Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979. 32. skoðanakönnun Dagblaðsins: Hvaða flokk munduð þér kjósa ef þing kosningar f æru f ram nú? Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæflisflokkur Alþýðubandalag „Engan flokk" Svara ekki Óákveðnir 28 eða 9 1/3% 25 efla 8 1/3% 91 efla 30 1/3% 41 eða 13 2/3% 23 eða 7 2/3% 29 eða 9 2/3% 63 efla 21% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar. Til samanburflar úrslit úr skoðanakönnun DB í desember og úrslit síðustu kosninga: nú desember þingskosn. Alþýðuflokkur 15,1% 21,1% 22,0% Framsóknarflokkur 13,5% 15,6% 16,9% Sjálfstæðisflokkur 49,2% 42,2% 32,7% Alþýðubandalag 22,2% 21,1% 22,9% í síðustu þingkosningum fengu einnig Samtökin 3,3 atkvæða og ýmsir óháðir listar og smáflokkar samtals 2,2%. Þingsæti mundu skiptast þannig samkvæmt könnuninni nú. Til samanburðar er tekið hvernig þingsæti hefðu skipzt samkvæmt könnuninni í desember og hvernig þingsætin skiptust eftir þing- kosningarnar í fyrra: nú desember þingskosn. Alþýðuflokkur 9 13 14 Framsóknarflokkur 8 9 12 Sjálfstæðisflokkur 30 25 20 Alþýðubandalag 13 13 14 Sjálfstæðisflokkurinn rífur til siif fylgi frá Alþýðuflokki og Framsóknarflokki Sjálfstæðisflokkurinn mundi sigra „stórt”, ef þingkosningar færu fram nú. Alþýðuflokkurinn mundi tapa nærri þriðjung fylgis síns. Framsókn mundi enn tapa nokkru en Alþýðubandalagið standa í stað. Þetta sýnir skoðanakönnun Dagblaðsins. Ef teknir eru þeir sem taka afstöðu með einhverjum flokknum kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn mundi fá49,2 af hundraði atkvæða í kosningum. Þetta er fylgisaukning um 16,5 prósentustig. Skoðanakönnun Dag- blaðsins í desember síðastliðnum sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn var þá þegar í sókn og kominn upp í 42,4 af hundraði atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn mundi með þessu bæta við sig 10 þingsætum og komast upp í 30, eða helming allra þingmanna. Samkvæmt könnuninni í desember hefðu sjálfstæðismenn fengið 25 þingsæti. Alþýðuflokkurinn var ekki farinn að tapa að marki í desember. Hrunið hefur gerzt síðan. Flokkurinn fengi samkvæmt könnuninni nú 15,1 af hundraði atkvæða, sem er 6,9 prósentustiga tap frá þingkosningunum í fyrra. Flokkurinn er því farinn að skila miklu af því lausafylgi sem til hans kom í fyrra. Alþýðuflokkurinn mundi nú tapa 5 þingsætum og fara niður í 9. Fyrir síðustu þingkosningar hafði flokkurinn aðeins fimm þing- menn. Framsóknarflokkurinn heldur enn áfram að tapa samkvæmt síðustu könnun. Hann tapaði miklu i þing- kosningunum í fyrra og fór niður í 16,9 af hundraði atkvæða og 12 þingmenn. Hann hafði enn farið niður samkvæmt könnuninni í desember og var kominn niður í 15,6 af hundraði. Nú fer hann niður í 13,5 af hundraði og fengi sam- kvæmt því aðeins 8 þingsæti, sem væri fjögurra þingsætatap. Alþýðubandalagið héldi nokkurn veginn velli ef kosið yrði nú. Það fengi 22,2 af hundraði atkvæða en hafði 22,9 af hundraði í síðustu kosningum. Fylgi þess var 21,1 af hundaði samkvæmt könnuninni í desember. Alþýðubanda- lagið fengi nú 13 þingmenn og tapaði því einum. Samkvæmt könnuninni nú mundi Alþýðubandalagið tapa einu þingsæti til Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og ekki ná að endurheimta það með uppbótarþingmanni. Sjálfstæðismeirihluti í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn hefur í þessari könnun hreint meirihlutafylgi í Reykja- vík. Hann mundi vinna tvö þingsæti t borginni, eitt af Alþýðuflokki og annað af Alþýðubandalagi. Atkvæði