Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979. .9 * íslenzku olíuforstjórarnir: Eðlilegast að miða við Rotterdamverð á olíu undanfarnar hækkanir verða ekki varanlegar suðurströnd Gulf). V.egna verðþróunar fékkst við- miðunarverði breytt oftar en einu sinni, og þá ævinlega íslenzkum kaupendum í hag. Komu þar við sögu verðskráningar í Venezuela, Aruba og Curacao. Fór svo, að i febrúar 1975 var orðið hagkvæmast fyrir okkur Islendinga að miða kaupverð í viðskiptasamningum við Sovétríkin við Rotterdam-skráningu Þegar svo var komið óskuðum við eftir endurskoðun á verðákvæðum, sem miðuð voru við skráningu i Curacao i Venezula. Var frá því í apríl 1975 miðað við meðaltal af miðun á hinum frjálsa markaði í Evrópu, enda þótt afskipanir á olíu- vörum og eigendaskipti færu ekki fram í Rotterdam. Á árinu 1977 og fram á haust hafði verðlag verið stöðugt i Rotterdam. 2. Staðfest var að verðskráningar í viðskiptum við Vestur-Evrópu miðuðust við Rotterdamverð. 3. Á sama tíma voru verðskrán- ingar hærri í Aruba og Curacao, þegar miðað er við meðaltalsverð á Forstjórar hinna þriggja dreifingarfyrirtækja olíu og bensín- vöru á íslandi hafa að meira eða minna leyti tekið þátt í olíukaupa- samningum, sem ísland hefur gert við seljendur olíu um langt árabil. Vegna mikillar umræðu sem orðið hefur hérlendis og víðar um hinar stórfelldu verðhækkanir, sem orðið hafa á innkaupsverði olíu, telja þeir eðlilegt að gera nokkra grein fyrir samningum þeim sem gerðir hafa verið um þessi kaup. 1. Langmestur hluti af olíuviðskipt- um heimsins fer fram á vegum hinna stóru alþjóðlegu olíufélaga. Þau ýmist vinna jarðolíuna sjálf úr eigin olíulindum eða kaupa hana á föstum samningum frá oftast ríkisreknum olíufélögum OPEC landanna. Jarðolían er að mestum hluta flutt óhreinsuð til markaðslandanna þar sem hún er unnin í olíuhreinsunar- stöðvum og seld neytendum. Dóttur- félög hinna alþjóðlegu olíufélaga eiga flestar olíuhreinsunarstöðvarnar, og dreifingarfyrirtækin, sem selja hinar unnu olíuvörur, eru þá einnig dóttur- félög hinna sömu olíufélaga. Þegar bæði seljandi og kaupandi (olíu- hreinsunarstöð og dreifingarfélag) eru sami aðilinn, er ljóst að ýmis önnur sjónarmið en markaðsverðið eitt geta ráðið verðum, a.m.k. um takmarkaðan tima. Þegar framanritað er haft í huga verður skiljanlegt að aðeins lítill hluti af unnum olíuvörum í heiminum er í raun á frjálsum markaði. 2. Á íslandi er engin olíu- hreinsunarstöð og ekkert dótturfélag fjölþjóða olíufélags eins og í flestum löndum Vestur-Evrópu. ísland hefur því ekki getað stuðzt við langtíma samninga um jarðolíukaup frá OPEC löndum, en verðákvæði slíkra samninga virðast nú sem óðast einhliða felld úr gildi. Frá þvi á árinu 1953 hefur megin- hluti af olíuþörfum íslands verið keyptur frá Rússlandi. Að sögn for- stjóranna var innkaupsverð frá 1953 til 1961 miðað við skráningar frá Bandaríkjanna (U.S. skráðu verði 1 Rotterdam og Curacao. Þessi viðmiðun gilti frá apríl 1975 til ársloka 1977. í samningunum fyrir árin 1978 og 1979 var hins vegar aðeins miðað við Rotterdamskráningu. Fyrir þessu voru að sögn olíuforstjóranna einkum fjórar ástæður: 1. Verðmyndunin á Rotterdam- markaðnum fyrir unnar olíuvörur var almennt að verða viðurkennd eðlilegasti grundvöllur fyrir við- þeim olíutegundum, sem íslendingar keyptu frá Rússlandi. 4. Eftir þjóðnýtinu olíuiðnaðarins í Venezuela voru verðskráningar þar takmarkaður grundvöllur til að byggja samningsviðskipti á og tví- mælalaust ekki hagstætt fyrir okkur. Miðað við þekktar aðstæður, var eðlilegast að miða samninga okkar og Sovétrikjanna við Rotterdamverð. í samningum okkar við Portúgal neituðu seljendur að ræða annað verð en Rotterdamverð, og til dæmis rvildu þeir alls ekki miða við breytilegt ■verð OPEC-ríkjanna. Þar var einnig Imiðaðvið Rotterdamverðið. í samræmi við viðskiptalögmál hækkar verð á olíu sem öðrum vörum, þegar eftirspurn verður meiri en framboð. Telja forstjórarnir að við búum við sízt lakari kjör en aðrar þjóðir ef litið 'er til verðs á gasoliu og marineolíu annars staðar í Evrópu. Loks benda forstjórarnir þrir, Vil- hjálmur Jónsson, Olíufélagið hf., Ilndriði Pálsson, Skeljungur hf., og Önundur Ásgeirsson, Olíuverzlun ís- lands hf., á að sú verðhækkun sem orðið hefur að undanförnu muni ekki verða varanleg nema að hluta. Ekki vilja þeir þó spá neinu að svo komnu máli. -BS. ^ Nýr verslunarstjóri Garðar Guðmundsson ■ - ■ •- Z |W 'ý1 1*"vwbodoaföa 1 ft } » ■ I f ' i * |1 [•P • *> ! I lm |I WKSmBSBnfe- / '• ■ \l\ '* . mfW ÍpHn iipí jgg \ 'MÉtml- r yy ijÆ ’f'áp. . * mmkéí

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.