Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979. 5 „Fylgistilfærsla sem menn hafa á tilfinningunni’' — segir Ólafur Ragnar Grímsson (AB) „í stórum dráttum sýnir þessi þessu og haetti fíflalátum og komi með könnun fylgistilfærslu sem menn hafa okkur í að stjórna landinu.” haft á tilfinningunni að eigi sér stað,” -HH. sagði Ólafur Ragnar Grímsson al- þingismaður (AB) um niðurstöður skoðanakönnunarinnar. „Mér finnst hlutfall Sjálfstæðis- flokksins hærra en ég hafði haldið, en vel má vera að fylgi hafi færzt frá Alþýðuflokknum og Framsóknar- flokknum yfir til Sjálfstæðisflokksins. Ýmislegt bendir til þess að hægra fylgi, sem Framsóknarflokkurinn hélt síðast, hafi horfið yfir til Sjálfstæðisflokksins. Veruleg vonbrigði eru i kjósendahópi Alþýðuflokksins. Ég hef haft á tilfinningunni að Alþýðubandalagið hafi i stórum drátt- um haldið sínu,” sagði Ólafur Ragnar. „Nú er nauðsynlegt að alþýðuflokksmenn dragi lærdóm af „Kosnir til að ná verð- bólgunni niður” — segir Sighvatur Björgvinsson (A) „Við verðum að vona, ef könnunin er marktæk, að okkur takist aftur að ná því fylgi sem við höfum misst,” sagði Sighvatur Björgvinsson, for- maður þingflokks Alþýðuflokksins. „Við vorum kosnir til að ná' verðbólgunni niður,” sagði hann og viðurkenndi að árangur hefði enn ekki náðst sem skyldi. „En ég held að fólk viti, hvers vegna árangurinn hefur ekki náðst. Viðlátumnúreynaáhvortsam- staða næst á Alþingi um aðgerðir til að ná verðbólgunni niður.” -HH. „Ekki tjáir að deila við dómarann” — segir Ólaf ur Jóhannesson forsætisráðherra „Það kemur mér á óvart að Sjálf- stæðisflokkurinn skuli hafa svona mikið fylgi í þessari könnun,” sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra um niðurstöðurnar. Hann taídi, að Sjálfstæðis- fiokkurinn hefði ekki staðið sig svo glæsilega í stjórnarandstöðu að hann ætti að fá slíkt fylgi. „Ef einhverjir vinna svona á, hljóta einhverjir aðrir að tapa,” sagði Ólafur. „Ekki tjáir að deila við dómarann.” Hann sagði að gott hljóð væri í fram- sóknarmönnum en hann „heyrði þó ekki allt”. Sagt væri að ríkisstjórnin væri vinsæl, en vel mætti vera að hún væri það ekki. Slíkt ætti þó ekki að vera skýring á því að Framsóknar- flokkurinn færi enn niður. -HH. „Þungt áfall fyrir vinstri stjórnina” — segirGunnar Thoroddsen (S) ,,í fyrra vefengdu margir skoðana- könnun Dagblaðsins fyrir alþingis- kosningamar. Mönnum fannst sér- staklega ólíklegt að Alþýðufiokkurinn mundi vinna svo gífurlega á og Fram- sókn tapa jafnmiklu og þessi könnun benti til,” sagði Gunnar Thoroddsen, formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. ,,En svo fór að kosningaúrslitin urðu ekki fjarri þessum spám. í ljósi þessarar reynslu verður að líta á þessa nýju skoðanakönnun sem á- byrga og alvarlega spá. Niðurstöður hennar eru þungt áfallt fyrir vinstri stjórnina. Þær sýna vantraust fólks á þessu stjórnarsamstarfi. Hrun Alþýðuflokksins vekur auðvitað sér- staka athygli, en við því mátti búast. Fylgi hans í fyrra stóð á leirfótum og ekki hafa þingleikarar flokksins aukið traust fólks á honum. Skoðanakönnunin sýnir að fólk fylgist með og áttar sig á því sem er að gerast. Hún er okkur sjálfstæðis- mönnum gleðiefni, uppörvun og hvatning til starfa,” sagði Gunnar Thoroddsen. -HH. KPRENTUN fRENTUN S.32-l5bU NONNIG BUBB KYNIUIÐ YÐUR VERÐ OG GÆÐI ÞEGAR VIÐVEGUM KOSTINA ÞÁ VERÐUR ^lISHIDA^^ KOPflUOGUR GÖBHIUífjRIJR »11» fí GfJBU wm REYKIÐJAN HF. SMIOJLJVLOI 36 2* 7 63 40 * TRYGGIfl YflUR VOG MEfl NÆSTU SENDINGU * STAÐFESTIÐ PANTANIR OG ELDRI PANTANIR s>vi#!ií| FVRIR 15TIL ...S 20 MARS. 1W r r DAGSETNjKHVERÐ TyJgP1 GUÐMUNDUR • S. 31- HA SÍÐASTI SÖLUDGUB | 1 PÖKKUNARDAGUR |KR/KG. | ÞYNGD. j VERÐ. SVE/NN/ S. 37-Í2DD ^ KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA ^ PLASTPOKAR IIImmÓ-aam IbF PLASTPOKAR O 82655 rlfllSLOik ■■■ o 82655 PLASTPOKAVERKSMIÐJA ODDS SIGURÐSSONAR GRENSÁSVEGI 7 REYKJAVÍK BYGGINGAPLAST * PLASTPRENTUN * MERKIMIÐAR OG VÉLAR TRIXPLAST HEIMILSPOKAR 50STK. ARLILLU

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.