Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979. Erlendar fréttir JÓNAS HARALDSSON ð REUTER E) Amsterdam: Kæra Kortsnojs gegn Karpov tekin fyrir Mál skákmeistarans Victors Kortsnojs gegn heimsmeistaranum Anatoly Karpov var tekið til meðferðar i fyrsta sinn í gær í Amsterdam. Kortsnoj kærði síðustu skákina i einvigi þeirra Karpovs um heims- meistaratitilinn á Filippseyjum í fyrra, en sú skák réði úrslitum í einviginu, sem Karpov vann með 6 vinningum gegn 5. Kortsnoj segir að samningar hafi verið brotnir er sovézki dularsál- fræðingurinn Vladimir Zoukhar fékk að sitja of nálægt skákborðinu í siðustu skákinni. Hvorugur skákmeistaranna mætti fyrir réttinn í gær. Heimsmeistarinn, sem missti föður sinn fyrir stuttu, sendi ekki einu sinni fulltrúa sinn. Alþjóðaskáksambandið Fide, hefur hafnað beiðni Kortsnojs um að síðasta skákin verði tefld að nýju. Sambandið hefur lýst Karpov heimsmeistara og sagt að krafa Kortsnojs hafi komið of seint. Jarðskjálfti í Tokyo Jarðskjálfti varð í Tokyo, höfuðborg Japans í morgun. Skjálftinn var fremur litill og talið er að engar skemmdir hafi orðið vegna hans, eða slys á fólki. Íðiiír smyglarar V-þýzka lögreglan hefur handtekið tvo spánska rútubílstjóra, sem ekið hafa fyrir ferðaskrifstofu. Mennirnir hafa ekið tvisvar í viku milli Madrid og Dusseldorf og er talið að þeir hafi smyglað miklu magni af áfengi og sígarettum til veitingahúsa í Dussel- dorf. Þegar mennirnir voru handteknir fundust í bílum þeirra 29.200 sígarettur og 15 lítrar af spænsku koníaki. Daily Telegraph: Alþjóðlegur léttir — er Kínverjar drógu lið sitttil baka Brezka dagblaðið The Daily Telepgraph sagði í gær, að ákvörðun Kínverja um að draga herlið sitt til baka frá Víetnam hefði valdið mönnum létti um allan heim. í leiðara hins íhaldssama dagblaðs sagði að Víetnamar einir megnuðu ekki að halda uppi algeru striði gegn Kína og Sovétmenn virtust ætla að halda aftur af Víetnömum og sjá til þess að þeir gangi ekki of langt. Kínverjar geta eftir atvikum verið ánægðir með árangurinn. Þeir láti ekki troða á sér eins og veiklunduð vestur- veldin. Sovétríkin munu án efa halda fram sigri Víetnama í átökunum, sem stafi af stuðningi þeirra við Vietnam. Carter kemur til Karíó í dag: 7 HOFLEG BJARTSYNI IUPPHAFIFERDAR — Egyptar vilja nokkrar breytingar á f riðardrögunum og ísraelsmenn einnig Jimmy Carter Bandaríkjaforseti kemur til Kairó i dag til þess að reyna enn einu sinni að koma á friðar- samningi milli ísraelsmanna og Egypta. Forsetinn setur virðingu sína og e.t.v. pólitíska framtíð að veði með þessari för sinni. Mistakist ferðin dregur það verulega úr líkum á endurkjöri Carters á næsta ári. í gærkvöldi sagði Mustapha Khalil forsætisráðherra Egyptalands, að Egyptar vildu e.t.v. gera nokkrar breyt- ingar á drögum Carters að friðarsátt- mála. Hann bætti því og við að ísraels- menn gætu heldur ekki fellt sig viðallt í friðardrögum Carters og reyndu að koma á breytingum. Forsætisráðherr- ann sagði samningsdrög Bandaríkja- forseta þó í heild mjög jákvæð. Helzti ráðgjafi Carters, Zbigniew Brezezinski fékk Sadat Egyptalands- forseta í hendur síðustu drög Carters í gær og sagði Khalil að hann myndi gera Brezezinski grein fyrir afstöðu Egypta- landsstjó'nar skömmu áður en Carter kæmi . Hið hálf opinbera málgagn egypzku stjórnarinnar