skiptust þannig í Reykja- vík samkvæmt könnuninni. í sviga úr- slit síðustu kosninga. Alþýðuflokkur 17,2%(22,6%) Framsókn 12,9% ( 8,3%) Sjálfstæðisflokkur 51,6%(39,5 %) Alþýðubandalag 18,3%(24,3%) Athyglisvert er að Framsókn eykur fylgi sitt í Reykjavík en tapar svo þeim mun meira úti á landi. Miðað við fylgi flokkanna úti á landsbyggðinni virðist könnunin gefa tilefni til að ætla að Sjálfstæðis- flokkurinn ynni þingsæti af Alþýðuflokki eða Framsóknarflokki í öllum kjördæmum úti á landi. Svo færi þá að Framsókn fengi eitt uppbótar- þingsæti í fyrsta sinn í sögunni. Alþýðuflokkurinn fengi fimm kjördæmakjöma og fjóra uppbótar- menn. Framsókn sjö kjördæmakjörna og einn uppbótarmann. Sjálfstæðis- flokkurinn fengi tuttugu og sjö kjördæmakjörna og þrjá uppbótar- menn. Alþýðubandalagið fengi tíu kjördæmakjöma og þrjá uppbótar- menn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi mun meira fylgi meðal kvenna en karla. Taka verður með varúð þær ákveðnu prósentutölur sem hér eru nefndar, en slík könnun á tvímælalaust að gefa til kynna hver þróunin er i meginatriðum hverju sinni. Nærri fjörutíu af hundraði voru í könnunninni ýmist óákveðnir, neituðu að svara, eða sögðust „engan flokk” styðja. Þetta er sízt meira en var í desemberkönnuninni eða könnun DB fyrir þingkosningarnar i fyrra, sem reyndist eins nærri lagi og menn munu kannastvið. DB sneri sér til 300 manna, 150 karla og 150 kvenna, með spurningu sína eins og í fyrri könnunum. -HH. ..Sirkusinn við Austurvöll undirlagður trúðum” „Alþýðuflokkurinn hefur með öllu brugðizt þeim vonum sem ég batt við hann í vor,” sagði karl í Reykjavík. „Hann sker sig ekkert úr’ hinum.” Fleiri svöruðu á svipaðan hátt. „Ég kaus einn núverandi stjórnarflokka í síðustu kosningum. Ég geri það ekki aftur,” sagði karl á Reykjanesi. „Ætli það verði ekki íhaldið. Ég kaus vinstri flokk síðast,” sagði annar karl á Reykja- nesi. „Ég mundi kjósa Sjálfstæöis- flokkinn, en ég veit að það er heldur engin lausn,” sagði karl á Akureyri. „Ég kýs að minnsta kosti ekki stjórnarflokkana, en spurning er hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé eitthvað skárri,” sagði kona á Selfossi. Traustir kjósendur Sjálfstæðis- flokksins voru ánægðir með sitt. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur sannað að hann er öðrum flokkum fremst til forystu fallinn,” sagði kona i Reykjavik. „Ég hef alltaf kosið Sjálf- stæðisflokkinn og sjaldan séð meiri ástæðu til þess eneinmitt nú,”sagði kona á Reykjanesi. „Ég kýs sama og alltaf áður — íhaldið,” sagði önnur konaáReykjanesi. „ Allir jaf n- vitlausir" „Sirkusinn við Austurvöll er nú endanlega undirlagður trúðum,” sagði kona í Reykjavík. „Ég skila auðu. Þaðvantar flokk með stefnu,” sagði karl í Reykjavík. Eins og í könnun DB í desember lýstu mjög margir andstöðu við flokkana. „Ég er orðin á móti öllum,” sagði kona á Reykjanesi. „Mér lízt ekki á stjórn- arandstöðuna en stjórnarflokkarnir hafa brugðizt,” sagði konan og kvaöst styðja stefnu félagsins „Valfrelsi”. „Ég kaus í fyrsta skipti í fyrra, en nú mundi ég ekki fara á kjörstað,” sagði karl í Reykjavík. „Það er vandi að svara. Flokkarnir eru svo svipaðir. Þeir vilja sjálfsagt allir vel, en skelf- ing gengur þeim illa að koma sér saman,” sagði karl á ísaftrði. „Þeir eru allir eins,” sagði karl á Fáskrúðsfirði. „Mér líkar satt bezt að segja við engan þeirra,” sagði karl! í Hrunamannahreppi. „Eru þeir ekki allir jafnvitlausir?” spurði karl á Selfossi. -HH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.