skilafrestur á hamingjuósk- um Athugið; að skilafrestur á hamingjuóskum í fimmtudagsblaðid er til klukkan 14.00 á þriðjudag og fyrir laugardagsblað þarf að koma með efni fyrir kl. 14.00 á fimmtudag. RANK RANK - RANK - RANK RANK vekur fólk til umhugsunar og gefur því ýmsar hugmyndir. Ég vona að umsjónarmaðurinn gefist ekki upp þrátt fyrir þá gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir, hún er að minu mati mjög ósanngjörn. RANK - RANK Spurning dagsins Tókstu námslán? (vorlán)? Helgi Arnarson: Nei, ég tók ekki lán vegna þess að ég þurfti ekki á því að halda. Ragnhlldur Richter: Já, ég tók lán og er búin að fá það. Já, ég er ánægö með þaðsemég fékk. Við bjóðum ekkiaðeins laeqsta verðið á litsjónvarpstækjum... Ari Skúlason: Ég fékk lán en hafnaði þvi vegna þess að upphæðin var svo lág að hún gagnaði mér ekkert. Ég var með of háar tekjur til þess að geta fengið hærralán. 4raára ábyrgð e Merkið tryggir gæðin Ingólfur Skúlason: Nei, ég sótti ekki um lán. Ég var með of háar tekjur til þess að eiga möguleika á þvi. ... heldur einnig: • INNLINE - MYNDLAMPA • SNERTIRÁSASKiPTiNGU • SPENNUSKYNJARA • KALT KERFi • FRÁBÆRA MYND • MIKIL TÓNGÆOI • SPÓNLAGÐAN VIÐARKASSA • LÆGSTA VERÐIÐ Á MARKAÐINUM < a RANK Með fjarstýrmgu 22" kr. 419.800.- 26" kr. 498.000.- Sjónvarp & Radio Vitastíg 3. Simi 12870 Ernil Fenger: Eg tók lán en er ekki búinn að fá það. Ég veit ekki nákvæm- lega hversu há upphæðin verður. RANK RANK - RANK RANK RANK - RANK Auður Ólafsdóttir: Ég er rétt aö byrja nám hér og á þvi ekki möguleika á láni. Ég hefði þó sótt um lán ef ég hefði verið komin lengra i náminu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.