Al-Ahram lét i ljós nokkra bjartsýni vegna heimsóknar Carters. Fram að þessu hafa friðarsamningar strandað á því að ísraelsmenn hafa ekki viljað samþykkja sjálfstæði Palestínuríkis og einnig á því að varnarskylda Egypta gagnvart öðrum Arabaríkjum vægi þyngra en friðar- samningurinn. Carter forseti var bjartsýnn áður en hann lagði upp í för sína til Kairó. Hann sagði að vonirnar væru þó nokkuð bundnar af raunsæi, en bætti við að í fyrsta sinn í mannsaldur væri friður i augsýn í Miðausturlöndum. Stöðugt eykst kóksalan: TVÖ HUNDRUÐ MILUÓNIR KÓKFLASKNA SELDAR A DAG —velta Coca Cola sjöföld f járlög íslenzka ríkisins Bandaríska gosdrykkjaverksmiðjan Coca Cola birti í gær tölur um sölu síð- asta árs. Þar kom í Ijós að sala á kóki hefur aldrei verið meiri og jókst hagn- aður fyrirtækisins mikið, mest vegna 10% söluaukningar á kóki erlendis. Fyrirtækið sagði að hagnaðurinn hefði numið 374.69 milljónum dollara, en árið 1977 nam hagnaðurinn 331.16 milljónum dollara. Alls seldi fyrirtækið fyrir rúmlega 1400 milljarða íslenzkra króna á sl. ári, en salan nam um 1170 milljörðum árið 1977. Þess má geta til samanburðar að fjárlög íslenzka ríkisins nema rúmum 200 milljörðum króna. Sé þessi tala umreiknuð í seldar kók- flöskur á dag, kemur í ljós að u.þ.b. 200 milljónir kókflaskna eru seldar í heiminum dag hvern. Lögreglumenn skulu taka konumar með —á vakt til að ber jast gegn h jónaskilnuðum og alkóhólisma Lögreglumönnum í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum hefur verið ráðlagt að hafa eiginkonur sinar með sér þegar þeir eru á vakt í úthverfi Cleveland, sem kallast Brunswick. Lögreglustjórinn Clayton Crook sagði að gripið væri til þessa ráðs til þess að berjast við tíða skilnaði lögreglumanna og alkóhólisma. Með því að fara með eiginmönnum sínum á vakt og kynnast skyldustörfum þeirra, hefðu eiginkonur betri skilning á starfi lögreglumannanna. Tilraunin er gerð í Brunswick, sem er hverfi hvítra manna i millistétt. Tilraunin gildir aðeins fyrir þá lögreglumenn sem eru giftir. Menn mega ekki taka kærustur sínar með í lögreglubílinn, sér til upplyftingar. SiaP.ðUTGtfíö KIKISIN.S Ms. Baldur fer frá Rcykjavík þriðjudaginn 13. þ.m. til Patreksfjarðar og Breiða- fjarðarhafna. Tekur einnig vörur til Tálknafjarðar og Bíldudals um Patreksfjörð. Móttaka alla virka daga nema laugardag til 12. þ.m. Ms. Hekla fer frá Reykjavfk miðvikudaginn 14. þ.m. til tsafjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: ísafjörð, Bolungarvfk, (Súgandafjörð og Flateyri um tsafjörð) og Þingeyri. Móttaka alla virka daga nema laugardag til 13. þ.m. Ms. Esja fer frá Reykjavfk föstudaginn 16. þ.m. austur um land til Vopna- fjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vestmannaeyjar, Horna- fjörð, Djúpavog, Breiðdalsvfk, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaup- stað, Seyðisfjörð, Borgarfjörð eystra og Vopnafjörð. Móttaka alla virka daga nema laugardag til 15. þ.m. THUNDERBIRD Varí) kr. 17.7SO Hvergi meira úrvai af Verð frá kr. 17.750. i r ÁRMÚLA 38 (Selmúla megin) 105 REYKJAVÍK SlMAR: 31133 83177 PÓSTHÓLF 1366 GRAND PRIX PACIFIC MKII lterú kr. 23.600 Komdu við í Radíóbæ i Opið á laugardögum. MHf- VorO 27.171 MRC 3000 - VmrO S5.SOO MRC 4000 - VtrO 00.000

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.