Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 6
FR f élagar — FR félagar ÁRSHÁTÍÐ félagsins verður haldin 17. marz í Festi, Grindavík. Aðgöngumiðar eru seldir á skrif- stofu félagsins, Síðumúla 22, sími 34100. Rútuferðir frá Rvk., Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. F’R félagar fjölmennið á árshátíðina og takið með ykkur gesti. Réttingar Réttingaverkstæði, réttingamenn! Höfum hug á að bæta við okkur þjónustu við sprautun á bílum. Nánari uppl. í síma 44250 og 73801 eftir kl. 7. Bílasprautunin Varmi Borgarholtsbraut 86, Kópavogi Breyttur opnunartfmi OPlD KL. 9—9 ; Allar skroytingar unnar af fag- mönnum. Nng bllastcaSI a.m.k. á kvöldla 'BIÓYItAYÍXIIR HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 MOKKA- JAKKAR KÁPUR AF MOKKAFUKUM OG PELSUM NÆSTU DAGA SKINNHÚSIÐ AUSTURSTRÆTI8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979. Fjárfrekasta skilnaðarmál heims útkljáð — eiginkona milljarðamæringsins fékk 16 milljarða króna Dómur í viðamesta skilnaðarmáli sögunnar, hvað fjárskiptum við- kemur, var kveðinn upp í Los Angeles í gær. Milljarðamæringurinn Jack Kent Cooke sem er 66 ára að aldri skildi við konu sína Barböru árið 1977, eftir 42 ára hjónaband. Eignir Jack Kent Cookeeru metnar á rúmlega 32 milljarða króna og sam- kvæmt dómnum rennur andvirði helmings þeirra til eiginkonunnar fyrrverandi. „Þetta eru mestu fjárskipti, sem ég ' heyrt um í skilnaðarmáli,” sagði Arthur Crowley lögfræðingur frúar- innar, eftir að niðurstaða varð ljós. Jack Kent Cooke hefur byggt upp rikidæmi sitt frá grunni. Hann byrjaði sem sölumaður er gekk milli húsa en hefur síðan byggt upp fjöl- miðlunarkerfi og eignast íþrótta- félög. Hann á útvarpsstöðvar er út- varpa ýmsu léttmeti, en auglýsinga- tekjur eru góðar. Þá hefur hann keypt upþ íþróttafélög atvinnumanna og má nefna körfubolktafélagið Los Angeles Lakers íshokkíliðið Los Angeles Kings og hluta í bandaríska fótboltafélaginu Washington Redskins. Cooke er Kanadamaður að uppruna, en gerðist bandarískur þegn árið 1960. Hann þykir litrikur persónuleiki í betra lagi og hefur tví- vegis verið kjörinn bezt klæddi maður Kanada. Meðal eigna hans má og nefna tvö tímarit, en draumur hans um að eignast dagblað hefur þó ekki ræst. Samkvæmt upplýsingum heims- metabókar Guinnes nema mestu fjárskipti vegna skilnaðar hingað til aðeins tæplega tíunda hluta af Cooke skilnaðinum. Nýr Saab væntanlegur —samvinnuverkef ni Saab og Lancia og leysir hinn gamla Saab96af hólmi Þannig lítur hinn nýi Saab frá Ítalíu út. Meðalstór framhjóladrifinn híll með fjórum hurðum. Lengdin er 3.80 og hæðin 1.30 m og er bíliinn hálfum metra styltri og mun lægri en sá bíll er hann leysir af hólmi, Saab 96. Nýr Saab er tilbúinn á teikniborðinu. Þessi nýi Saab á að leysa Saab 96 af hólmi, en sá bíll hefur verið lítt breyttur í útliti í fjöldamörg ár. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort bíllinn verður kall- aður Saab 98 eða jafnvel Lancia 98. Hinn nýi bíll er hannaður í Ítalíu af Lancia-verksmiðjunum, sem eru eign Fíatverksmiðjanna. Sænskir sérfræð- ingar hafa þó ráðið miklu um gerð bíls- ins. Bíllinn er að nokkru byggður upp á sama undirvagni og nýjasti Fíatinn, Fiat Ritmo, sem nú er að koma á mark- að. Saabinn er þó nokkru stærri og mun meira er í hann lagt, enda dýrari bill. Talið er að hinn nýi bíll verði kall- aður Lancia Ypsilon á Evrópumarkaði, en liklegt er taiið að hann beri Saab- nafnið í Sviþjóð. Hinn nýi bíll verður sýndur í fyrsta skipti í september á bílasýningu í Frankfurt. V-Þýzkaland: NJÓSNARIKOMMÚNISTA HJÁ FLOKKIKRISTILEGRA KRATA V-þýzka lögreglan hefur handtekið andstöðu í V-Þýzkalandi. fjallað um mikilvæg pólitísk verkefni. konu, sem er grunuð um njósnir í þágu Talsmaður flokksins sagði að konan, Aðalstarf hennar fólst í þvi að undir- kommúnista í aðalstöðvum Kristilega sem heitir Ursula Höfs, hefði unnið búa flokksfundi. demókrataflokksins, sem er í stjórnar- fyrir flokkinn frá árinu 1972, en ekki Kynningarfyrirlestur er haldinn á fimmtudögum kl. 20.30 á Skúlagötu 61, lll.hæð. Umræöur — Kvikmyndir stofnandi:' Séra Sun Samtök Heimsfriöar og Sameiningar Myung Skúlagötu 61, pósthólf 7064, sími 28405. Moon

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.